Skólinn
Fréttir

Göngum í skólann-vinningshafar

27.5.2013 Fréttir

 


Grunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan 
sess í skólastarfinu bæði haust og vor. Komin er nokkur hefð á að gera umferðarfræðslu, ekki síst hjólreiðum og umferðaröryggi hátt undir höfði þessa daga. 

Eins og vanalega var keppni milli bekkjardeilda um GULLSKÓINN, SILFURSKÓINN og BRONSSKÓINN. Þetta var að að vanda hörð keppni, en sú bekkjardeild sem vinnur fær nafnið sitt skráð á pallinn sem skórinn stendur á og fær skóinn til varðveislu þar til í næstu keppni.

Að þessu sinni voru tvær bekkjardeildir jafnar með 100 % þátttöku. Það voru 6. – KH sem varði titilinn frá haustinu og 2. – HG sem náði þessum frábæra árangri. Sá bekkur gengur nánast alla daga í skólann árið um kring. Silfurskóinn hlaut 4. – LAS og bronsskóinn hlaut 5. – LK.