Skólinn
Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar –  2016 úrslit

16.3.2016 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ í gær, 15. mars.

Keppendur voru tólf talsins.  Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.

Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Haraldur Þráinsson og Júlía Óskarsdóttir. Varamaður var Lovísa Davíðsdóttir Scheving.

 

Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni  Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, ljóð eftir Guðmund Böðvarsson og ljóð að eigin vali.

 

Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, Flataskóla, varð í 1. sæti, Bryndís Brynjúlfsdóttir, Flataskóla, í  2. sæti og Júlía Óskarsdóttir, Valhúsaskóla,

í 3. sæti.

 

Skemmtiatriði voru frá öllum skólunum.  Jenný Guðmundsdóttir í Valhúsaskóla flutti lagið Með þér, söng og lék undir á píanó.

 

Hátíðinni lauk með því að lesarar fengu bókargjöf og sigurvegarar auk þess peningaverðlaun og viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn.  Varamenn fengu rós frá Garðabæ.

 

Veitingar í hléi voru í boði Mjólkursamsölunnar og Garðabæjar.