Skólinn
Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar –  2014

27.3.2014 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju, Garðabæ í gær, 26. mars.Keppendur voru þrettán talsins.  Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla. 

Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Kári Rögnvaldsson og Sigurlaug Brynjúlfsdóttir.  Varamaður var Kjartan Óskar Guðmundsson.

 Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni  Ertu Guð, afi?eftir Þorgrím Þráinsson, ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og ljóð að eigin vali.

 Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að

Kári Rögnvaldsson í Valhúsaskóla varð í 1. sæti, Sigurlaug Brynjúlfsdóttir í Valhúsaskóla í  2. sæti og Gunnar Bergmann Sigmarsson í Flatakóla í 3. sæti.

 Skemmtiatriði voru frá öllum skólunum.  Stúlkur úr 7. bekk Valhúsaskóla, Cristina Ísabel, Hrund, Marta María, Melkorka, Ólöf  Kristrún og Solveig dönsuðu frumsaminn dans.  Þeim til aðstoðar voru Hekla Kristín og Anna Ólafsdóttir. 

 Hátíðinni lauk með því að lesarar fengu bókargjöf  og sigurvegarar auk þess peningaverðlaun og viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn.

 Veitingar í hléi voru í boði Mjólkursamsölunnar og Garðabæjar.