Heilsugæsla

Heilsugæsla

Almennar upplýsingar

Heilsugæslan Seltjarnarnesi sinnir heilsugæslu í Grunnskóla Seltjarnarness.

Sólveig Þórhallsdóttir er hjúkrunarfræðingur í Mýrarhúsaskóla með viðverutíma í skóla:

mánudaga             8:10 – 12:10

þriðjudaga            9:10 – 12:10

fimmtudaga          8:10 – 12:10

föstudaga              8:10 – 12:10

Netfang Sólveigar:  myrarhusaskoli [hja]  heilsugaeslan.is 

Skólalæknir yngsta stigs og miðstigs er Guðbjörg Sigurgeirsdóttir.

Kristín Bára Bryndísardóttir  er hjúkrunarfræðingur í Valhúsaskóla með viðverutíma í skóla:

mánudaga             8:10 – 12:00

þriðjudaga            9:10 – 12:00

fimmtudaga          8:10 – 12:00

föstudaga              8:10 – 12:00

Netfang Örnu er  valhusaskoli [hja]  heilsugaeslan.is

Skólalæknir unglingastigs er Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Ef foreldrar eða forráðamenn nemenda vilja hafa samband við hjúkrunarfræðing er hægt að hringja í skólann á viðverutíma eða senda tölvupóst. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Markmið skólaheilsugæslu

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Skólaheilsugæsla er hluti almennrar heilsugæslu og framhald af ung- og smábarnavernd. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Starfsemi skólaheilsu­gæslunnar er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Helstu áherslur í skólaheilsugæslu eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Reglubundnar skimanir og viðtöl

1. bekkur:

·         Hæð, þyngd og sjón.

·         Viðtöl um lífsstíl og líðan - Fræðsla og viðtal út frá  spurningum sem sjá má á: http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=393&Itemid=427#1.bekkur

4. bekkur:

·         Hæð, þyngd og sjón.

·         Viðtöl um lífsstíl og líðan - Fræðsla og viðtal út frá  spurningum sem sjá má á: http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=393&Itemid=427#4.bekkur

7. bekkur:

·         Hæð, þyngd og sjón.

·         Viðtöl um lífsstíl og líðan - Fræðsla og viðtal út frá  spurningum sem sjá má á: http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=393&Itemid=427#7.bekkur

9. bekkur:

·         Hæð, þyngd og sjón.

·         Viðtöl um lífsstíl og líðan - Fræðsla og viðtal út frá  spurningum sem sjá má á:  http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=393&Itemid=427#9.bekkur

 

Í öðrum árgöngum er fylgst með vexti og þroska nemenda sem þurfa sérstakt eftirlit og einnig þeim sem sem leita til skólahjúkrunarfræðings af eigin frumkvæði.

Heilbrigðisfræðsla – 6H heilsunnar

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræði um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni skólaheilsugæslunnar og Embætti landlæknis. Áherslur fræðslunnar eru Hollusta – Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja - Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þannig gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.

 

1.bekkur

Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi „Líkaminn minn”:

 • Börnin viti að þau eiga sinn líkama sjálf
 • Börnin viti að kynferðisleg misnotkun er alltaf röng og ekki þeirra sök
 • Börnin viti að þau megi segja NEI
 • Börnin viti að þau eigi að segja frá verði þau fyrir óþægilegri reynslu

Næring:

 • Börnin viti að morgunmatur er mikilvægur fyrir þau.
 • Börnin þekki lýsið og viti að það sé hollt fyrir þau.
 • Hvetja börnin til að þekkja og borða mismunandi ávexti og grænmeti.

Tannvernd:

 • Börn þekki heiti og hlutverk tannanna.
 • Börn læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu.
 • Börn þekki hvað er holl og óholl fæða fyrir tennurnar.

Slysavarnir:

 • Börn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að nota hjálm.
 • Börn kunni að setja á sig hjálm.

Foreldrabréf:

Hreinlæti og hollusta
Slysavarnir og hreyfing
Hamingja/Líkaminn minn

2.bekkur

Hvíld:

 • Börnin geri sér grein fyrir mikilvægi svefns.
 • Börnin geri sér grein fyrir því að þau þurfi að sofa 10-11 klukkustundir á hverri nóttu.
 • Börnin þekki helstu svefnráðin.

Foreldrabréf:

Hvíld og hamingja

 

3.bekkur

Hamingja:

 • Börn læri að þekkja eigin tilfinningar og líðan.
 • Börn læri um sambandið milli áreita, hugsunar og tilfinninga.
 • Börn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
 • Börn læri að virða skoðanir annarra.

Hollusta:

 • Börn læri að fjölbreytt fæði er undirstaða holls mataræðis
 • Börn læri að velja hollar fæðutegundir.
 • 5 á dag - Hvetja börnin til að borða meira af grænmeti og ávöxtum.
 • Börn læri að dagleg hreyfing er mikilvæg.

Foreldrabréf:

Hollusta og hreyfing

4.bekkur

Hamingja:

 • Börnin kynnist grunnhugmyndum um sjálfsmynd.
 • Börnin skilji að sjálfsmynd snýst um það hvernig þau meta sig sjálf í samskiptum við aðra.
 • Börnin finni sínar jákvæðu hliðar og geti fundið jákvæðar hliðar hjá öðrum.
 • Börnin skilji mikilvægi þess að bera virðingu hvert fyrir öðru og geri sér grein fyrir að þau hafa áhrif á sjálfsmynd og líðan hvers annars.

Tannvernd:

 • Börnin læri og skilji mikilvægi góðrar tannhirðu.
 • Börnin viti hvaða skaða bakteríur (tannsýkla) valda á tönnum.
 • Börnin kunni og geti burstað tennurnar á fullnægjandi hátt.
 • Börnin viti til hvers tannþráður er notaður.

Slysavarnir:

 • Börnin læri að nota leiktæki rétt.
 • Börnin þekki helstu slysahættur á skólalóðinni og í nánasta umhverfi.
 • Börnin viti hver eru fyrstu viðbrögð við slysum.
 • Börnin læri að nota bílbelti rétt og varist öryggispúða í framsætum.

Foreldrabréf:

Slysavarnir
Hreinlæti/Tannheilsa
Hamingja/Sjálfsmynd

5.bekkur

Hollusta:

 • Börnin átti sig á mikilvægi þess að borða reglulega.
 • Börnin átti sig á mikilvægi morgunmatar.
 • Börnin átti sig á af hverju fjölbreytt fæði er mikilvægt.
 • Börnin læri um mikilvægi kalks og D-vítamíns fyrir bein og tennur og hvaða fæðutegundir innihalda kalk.

Hreyfing:

 • Börnin læri um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna.
 • Börnin átti sig á áhrifum hreyfingar á líkamann.
 • Börnin læri að meta og hafa áhrif á eigin hreyfivenjur.

Foreldrabréf:

Hreyfing og hollusta
Hamingja/Samskipti

6.bekkur

Kynfræðsla:

 • Nemendur þekki hugtakið kynþroski og þær breytingar sem verða við hann.
 • Nemendur þekki hugtakið sjálfsfróun.
 • Nemendur þekki hugtakið kynferðisofbeldi.

Foreldrabréf:

Kynþroski

7.bekkur

Hugrekki:

 • Nemendur þekki hugtakið hugrekki.
 • Nemendur átti sig á mikilvægi góðrar sjálfsmyndar.
 • Nemendur læri að tileinka sér sjálfsöryggi.
 • Nemendur læri ferli við ákvarðanatöku.

Tannheilsa:

 • Nemendur kunni að bursta 12 ára jaxlinn.
 • Nemendur þekki mikilvægi flúors í tannvernd.
 • Nemendur skilji helstu orsakir og afleiðingar glerungseyðingar.

Foreldrabréf:

Hreinlæti/Tannheilsa

Bólusetning í 7. bekk

Hugrekki

8.bekkur

Hollusta:

 • Nemendur skilji að fólk hafi mismunandi vaxtarlag.
 • Nemendur geri sér grein fyrir samhengi milli orkuneyslu og orkunotkunar.
 • Auka færni nemenda í fæðuvali.
 • Nemendur skilji mikilvægi hollrar fæðu, hvíldar og daglegrar hreyfingar fyrir góða líðan og velgengni.

Hugrekki:

 • Nemendur þekki einkenni félagsþrýstings og læri að bregðast við neikvæðum félagsþrýstingi.

Foreldrabréf:

                Hollusta og hreyfing

                Hugrekki

9.bekkur

Kynheilbrigði:

 • Nemendur þekki og skilji hugtökin sjálfsvirðing, kynlíf, kynmök, fóstureyðing og nauðgun.
 • Nemendur verði færir um að ræða sín á milli um málefni sem snerta kynlíf
 • Nemendur viti hvað getnaðarvarnir eru og þekki þær helstu.
  • Kunni að nota smokkinn og viti að hann er eina getnaðarvörnin sem minnkar líkur á kynsjúkdómum.
  • Þekki neyðargetnaðarvörnina og viti hvar má fá hana.
 • Nemendur viti hvað kynsjúkdómar eru, þekki smitleiðir þeirra og einkenni
  • Viti hvernig forðast má kynsjúkdómasmit
  • Viti hvert eigi að leita ef grunur er um kynsjúkdóm

Foreldrabréf:

                Bólusetning í 9. bekk

                Kynheilbrigði

10.bekkur

Kynheilbrigði.      

Foreldrabréf:

                Útskrift úr grunnskóla

Bólusetningar

7. bekkur

·         Bólusetning mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta).

·         Stúlkurnar eru einnig bólusettar gegn HPV veirunni (leghálskrabbameini), um er að ræða þrjár sprautur á skólaárinu.

9. bekkur

·         Bólusetning gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt (ein sprauta).

·         Fylgst er með því að börnin hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli landlæknis segja til um. Ef bólusetningar teljast ekki fullnægjandi er haft samband við foreldra/forráðamenn og þeir hvattir til að bæta úr því.  Mikilvægt er að barnið komi með bólusetningarskírteinið þegar bólusetning fer fram. Alltaf er send tilkynning til foreldra áður en bólusetning er framkvæmd.

·         Sjá ennfremur: Bólusetningar barna

Tannheilsa

·         Tannvernd og börn 6-12 ára

·         Tannvernd og ungt fólk

·         Um gjaldfrjálsar tannlækningar barna á vef SÍ

Lús

·         Vinnuferli

·         Ráðleggingar til foreldra.

·         Danskt myndband

Njálgur

·         Vinnuferli.

·         Ráðleggingar til foreldra

Slys og veikindi

·         Ef óhapp eða slys verður á skólatíma sér starfsfólk skólans um fyrstu hjálp. Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu forráðamenn fara með barninu. Þess vegna er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í forráðamenn á skólatíma.

·         Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt af skólaheilsugæslu.

·         Mikilvægt er að skólaheilsugæslan viti af börnum sem eru greind með langvinnan og/eða alvarlegan sjúkdóm, s.s. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma. Þessum börnum sinnir skólaheilsu­gæslan í samráði við forráðamenn barnsins. Útskýra þarf fyrir starfsfólki skóla meðferð, lyfjagjöf og fleira eftir þörfum með leyfi viðkomandi foreldra.

Lyfjagjafir

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættis eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Þar kemur meðal annars fram að nemendur skuli ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Nemendur skulu ekki hafa nein lyf undur höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Foreldrar/forráðamenn þeirra nemenda sem þurfa að taka lyf á skólatíma skulu hafa samband við skólaheilsugæslu sem skipuleggur lyfjagjafir á skólatíma.


 

 


  


Stoðþjónusta