Sólkerfið okkar

Mýrarhúsaskóli 2007-2008

 

Til baka

Sólin

Merkúr

Venus

Jörðin

Mars

Júpíter

Satúnus

Úranus

Neptúnus

Forsíða

Eitt af verkefnum vetrarins var  að fræðast um sólkerfið okkar. Þar sem áhugi nemenda varð strax mikill, ákváðum við að gera eitthvað meira en var á dagskrá í upphafi. Við veltum fyrir okkur hvað við gætum gert og eftir miklar vangaveltur var mestur áhugi á að búa til sólkerfið okkar. Helst í fullri stærð.  Sólkerfið varð að veruleika, við ákváðum að reyna að hafa það í réttum stærðar - hlutföllum.

Á myndinni hér fyrir ofan sjást reikistjörnurnar í réttum stærðarhlutföllum. Frá sólu talið eru reikistjörnurnar Merkúr, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus.

Sólkerfinu okkar er skipt í innra sólkerfi og ytra sólkerfi.

Í innra sólkerfinu eru fjórar reikistjörnur – Merkúríus, Venus, jörðin og Mars – sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fast yfirborð og eru því oft kallaðar jarðstjörnur. Í ytra sólkerfinu eru aðrar fjórar reikistjörnur – Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus – sem allar hafa það sammerkt að vera úr lofttegundum og því oft kallaðar gasrisar. Þær hafa ekkert fast yfirborð svo ekki er unnt að lenda geimfari á þeim.