Skólinn
Fréttir

Töfraveröld tóna og hljóða

7.3.2013 Fréttir

Í morgun fengum við góða heimsókn þegar Dúó Stemma, þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, kom og flutti fyrir okkur skemmtilega og fræðandi dagskrá fyrir börnin í 2. og 3. bekk.

Þau spiluðu og sungu íslensk þjóðlög, fóru með vísur og þulur við undirleik, m.a. heimatilbúinna hljóðfæra, t.d. skyrdós og skeiðar og Steef spilaði á steinaspil sem Páll Guðmundsson, myndlistarmaður á Húsafelli bjó til handa honum.

 

Herdís og Steef  starfa bæði í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa leikið saman sem Dúó Stemma í  rúmlega 10 ár og spilað barnaprógrammið sitt í fjölmörgum grunn og leikskólum út um land allt. Haustið 2010 tóku þau þátt í vest-norræna grunnskólaverkefninu "Listaleypurinn" og fluttu dagskrá sína fyrir mörg hundruð grunnskólabörn í Færeyjum og á Grænlandi og hlutu mikið lof fyrir. Dúóið hlaut viðurkenninguna "Vorvindar" fá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.