Skólinn
Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin - undankeppni

13.2.2014 Fréttir

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2014 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í gær, 12. febrúar.

 

Sjö nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði.  Þeir fengu bókina Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason að gjöf frá skólanum fyrir þátttökuna.

 

Tveir  nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla. 

Þeir eru:  Kári Rögnvaldsson 7SF og Sigurlaug Brynjúlfsdóttir.  Auk þess var Kjartan Óskar Guðmundsson 7KLV valinn sem varamaður.  Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.

 

Lokahátíðin fer fram í Garðabæ, 26. mars n.k.

Fleiri myndir frá undankeppninni eru í myndasafninu okkar