Skólinn
Fréttir
u2

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar – 2011

29.3.2011 Fréttir

 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Tónlistarskóla Garðabæjar 24. mars.

 

Keppendur voru ellefu talsins.  Þeir komu frá fjórum skólum, Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.

Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Brynjar Bjarnason, Eva Kolbrún  Kolbeins og Kristín Birna Birnisdóttir.  Varamaður var Kristófer Orri Pétursson.

 

Nemendur lásu samfelldan texta úr bókinni, Bærinn  á ströndinni eftir Gunnar M. Magnúss, ljóð eftir Huldu, Unni Benediktsdóttur Bjarklind, og ljóð að eigin vali.

 

Allir nemendur sem fram komu stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að nemandi í Flataskóla varð í 1. sæti, nemandi í Hofsstaðaskóla í  2. sæti og nemandi í Flataskóla í 3. sæti. 

Skemmtiatriði voru frá öllum skólunum

Magnea Óskarsdóttir og Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir í 9. bekk, Valhúsaskóla, fluttu lagið Þegar þú mælir ei orð.

 

Hátíðinni lauk með því að allir þátttakendur fengu sérprentaða útgáfu af ljóðum eftir Huldu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og sigurvegarar auk þess viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, svo og peningagjöf frá Byr.

u1