Lestrargreiningar
Lestrargreiningar
Lestrargreiningar
Reglulega eru lagðar fyrir nemendur skimanir í lestri sem gefa upplýsingar
um stöðu þeirra og námsframvindu. Sérkennari sem sér um sérkennslu í lestri
skoðar stöðu nemenda sinna og notar þær athuganir til að skipuleggja
kennsluna. Nemendum er yfirleitt vísað í lestrargreiningu við lok 3.
bekkjar ef það er mat sérkennara og umsjónarkennara að þörf sé á að skoða
lestrarerfiðleika nemanda frekar. Lestrargreiningar eru endurteknar í 9.
bekk ef þörf er talin á því.