Samstarf

Samstarf

Samstarf í þágu nemenda er mikilvægur grundvöllur fyrir skóla án aðgreiningar. Þeir sem starfa með nemendum með sérþarfir koma að því verkefni með ólíka þekkingu og hæfni á bakinu og er því brýnt að þeir vinni saman, læri hver af öðrum og leysi sameiginlega úr því sem upp getur komið í daglegu amstri í skólanum. Í því samstarfi eru sveigjanleiki, traust og jafnræði milli þátttakenda lykilatriði til að vel gangi.

Samvinna umsjónarkennara og starfsfólks stoðþjónustu

Umsjónarkennari fundar með sérkennara, þroskaþjálfa og/eða stuðningsfulltrúa vikulega (hálfsmánaðarlega) til að fara yfir og undirbúa skipulag vikunnar, skipta verkum á milli aðila og til að leysa úr þeim málum sem upp hafa komið.

Teymi v. einstakra nemenda (foreldrasamstarf)

Í kringum hvern nemanda með sérþarfir er stofnað teymi fagmanna og annarra sem koma að stuðningi og kennslu nemandans. Teymið hittist reglulega yfir skólaárið og eru fundirnir ákveðnir í samráði við foreldra á fyrsta fundi haustsins. Í teyminu sitja umsjónarkennari, sérkennari, þroskaþjálfi, námsráðgjafi, stuðningsfulltrúi (eins og við á) ásamt foreldrum. Umsjónarkennari boðar fundina og skráð er fundargerð sem sett er inn á Mentor að loknum fundi og birt foreldrum.

Samstarf innan stoðþjónustu

Starfsfólk stoðþjónustu, sem starfar innan hvers stigs, hittist einu sinni til tvisvar sinnum á önn til að fara yfir stöðuna. Enn fremur funda sérkennarar hvers stigs einu sinni á hvorri önn (að lágmarki) til að fara yfir málefni nemenda og skipulag stoðþjónustunnar.



Stoðþjónusta