Skólinn
Fréttir
IMG_3782

VALÓ - HAGÓ dagurinn nálgast!

10.2.2012 Fréttir

Nú fer að líða að hinum árlega viðburði sem allir bíða spenntir eftir, Való vs. Hagó!!
Fimmtudaginn 16. febrúar 2012 fer þessi frábæri viðburður framm og eru nemendaráð beggja skóla búin að funda stíft og skipuleggja þennan merkilega dag frá upphafi til enda.
Í ár er 4. árið sem þessi dagur er haldinn. Valhýsingar hrepptu sigurinn í fyrstu tvö skiptin en því miður náðu Hagskælingar titlinum í fyrra, en við gerum þau mistök ekki aftur!
Í ár er titilinn okkar.

Hér fyrir neðan má svo líta á dagskrá dagsins.

Fimmtudagurinn 16.febrúar

12:00 Allir komnir inn í íþróttarhús og keppni hefst
12:05 Þrautabraut
12:20 Brennó
12:35 Handbolti
12:55 Reipitog
13:05 Karfa
13:25 Fótbolti
13:45 Kappát


Síðan skottast krakkarnir heim og gera sig sæta og fína fyrir viðburðaríka kvöldið sem þau eiga fyrir höndum! Því jú opnar Hagaskóli húsið klukkan 17:45 og ræðukeppnin hefst kl. 18:00!
Hún stendur til svona 19:30 og þá byrjar ballið sem haldið verður á sama stað og ræðukeppnin, í matsal Hagaskóla! Það stendur til 22:00.



Virðingafyllst, fyrir hönd nemendaráðs Valhúsaskóla, Jórunn María formaður