Skólinn
Fréttir

Bókagjöf til Malaví

5.6.2014 Fréttir

Í 14 ár höfum við átt vinaskóla í Malví. Síðastliðið haust kom ráðuneytisstjóri menntamála í Malví í heimsókn til okkar og sagði að það sem allra helst skorti í skóla í Malaví væri lesefni. Við erum svo heppin að undafarin ár hafa DHL hraðflutingar sent fyrir okkur  án endurgjalds kassa til Malaví.

Í ár eru því kassarnir okkar fullir af bókum á ensku sem er ríkismálið í Malaví. 
Með góðri hjálp nemenda,  starfsfólks á Bókasafni Seltjarnarness og bókasöfnum Mýró og Való tókst okkur að fylla 8 stóra kassa af allskonar bókum sem fóru af stað í gær.