Námsmat

Námsmat

Í Grunnskóla Seltjarnarness er lögð áhersla á fjölbreytt námsmat. Að hausti er ljóst hvernig meta á vinnu nemenda. Námsmatið miðast við hvern einstakling og þau markmið sem hann er að vinna að samkvæmt einstaklingsnámskrá eða skólanámskrá.

Próf eru stjörnumerkt í einkunnarbók ef nemandi hefur fengið aðra útgáfu af prófi en samnemendur hans. Slík próf eru einungis lögð fyrir með samþykki foreldra. Ekki þarf að stjörnumerkja próf ef nemandi er með sama prófið aðlagað s.s. með stærra letri, á lituðum pappír, tekið í annarri stofu, leyst með aðstoð ritara, leyst í tölvu eða munnlega. 


Stoðþjónusta