Skólinn
Fréttir

Loftgæði – eftirlit og viðbúnaður

4.5.2010 Fréttir

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fylgjast vel með loftgæðum á svæðinu og verða viðvaranir samstundis gefnar út ef loftgæðum hrakar mjög, til dæmis vegna hugsanlegs öskufalls eða öskumisturs.

 

Sóttvarnalæknir gefur slíkar viðvaranir út í samráði við heilbrigðisyfirvöld sveitarfélaga og almannavarnir gerist þess þörf. Tilkynningum og viðvörunum verður komið á framfæri í fjölmiðlum. Séu engar slíkar viðvaranir gefnar út þarf almenningur ekki að hafa sérstakar áhyggjur af loftgæðum.

 

Dragi svo mjög úr loftgæðum að hætta sé á að skólastarf raskist gilda tilmæli til foreldra vegna röskunar á skólastarfi vegna óveðurs. Foreldrar grunnskólabarna eru hvattir til að kynna sér þær vel. Kapp verður að venju lagt á að halda skólum opnum en unnið samkvæmt viðbúnaðarstigi 1 og 2 sem skýrð eru í tilmælunum.

 

Ef svifryk í andrúmslofti fer yfir skilgreind mörk er þeim hættast sem glíma við hjarta- og öndunarfærasjúkdóma. Þeim sem vilja fylgjast með loftgæðum og mælingum á þeim er er bent á vef Reykjavíkurborgar. (http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1007)

 

Upplýsingar og tilkynningar um öskufall og loftgæði:

 

Leiðbeiningar til almennings um viðbrögð við öskufalli: