Skólinn
Fréttir

Vorferðalög 3. bekkinga

10.6.2016 Fréttir

Fimmtudaginn 2. júní sl. fóru 3. bekkingar í fræðsluferð í Sorpu. Við hlustuðum á mjög fróðlegan fyrirlestur og
keyrðum síðan með leiðsögn í gegnum stóru endurvinnslustöðina í Gufunesi. Þaðan lá leiðin að Úlfarsfelli þar sem öll hersingin gekk upp á topp með bros á ör í frábæru gönguveðri.

Föstudaginn 3. júní var svo haldið í miðbæ Reykjavíkur. Við skoðum m.a. staðhætti úr námsefnefni vetrarins eins og
styttuna af Ingólfi Arnarsyni við Arnarhól, Stjórnarráðið, Alþingishúsið við Austurvöll og enduðum í Ráðhúsi
Reykjavíkur og skoðum skemmtilega sýningu Biophilia-menntaverkefnisins og sáum m.a. spilandi reiðhjól,
risavaxinn kristal og stjarnfræðilegar furðuverður. Frábær erð í blíðskaparveðri.

Margar myndir frá 3. bekk eru í myndasafni skólans