Skólinn
Fréttir

Heimskaffi í Mýró

24.2.2016 Fréttir

Krakkarnir í 6. bekk tóku þátt í „heimskaffi“ í dag. Umræðuefnið var bætt samskipti en foreldrafélag skólans hefur sett af stað verkefni um jákvæð samskipti barna í skóla og tómstundum.  Rætt var hvernig ætti að hegða sér til að fylgja gildum skólans, virðing, ábyrgð, vellíðan og settar fram tillögur að reglum til að bæta samskiptin. Verkefnið gekk mjög vel. Á morgun er röðin komin að 4. bekkingum og á föstudag 5. bekkingum.

Margar fleiri myndir í myndasafni skólans.