Skólinn
Fréttir
IMG_2623

Göngum í skólann

27.9.2011 Fréttir

Nú er Göngum í skólann átakinu okkar lokið í ár en við hvetjum alla til að ganga eða hjóla í skólann eins lengi og hægt er. Þátttakan nú í ár var meiri en nokkru sinni fyrr eða 90,3% að meðaltali í 1. – 6. bekkjum.

IMG_2619

Nær allir bekkir eru með yfir 80% árangur og níu bekkjardeildir yfir 90%. Samkeppnin um GULL- SILFUR eða BRONSSKÓINN var því býsna hörð. En að þessu sinni hlaut 6.-HGO GULLSKÓINN með 99,7% árangur, en það er í fjórða sinn sem þessi bekkur sigrar. SILFURSKÓINN hlutu krakkarnir í 6.-GUG með 99.3% árangur og BRONSSKÓINN hlutu krakkarnir í 5.-GIE með 99,1% árangur. Á hæla þeim komu svo 4.-IÓÞ, 3.-LAS og 2.-MKJ. Það er gaman að sjá hve yngri bekkirnir eru dugleg að ganga og hjóla.

 

IMG_2621

 Ekki má gleyma öllum þeim foreldrum sem ganga með börnunum og nota tækifærið og kenna þeim örugga leið í skólann og hvað á að varast í umferðinni.