Skólinn
Fréttir

Niðurstöður úr Bebras áskoruninni

24.11.2016 Fréttir

Þetta var í annað sinn sem skólinn tók þátt í þessu verkefni. Nú voru það 4. og 8. bekkingar. Alls tóku 1700 nemendur frá 38 skólum á Íslandi þátt. 
Hver aldursflokkur fékk 10-15 spurningar og voru þær skilgreindar í erfiðleikaflokkum til að jafna keppnina á milli aldurshópa. Hæsta mögulega einkunn var 180 stig í öllum flokkum nema tveimur yngstu (6-8 ára og 8-10 ára). Nemendur í 3. og 4. bekk gátu hæst fengið 153 stig. Engin nemandi fékk 180 stig en hæsta skor var 156 stig.

Stigahæsti nemandi okkar í 4. bekk fékk 125 stig af 153 mögulegum og stigahæsti nemandi í 8. bekk fékk 146 sig af 180 mögulegum. Vel gert og góður árangur.