Skólinn
Fréttir

Námsval nemenda 2023-2024

Námsval 22-23

28.3.2023 Fréttir

Ágætu nemendur og foreldrar,

Nú er komið að því að nemendur í 7.-9. bekk velji sér valgreinar fyrir næsta skólaár.  Í valbæklingi er hægt er að finna lýsingar á því námsvali sem í boði er ásamt fyrirkomulagi námsvalsins í heild og hvetjum við fólk til að kynna sér inntak bæklingsins mjög vel. Nemendur velja rafrænt.

 

Linkur inn á valblað: https://forms.gle/cA7VdpK99qtfnN4X9

Valbæklingur: Valbæklingur

Eyðublað fyrir nám utan skóla: Eyðublað


Hér er einnig eyðublað fyrir þá sem velja sér nám utan skóla og eru foreldrar nemenda, sem ætla að nýta sér nám utan skóla, beðnir um að fylla það út og senda nemendur með blaðið í skólann.


Við biðjum þá sem hafa einhverjar spurningar varðandi útfyllingu námsvalsins  um að hafa samband við okkur.

Síðasti skiladagur námsvals er fimmtudaginn 30. mars.