Skólinn
Fréttir

Göngum í skólann

25.4.2016 Fréttir

Þriðjudaginn 26. apríl, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 13. maí.

Markmið verkefnisins er að:

·         hvetja til aukinnar hreyfingar

·         auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann

·         fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar

·         minnka bílaumferð í nágrenni grunnskóla

 

Við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann. Félagar í Slysavarnarfélaginu  Vörðunni koma til okkar einhvern tímann á meðan á þessu verkefni stendur og bjóða fram aðstoð við að stilla hjólahjálmana. Þið fáið tilkynningu þegar dagsetningin verður fastsett. Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og þær bekkjardeildir sem ná bestum árangri fá gull-, silfur- eða bronsskóinn. Sá árgangur sem nær besta árangrinum fær svo Græna skóinn.