Skólinn
Fréttir

Skapandi starf í 3. bekk

12.5.2014 Fréttir

Skapandi starf er lota í listgreinum fyrir 2. og 3. bekk. Áhersla er lögð á endurnýtingu og frjálsa sköpun og hafa börnin tekið vel á móti og komið með snjallar lausnir á verkefnunum. Börnin hafa unnið úr fjölbreyttu efni td. pappírsepli, dýr úr blómavír, dagatöl, minnistöflu úr tré o.fl. o.fl.

Á myndunum eru börn úr 3. bekk að búa til sparibauka úr plastflöskum. 
Þessi vinna á að kenna börnunum að nýta efni sem berst inn á heimilin td. plast, pappír, dagblöð o.fl.