Skólinn
Fréttir

Þemadagar í Mýró- umhverfisvernd og endurvinnsla

22.4.2016 Fréttir

Nú er lokið vel heppnuðum þemadögum um umhverfisvernd og endurvinnslu í Mýró. Í tvo daga unnu nemendur í hópum þvert á árganga að ýmsum verkefnum. 

Smíðað var þriggja metra hátt tré úr afgangsefni, fuglahús búin til úr fernum, sokkabrúður, blóm úr plastpokum svo eitthvað sé nefnt. Þá fóru allir nemendur í fjöruferð þar sem búin voru til listaverk og mynduð. Á hverri stöð var umhverfisfræðsla í tengslum við verkefnin hverju sinni. Afrakstur vinnu nemenda má skoða á barnamenningarhátíð á Eiðistorgi sem lýkur 27. apríl.
Margar fleiri myndir eru í myndasafni skólans