Skólinn
Fréttir
Upplestarkeppnin 2010

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar – 2010

24.3.2010 Fréttir

 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 23. mars.  

Keppendur voru ellefu talsins.  Þeir komu frá Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.

Upplestarkeppnin 2010

Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Anna Antonsdóttir, Jón Sigurðsson Nordal og Matthildur María Rafnsdóttir.  Varamaður var Emilíana  Birta Hjartardóttir .

Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni Undraflugvélin eftirÁrmann Kr. Einarsson, ljóð eftir Þorstein frá Hamri og ljóð að eigin vali.

 

Allir nemendur sem fram komu stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að Erlen Anna Steinarsdóttir í Sjálandsskóla varð í 1. sæti, Hrafnhildur Helga Össurardóttir úr Sjálandsskóla í  2. sæti og Jón Sigurðsson Nordal úr Valhúsaskóla í 3. sæti. 
Upplestarkeppnin 2010 Upplestarkeppnin 2010Upplestarkeppnin 2010

Tríó frá Tónlistarskóla Seltjarnarness sá um tónlistarflutning meðan gestir voru að koma í hús og að lestri loknum voru skemmtiatriði frá öllum skólunum.  Lilja og Eva Björk í 10. bekk  fluttu lagið ,,The Beauty and The Beast“.

Upplestarkeppnin 2010
Hátíðinni lauk með því að allri þátttakendur fengu bókargjöf  frá Forlaginu og sigurvegarar auk þess viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn og peningagjöf frá Byr.
 

Veitingar í hléi voru í boði Mjólkursamsölunnar og Grunnskóla Seltjarnarness.