Skólinn
Fréttir
bítlar

Árshátíð Valhúsaskóla og Selsins
fimmtudaginn 25. mars

24.3.2010 Fréttir

Árshátíð Valhúsaskóla og Selsins verður fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:00 í félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin er fyrir alla nemendur skólans og stendur til klukkan 23:30.

 Það kostar 1700 krónur inn á hátíðina. Nemendum í 9. bekk er boðið að koma klukkan 17:00 og borða saman og kostar 3000 krónur fyrir þau að borða og á árshátíðina um kvöldið.
Kjósi nemendur í 9. bekk að mæta bara um kvöldið og sleppa matnum þá er sama verð fyrir þau og aðra í skólanum eða 1700 krónur.

Frumsýnt verður leikrit sem nemendur í 8. - 10. bekk hafa verið að undirbúa sem heitir Allt fyrir ástina og er byggt á lögum Bítlanna. Fleiri skemmtiatriði verða en að þeim loknum verður ball.

 Til að samræmast útivistarlögum er 7. bekk boðið að taka þátt til klukkan 22:00 og óskum við eftir því að nemendur 7. bekkjar séu sóttir þá. Það kostar 1500 krónur inn á hátíðina fyrir 7. bekk.

 
Frí er í fyrstu tveimur kennslustundum í Valhúsaskóla á föstudeginum 26.mars.