Skólinn
Fréttir

Ávextir í áskrift í Mýrarhúsaskóla

13.8.2009 Fréttir

 

Fjola6-C-sumarÁvaxta- og grænmetisneysla skólabarna er lítil samkvæmt niðurstöðum síðustu neyslukönnunar Manneldisráðs. Könnunin, sem gerð var á árunum 1992-1993, gaf til kynna að meðalneysla barna og unglinga væri aðeins um 35 grömm á dag af grænmeti og 73 g af ávöxtum. Þetta samsvarar um einum þriðja úr gulrót og hálfri appelsínu á dag. Hér er um mun minna magn að ræða en æskilegt getur talist.
Við vonum að þessari tilraun okkar verði vel tekið. 

Skóladagurinn hefur lengst á undanförnum árum . Það er því eðlilegt að stór hluti af ávaxta- og grænmetisneyslunni fari fram á skólatíma.  Skólinn er kjörinn vettvangur til þess að stuðla að bættum neysluvenjum barnanna. Með því að bjóða upp á ávexti á morgnana og grænmeti og/eða ávöxt með hádegismat leggur skólinn sitt að mörkum til að auka ávaxta- og grænmetisneyslu barna.