Skólinn
Fréttir

Tónleikar fyrir 2. og 3. bekk

5.2.2010 Fréttir

Í morgun fóru nemendur í 2. og 3. bekk á skólatónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíó.

 

Þar hlýddu þau á tónverk eftir Poulanc við söguna af Babar en Örn Árnason leikari var sögumaður. Búið var að kynna nemendum söguna og einhverjir bekkir höfðu teiknað myndir og sem voru til sýnis í anddyrinu.  Háskólabíó var troðfullt af grunnskólanemendum víðs vegar af höfuðborgasvæðinu og voru nemendur okkar, skólanum sínum til mikils sóma enda var verkið skemmtilegt og greinilegt að þau nutu þess að hlusta. Flestir bekkir fóru gangandi báðar leiðir enda gott gönguveður.