Skólinn
Fréttir

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur

9.4.2014 Fréttir

Til gamans má geta þess að Valhúsaskóli hefur öll árin átt

langflesta keppendur og erum við stærðfræðikennarar stolt af þeim mikla áhuga sem það sýnirJ. Þetta árið kepptu 54 nemendur fyrir okkar hönd. 

Keppnin er geysilega hörð og örfá stig skilja á milli þeirra efstu. Að þessu sinni voru eftirtaldir nemendur Valhúsaskóla 

í einum af tíu efstu sætunum í sínum aldursflokki: Kári Rögnvaldsson 10. sæti, Bjarni Dagur Thor Kárason 4. sæti 
og Sveinn Þórarinsson 7. sæti. Við óskum þeim til hamingju með stórglæsilegan árangur ásamt því að þakka öllum  okkar frábæru keppendum í ár fyrir þátttökuna og óskum þeim þeim til hamingju með góðan árangur.

Stærðfræðikeppnin var haldin í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 302 nemendur þátt í 
keppninni. Tvöfalt met var slegið að þessu sinni því að aldrei áður hafa jafnmargir tekið þátt í keppninni og aldrei áður hafa þeir komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 17 skólum. Að þessu sinni tóku þátt nemendur úr Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Áslandsskóla, Breiðholtsskóla, Brekkubæjarskóla, Foldaskóla, Hagaskóla, Háaleitisskóla, Háteigsskóla, Kársnesskóla, Landakotsskóla, Réttarholtsskóla, Tjarnarskóla, Valhúsaskóla, Varmárskóla, 

Lesa má nánar um stærðfræðikeppnina í M.R. og sjá myndir af verðlaunahöfum á slóðinni:

http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=718:verelaunaafhending-i-staerefraeeikeppni-
grunnskolanemenda&catid=78:grunnskolakeppnin&Itemid=1065