Skólinn
Fréttir
selid

Söngvakeppni Selið/Való

13.1.2012 Fréttir

Nýlega var haldin söngvakeppni Való og Selsins. Það voru sex atriði sem tóku þátt og voru öll atriðin glæsileg. Dómarar keppninnar voru þau Sædís, Ari Bragi, Sigrún Ósk og Sunna María og stóðu þau sig einnig með prýði þvi ekki var auðvelt að velja á milli atriða, en að lokum komust þau að niðurstöðu: 
  
Rúna, Stefanía, Margrét og Flóki lentu í fyrsta sæti með lagið: Sorg í borg 
Ásthildur og Margrét Aðalheiður lentu í öðru sæti með lagið:  Þú varst mér ævintýr 
Ásthildur, Ólafsson og drengjakór lentu i þriðja sæti með lagið: Leiðin okkar allra.

Þetta er árleg keppni sem  Selið er búið að halda síðastliðin 15 ár.   Vinningsatriðið okkar fer  í landshlutakeppni/undankeppni Söngkeppni Samfés þann 27. janúar sem  Selið tók að sér að halda  í ár fyrir Kragann s.s. (Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær og Reykjanesbæ og nágreni).  Fjörgur vinningsatriði úr undankeppninni fara síðan áfram í Söngkeppni Samfés (samtaka félagsmiðstöðva)  sem  haldin er í Laugardalshöll fyrstu helgina í mars en þar verða fulltúra frá öllu landinu sem keppa. 

selid2