Skólinn
Fréttir
IMG_2007

Ostafylltar ýsurúllur að ítölskum hætti unnu fiskréttakepnina

13.4.2012 Fréttir

 

Nemendur sem hafa heimilisfræði sem valgrein tóku þátt í keppninni og sýndu þau snilldartilþrif, mikinn metnað og áhuga.Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða en hana skipuðu þau Jói kokkur, Svala, Helga Kristín og Ella.
 

Sigurréttinn í keppninni áttu þeir Davíð Ýmir Bjarnason og Jón Friðrik Guðjónsson báðir úr 8.RMÓ. Í öðru sæti  var Kristján Hilmir Baldursson í 9 BÁ.

 HÉR ERU MARGAR MYNDIR FR'A KEPPNINNI

Uppskrift Davíðs Ýmis og Jóns Friðriks.

Ostafylltar ýsurúllur að ítölskum hætti

1  ýsuflak

2 msk. rjómaostur

1 msk. sólþurrkaðir tómatar

1 msk. ólífur

½  msk. grænt pestó

½  msk. brauðrasp

1. Byrjið að þeyta rjómaostinn, bætið við tómötum, ólífum, pestói og hrærið  t.d. með töfrasprota.Bætið   við brauðraspi og hrærið smávegis.

2. Skiptið flakinu í tvennt eftir endilöngu.  Smyrjið rjómaostablöndunni á flökin og vefjið þeim upp í                rúllur. Setjið í smurt eldfast fat.

3.  Bakið við 200°C á blæstri , miðjum ofni í 25 mín miðjum ofni

Sósa

1.  2 ½  dl rjómi  (250 ml)

     2 ½ dl niðursoðnir tómatar (hakkaðir)

      ¾  hvítlauksostur

Setjið allt  í pott  og eldið við hæsta hita. Þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður niður  á minnsta straum.  Best er að bera sósuna fram heita.