Móttaka nýbúa

Móttaka nýbúa

Þegar erlendir foreldrar óska eftir skólavist fyrir barn sitt fá þeir upplýsingabækling sem til er á mörgum tungumálum. Þar er greint frá starfsemi grunnskólans, innritun, hlutverki foreldra o.s.frv. Nánari upplýsingar er að finna hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar undir krækjunni nýir Íslendingar.

Við fyrstu komu í skólann fær fjölskyldan afhent innritunarblað og bókaður er tími fyrir móttökuviðtal. Foreldrum er sérstaklega bent á að kynna sér hvað þeir þurfa að taka með í innritunarviðtalið, þ.e. upplýsingar um fyrri skólagöngu, s.s. einkunnir, greiningar, heilbrigðisvottorð og bólusetningarvottorð. Æskilegt er að barnið hafi fengið kennitölu.

Frekari upplýsingar um móttöku nýbúa er að finna á vefsíðu skólans en unnið er að gerð heilstæðrar móttökuáætlunar fyrir Seltjarnarnes í samvinnu við Fræðslusvið Seltjarnarness. 

Í 16. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir m.a.:

Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Með kennslunni er stefnt að virku tvítyngi þessara nemenda og að þeir geti stundað nám í grunnskólum og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi. Grunnskólum er heimilt að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku sem hluta af skyldunámi er komi í stað skyldunáms í erlendu tungumáli.


Stoðþjónusta