Námsráðgjafi

Náms og starfsráðgjöf

 

Við Grunnskóla Seltjarnarness eru starfandi tveir náms- og starfsráðgjafar í fullu starfi. Hlutverk þeirra er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval.

Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða fyrir milligöngu starfsfólks skólans. Fyrrverandi nemendur eru einnig velkomnir. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars

  • að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur
  • að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum
  • að veita upplýsingar um nám, framhaldsskóla og atvinnulíf
  • að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið
  • að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla,
  • að undirbúa nemendur fyrir flutning milli skóla og skólastiga
  • að aðstoða nýja nemendur við aðlögun
  • að sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf
  • að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum í skólanum og gegn einelti
  • að taka þátt í að skipuleggja starfsfræðslu.

Ester Þorsteinsdóttir ester.thorsteinsdottir@seltjarnarnes.is er náms- og starfsráðgjafi í 1.–6. bekk. Skrifstofa hennar er í stjórnunarálmu Mýrarhúsaskóla. Sími 595-9200 eða 595-9208. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Ágústa Elín Ingþórsdóttir agustai@seltjarnarnes.is, er náms- og starfsráðgjafi í 7.–10. bekk. Skrifstofa hennar er í stofu 205a á 2. hæð Valhúsaskóla. Sími 595-9200 eða 595-9264. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi. 

Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu.


Skýrsla námsráðgjafa 2018 - 2019

Skýrsla námsráðgjafa 2017 - 2018

Skýrsla námsráðgjafa 2015-2016

Skýrsla námsráðgjafa skólaárið 2014-2015

Skýrsla námsráðgjafa skólaárið 2013 - 2014

Skýrsla námsráðgjafa skólaárið 2012-2013

Skýrsla námsráðgjafa skólaárið 2011 -2012

Skýrsla námsráðgjafa skólaárið 2010 -2011

 

 






Stoðþjónusta