Skólinn
Fréttir

Breyting á gönguleið nemenda í Mýrarhúsaskóla

7.10.2016 Fréttir

Vegna lokafrágangs við byggingu á Hrólfsskálamel verður gerð smá breyting
gönguleið skólabarna í Mýrarhúsaskóla, sem sjá má á meðfylgjandi mynd,
opnuð nk. mánudag (10. október). Breytingin felst í því að gönguleið sem
legið hefur austan megin inn/útkeyrslu bílageymslu við Hrólfsskálamel
verður færð vestur fyrir inn/útkeyrsluna. Gönguleið skólabarna er merkt með
grænum lit.. Þeir foreldrar sem aka börnum sínum til skólans eru sem fyrr
beðnir um að aka alls ekki um Hrólfsskálamel, heldur  hleypa börnunum út á
bílastæði skólans við Nesveg eða við Skólabraut.