Skólinn
Fréttir

Haustferð 9. bekkinga að Hlöðum í Hvalfirði

21.9.2012 Fréttir

Dagana 17. – 18. september fór 9. bekkur í Valhúsaskóla í haustferð í Hvalfjörð í dásamlegu veðri.

Á mánudeginum fóru krakkarnir að skoða Hvalstöðina og fengu þeir, sem vildu, að bragða á hvalalýsi. Farið var í tvær ævintýragöngur. Fyrst var gengið að Eyrarvatni með viðkomu í Vatnaskógi áður en gengið var til baka að Hlöðum þar sem farið var í sund og grillaður kvöldmatur. Um kvöldið var farið í leiki og Magga úr Selinu kíkti í heimsókn og sagði krökkunum“smá“ draugasögu fyrir svefninn.

Á þriðjudeginum voru allir vaknaðir fyrir klukkan 9 þrátt fyrir að hafa vakað vel fram eftir nóttu.  Krakkarnir flýttu sér að ganga frá enda komið að næsta ævintýri sem var ganga upp að Glym og tók sú gönguleið um fjóra tíma og var full af allskyns áskorunum.

Frábær ferð í alla staði og krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru til fyrirmyndar í samskiptum hvert við annað.

Það eru margar myndir úr ferðinni í myndasafni skólans. Smella hér