Skólinn
Fréttir
Bangsadagur 30.okt-09

Bangsadagur 30. október 2009

23.10.2009 Fréttir

Föstudaginn 30. október verður alþjóðlegi bangsadagurinn haldin hátíðlegur á skólabókasafni Mýrarhúsaskóla.

 Þess vegna mega nemendur í 1.-4. bekk mæta með uppáhalds bangsann sinn í skólann. Á bókasafninu verður bangsasögustund, einnig fá yngstu börnin  að lita bangsamynd en þau eldri skrifa  stuttar bangsasögur.  Bangsadagur 30.okt-09

 

Hinn rétti bangsadagur er 27. október (vetrarfrí þann dag) sem var afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt  fv. Bandaríkjaforseta. Það er einmitt að hluta til honum að þakka að bangsinn varð eins vinsælt leikfang og raun ber vitni. Bókasöfn á Norðurlöndum hafa haldið þennan dag hátíðlegan  með ýmsum uppákomum frá því árið 1998.