Skólinn
Fréttir

Til foreldra - tölvumál skólans

6.9.2010 Fréttir

Síðasta vor var ákveðið að nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness myndu framvegis nota Google Apps í stað Microsoft Office pakkans (Word, Power Point, Outlook ofl.) 

 

Kostir þessa kerfis eru margir s.s. að skjöl eru nemendum alltaf aðgengileg hvar sem þeir komast í tölvu, enda eru skjöl nú vistuð á vef og margir nemendur geta unnið í sama skjalinu á sama tíma.  Þessi breyting  hefur einnig í för með sér sparnað varðandi  leyfisgjöld, pláss á server, afritatöku o.fl.  Þessu til viðbótar fylgir kerfinu öflugt póstforrit sem nemendur frá 5. bekk fá aðgang  að. Helstu ókostir þessa kerfis eru að ritvinnslan er ekki eins þróuð og í Word.  

Til þess að komast inn á kerfið skrá nemendur sig á slóðina:

Inn á póstinn: 
postur.grunnskoli.is
Inn á skjölin sín: 
skjol.grunnskoli.is

Nemendur slá inn sem notendanafn:  sel-fæðingarár-nafn  t.d.sel99anna.
Nemendur hafa fengið lykilorð inn á svæðið sitt.

Við hvetjum foreldra til að skoða þessa nýjung með börnum sínum.  Nemendur, allt niður í  5. bekk, hafa nú í fyrsta sinn aðgang að tölvupósti á vegum skólans heiman frá og því er brýnt að foreldrar fylgist vel með tölvunotkun barna sinna, netnotkun og tölvupósti.  Því miður koma reglulega upp mál þar sem nemendur senda særandi póst.  Því er nauðsynlegt að hvetja nemendur til að lesa vel yfir póst sem þeir senda og senda aldrei tölvupóst þegar þeir eru reiðir eða sárir. Auk þessa þarf að brýna fyrir nemendum að gefa aldrei upp lykilorðin sín, ekki heldur besta vini sínum.  
 

Á næstu vikum verður talað um tölvuöryggismál við nemendur í flestum bekkjum skólans. Gott væri að foreldar ræddu þessi mál líka heima fyrir. Fræðslu um öryggismál á netinu er m.a. hægt að fá á vefsíðunni 
saft.is 

Haustið 2009 var ákveðið að loka fyrir bloggsíður, Facebook og MSN í skólanum  þannig að nemendur skólans hafa ekki aðgang að þessum síðum í skólanum.  Við viljum vekja athygli foreldra á því að ekki er ætlast til þess að börn  yngri en 13 ára noti Facebook.


Kveðja stjórnendur