Skólinn
Fréttir
paris2011-(41)

Parísarferð 10. bekkinga

18.5.2011 Fréttir

10.bekkingar í frönskuvali fóru í fjögurra daga ferð til Parísar 29. apríl til 2.maí. Nemendur skipulögðu fjáröflun og fjámögnuðu algjörlega ferðina. María frönskukennari var fararstjóri og henni til halds og traust var Ásdís Kalman (móðir). 

Tillgangur ferðar var að þjálfa sig í frönsku og kynnast heimsborginni.  Gist var á besta stað í Marais-hverfi, með útsýni yfir Signubakka. Í sól og sumarblíðu var gengið um borgina og helstu staðir skoðaðir, s.s. Notre-Dame, Musée du Louvre, La Tour Eiffel, L‘Arc de Triomphe, Champs Élysées, Tuilleries-garðarnir og siglt á báti á Signunni. Ferðin tókst afskaplega vel, nemendur voru mjög áhugasamir og snéru ánægðir og margs vísari heim. Myndirnar tala sínu máli.

 

Myndasafn hér