Skólinn
Fréttir
CIMG0360

Fréttir af Namazizi vinaskóla Mýrarhúsaskóla

14.5.2012 Fréttir

Nú hafa nemendur Namazizi fengið kassana tvo sem sendir voru í mars fullir af ritföngum til Malaví. Nemendur Mýró, ásamt fyrirtækjunum  A4 og Office1 söfnuðu ýmsu dóti sem kemur sér vel í skólastarfi og DHL flutningafyrirtækið flutti það til Malaví. Gumbala skólastjóri segir í bréfi til okkar að þetta hafi komið sérlega vel þar sem nemendur hans eigi lítið af ritföngum og pappír.

Fyrr í vetur söfnuðu nemendur Mýró 130000 kr. á foreldradegi, þar sem þeir seldu verk sín ásamt kaffi og vöfflum. Þessir peningar ásamt álíka upphæð frá nemendum í Fjölbraut á Suðurnesjum voru fluttir með hjálp Þróunarsamvinnustofunnar Íslands til Malaví og notaðir til þess að koma á rafmagni í eina kennslustofu, bókasafn og stjórnunarálmu Namazizi skólans.

Myndirnar hér að neðan eru frá því að starfsmenn ÞSSÍ afhentu fulltrúum Namazizi skólans rafmagnspeningana og svo er mynd af  Gumbala skólastjóra, kennara og nemendum í Namzizi með hluta af innihaldi kassanna sem komu til Malavi 30. apríl s.l.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

CIMG0360