Sérkennsla og stuðningur

Sérkennsla

Grunnskóli Seltjarnarness

Skóli án aðgreiningar er það sem haft er að leiðarljósi við skipulagningu og framkvæmd sérkennslu við Grunnskóla Seltjarnarness.

Í því felst að skólinn sé fyrir öll börn á skólaskyldualdri sem búa á Seltjarnarnesi. Samkvæmt Grunnskólalögum 66/1995 grein 29 skal þess sérstaklega gætt að allir nemendur fái sem jöfnust tækifæri til náms og að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar.DSC03406
Jafnframt er tekið fram í þessari grein að í öllu skólastarfi skuli tekið mið af mismunandi persónugerð, þroska, hæfileikum, getu eða áhugasviðum nemenda. 37. grein sömu laga segir að „Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar... eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi. Kennslan getur verið einstaklingsbundin eða farið fram í hópi innan eða utan almennra bekkjardeilda, í sérdeildum eða í sérskóla.” Meginstefnan skuli vera sú að kennslan fari fram í heimaskóla.

Samkvæmt Reglugerð um sérkennslu nr. 389/1996 er sérkennsla skilgreind á eftirfarandi hátt:Sérkennsla felur í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Sérkennsla er skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans, jafnvel alla skólagöngu hans. Í sérkennslu felst m.a.: Gerð rökstuddrar námsáætlunar... byggð á upplýsingum um heildar-aðstæður nemanda og á athugun og mati á stöðu hans í námi og þroska. Kennsla skv. námsáætlun skipulögð skráning og regluleg endurskoðun á námsáætlun og kennslu.


Stoðþjónusta