Nemendur í 7.- 9.bekk verða að skila námsvali fyrir næsta skólaár í síðasta lagi 4.apríl.
Við minnum á að á morgun miðvikudaginn 16. febrúar er starfsdagur starfsfólks og á fimmtudag 17. febrúar og föstudag 18. febrúar er vetrarfrí.
Lesa meiraBleiki dagurinn hér í dag. Í íþróttum endaði fimleikatíminn með að skapa bleiku slaufuna.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 30. september í mildu og góðu veðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum. Lesa meiraÞá er komið að lokum skólaársins og verður dagskráin 9. og 10. júní eftirfarandi:
Miðvikudagur 9. júní : Vorhátíð Mýró frá 9:00 – 12:30. Foreldrafélagið sér um hoppukastala og fjör á skólalóðinni og grillar pylsur fyrir nemendur og starfsfólk.
Fimmtudagur 10. júní: Skólaslit
Lesa meiraVið minnum á að á föstudaginn 14. maí er starfsdagur Í Grunnskóla Seltjarnarness og því fellur kennsla niður þann dag.
Lesa meiraHið árlega Rótarý sundmót var haldið í blíðskapar veðri í dag.
Við í Valhúsaskóla vorum í lestrarátaki í febrúar og mars og endaði átakið á spurningakeppni.
Nú er komið að því að velja valgreinar fyrir næsta skólaár. Hér að neðan eru ýmsar upplýsingar vegna valsins.
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verða allir grunnskólar lokaðir frá og með morgundeginum til 1. apríl. Nemendur eru því komnir í páskafrí og við vonumst til þess að hitta alla hressa eftir páska en munum að sjálfsögðu senda upplýsingar um leið og þær berast okkur. Bestu kveðjur stjórnendur
Lesa meiraVið minnum á að á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar er starfsdagaur og engin kennsla. Á föstudag eru nemenda- og foreldrasamtöl og hefðbundin kennsla fellur því niður. Mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar er svo vetrarfrí. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. febrúar.
Lesa meiraÍ Valhúsaskóla erum við svo heppin að hafa kennaranema frá Danmörku. Þetta er hún Sidsel Dunkan Witt, 27 ára frá
Lára Jónatansdóttir, nemandi í 1 – KL, er ungur og upprennandi rithöfundur sem gaf nýverið út bók. Bókin heitir Smásögur Láru og inniheldur hún fjórar smásögur eftir Láru en hún teiknar líka myndirnar í bókinni. Við í Mýró erum rosalega stolt af þessari flottu stelpu og skólinn tryggði sér að sjálfsögðu áritað eintak.
Lesa meiraÍ dag var tilkynnt hver er vinningshafi í jólamyndasamkeppni fyrir jólakort Gróttu. Þetta er í 2. skiptið sem nemendur í 4. bekk í Mýró taka þátt í þessu verkefni með Gróttu.
Lesa meiraKærar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku í „jól í skókassa" verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness. Í ár söfnuðu nemendur, foreldrar þeirra og starfsfólk skólans 122 gjöfum og með þessum gjöfum gleðjum við 122 börn sem fá jólagjöf um þessi jól.
Við minnum á að engin kennsla verður á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember og fimmtudaginn 12. nóvember vegna nemenda- og foreldraviðtala.
Lesa meira
Nemendur og starfsfólk skólans þakkar foreldrafélaginu fyrir nammið og bollakökurnar sem gerðu hræðilega kósídaginn í Mýró var alveg hryllilega huggulegan. Takk fyrir góðan dag allir saman!
Lesa meiraLaugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott".
Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár
Lesa meiraVið minnum á að vetrarleyfi hefst á morgun fimmtudag 22.okt.
Þriðjudaginn 27.okt. er starfsdagur þannig að kennsla hefst að
nýju miðvikudaginn 28.okt. Vonum að þið njótið leyfisins.
Líkt og undanfarin ár tekur skólinn þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa.
Lesa meiraDagur íslenskrar náttúru var 16. september sl. og í tengslum við daginn unnu nemendur í 5. bekk með loftslagsbreytingar og hvað hver og einn getur gert til að leggja sitt af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
Lesa meiraGöngum í skólann verkefnið okkar hefst á morgun, fimmtudaginn 3. september, og stendur til 16. september.
Lesa meiraÁgætu foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness
Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs skólaárið 2020-2021. Vegna COVID19 munum við ekki boða til nemenda- og foreldraviðtala í byrjun skólaárs eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár nema í 1.bekk. Skólastjórnendur hafa sent póst með nánari upplýsingum um hvernig þessu verður háttað.
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1. – 6. bekk
Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs og hér er skipulag fyrir 8. og 9. júní, sem verða með nokkuð öðru sniði en venjulega vegna Covid-19. Okkur þykir það leitt en vegna Covid-19 getum við því miður ekki boðið aðstandendum að taka þátt í vorhátíðinni eða vera viðstaddir skólaslit í ár, hvorki í 1.-5. bekk né í kveðjuathöfn 6. bekkinga.
Lesa meiraVæntanlegir nemendur okkar í 1. bekk komu í sína þriðju heimsókn í vikunni. Flottir krakkar sem við hlökkum til að fá næsta vetur.
Fimmtudagur 7. maí
1. – 3. bekkur
1. bekkur
1. FR – stofa 208
1. HG – stofa 209
1. LJ – stofa 210
Engar breytingar á stundaskrá
Lesa meiraÁgætu foreldrar/ forráðamenn nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness
Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að búið sé að fresta verkfalli Eflingar frá miðnætti í kvöld.
Lesa meiraEins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Lesa meiraBolludagurinn er á mánudag, 24. febrúar. Þann dag er nemendum frjálst að koma með bollur með sér í nesti eða annað sparinesti ef nemendur borða ekki bollur (bara passa að það innihaldi ekki hnetur).
Á öskudag verður óhefðbundið skipulag í gangi.
Lesa meiraKomin er út handbók um notkun Mentors upplýsingakerfisins fyrir aðstandendur nemenda.
Undanfarnar vikur hafa 6. bekkingar farið í árlega heimsókn í Húsdýragarðinn.
Lesa meiraÍ tilefni af degi íslenskrar tungu lásu krakkar í 5.og 6. bekk í Mýrarhúsaskóla sögur fyrir börn.
Lesa meiraÍ gær kom slökkviliðið í heimsókn. Nemendur í 3. bekk fengu fræðslu um eldvarnir og slökkvibíllinn vakti mikla lukku.
Í morgun kom Bjarni Fritzson rithöfundur og las upp úr bók sinni Orri óstöðvandi og hefnd glæponanna.
Í haust hafa allir bekkir í Mýró útbúið bekkjarsáttmála. Hér eru myndir af þeim.
Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram fim. 3. október í töluverðu roki og rigningu.
Lesa meiraÁgætu foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness
Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs skólaárið 2019-2020. Skólaárið byrjar sem fyrr með viðtölum við nemendur og foreldra.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness óskar ykkur öllum gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans er nú lokuð en opnar á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst.
3AMS og 3ALS fóru með kennurum sínum Aðalheiði og Lilju Sif að týna rusl í náttúrurfræði. Nemendurnir eru búnir að vera læra um flokkun á rusli bæði í náttúrufræði og einnig í heimilisfræði í vetur og hafa sýnt þessu mikinn áhuga.
Lesa meiraÁgætu foreldrar
Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatali 2018-2019 að skólaslit hafa verið flutt fram um einn dag hjá 1.-9. bekk. Lesa meiraNemendur í 9. og 10. bekk Valhúsaskóla tóku fyrir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna út frá lögmálum nýsköpunar. Krakkarnir fóru í hugmyndavinnu þar sem þeir fundu nýjar lausnir á ólíkum umhverfisvandamálum og bjuggu þannig til vöru, þjónustu eða verkferli sem stuðlar að sjálfbærri þróun.
Lesa meiraÁ morgun, föstudaginn 3. maí, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 17. maí.
Valhúsaskóli tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskóla þann 5. mars síðast liðinn. Í ár voru þátttakendur keppninnar 330 talsins og komu frá 20 skólum.
Lesa meiraÍ tilefni dagsins gaf IBBY á Íslandi öllum grunnskólabörnum smásögu að gjöf.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ 27. mars.
Keppendur voru tólf talsins. Lesa meira5. bekkingar hafa í vetur spilað bingó við eldri borgara á Seltjarnarnesi.
Nú er komið að því að nemendur velji sér valgreinar fyrir næsta skólaár.
Lesa meiraLestrarátaki Ævars vísindamanns er lokið og lásu nemendur Mýrarhúsaskóla 1293 bækur og foreldrar sem tóku þátt 33.
Lesa meiraÍ morgun buðu nemendur 1. bekkja foreldrum sínum í skólann. Þar fluttu þeir verkefni um Benedikt búálf.
Í morgun fengu 6. bekkingar fræðslu um netöryggi. Sigurður frá samtökunum Heimili og skóli kom og spjallaði við nemendur.
Í dag komu leikskólabörn í aðra heimsókn sína í skólann. Þau hittu skólastjórana og fóru í smíði og Skólaskjólið.
Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar gömlu árin.
Lesa meiraÍ síðustu viku voru þemadagar í Mýró þar sem fjallað var um fullveldið.
Lesa meiraFöstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur að vanda og sýningar settar upp í salnum.
Lesa meiraÍ síðustu viku fengum við góða heimsókn frá konum í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi sem gáfu öllum nemendum í 1. - 6. bekk endurskinsmerki.
Lesa meiraKomið er nýtt app fyrir nemendur og aðstandendur sem gefur þeim kost á að fá allar nýjar skráningar frá skólanum beint í símann sinn.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 4.október þar sem lognið fór hratt yfir.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum. Lesa meiraSkrifstofa skólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og starfsfólk farið að hefja undirbúning fyrir nýtt skólaár.
Lesa meira
Skrifstofa skólans lokar vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 25. júní og verður lokuð til þriðjudagsins 7. ágúst.
Mýrin, árleg stuttmyndakeppni nemenda í 5. og 6. bekk var haldin nýlega. Að þessu sinni bárust 3 myndir, allar frá 5. bekkingum.
Lesa meiraLaugardaginn 26.5. voru veitt í Háskólanum í Reykjavík hvatningarverðlaun Kóðans en þau eru hluti af Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Grunnskóla Seltjarnarness og Seljaskóla.
Lesa meiraKennsla verður samkvæmt stundaskrá fram að mánaðarmótum með nokkrum undartekningum.
Lesa meiraHér kom úrslit frá Rótarýsundmótinu sem haldið var 4. maí síðastliðinn. Margar myndir frá verðlaunaafhendingunni eru í myndasafninu á heimasíðu skólans.
Lesa meiraGöngum í skólann verkefnið okkar hefst á morgun, þriðjudaginn 24. apríl, og stendur til 8. maí. Þetta er í 11. sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi. Í fyrra voru yfir 60 skólar á landinu skráðir til leiks.
Lesa meiraStærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í sautjánda sinn í Menntaskólanum í Reykjavík þann 13. mars síðast liðinn. Verðlaunaafhending fór fram á hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 8. apríl.
Lesa meiraNú er komið að því að nemendur í 7.-9. bekk velji sér valgreinar fyrir næsta skólaár. Hér er valbæklingur þar sem hægt er að finna lýsingar á því námsvali sem í boði er og hvetjum við fólk til að kynna sér inntak bæklingsins mjög vel.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Seltjarnarneskirkju í gær, 19. mars.
Lesa meiraHér fyrir neðan er skífurit þar sem við sjáum þátttöku eftir árgöngum í lestrarátaki Ævars vísindamanns.
Í vikunni kom til okkar Pálmar Ragnarsson og hélt fyrirlestra um jákvæð viðhorf og samskipti fyrir nemendur í 4. - 10. bekk.
Lesa meiraÍ nóvember hafa nokkrir rithöfundar heimsótt Mýró og lesið fyrir nemendur. Foreldrafélag skólans gaf skólanum veglega peningaupphæð til að kosta þessar heimsóknir.
Lesa meiraSíðastliðinn þriðjudag varð óvænt uppákoma á sal skólans, en þar voru allir nemendur í 4.-6. bekk samankomnir að hlýða á upplestur Gunnars Helgasonar.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Mýrarhúsaskóla. Sérstakir gestir voru elstu nemendur leikskólans.
Lesa meiraNú stendur yfir Bebrasáskorun og tökum við þátt í þriðja sinn. Í ár eru það 5. og 8. bekkir.
Lesa meiraVið viljum minna á að síðustu skiladagar í „Jól í skókassa“ eru í þessari viku. Best er að skila þeim á skrifstofu skólans. Kassarnir verða fluttir úr skólanum föstudaginn 10. nóvember.
Lesa meiraHér fyrir neðan er listi yfir námsgögn nemenda Valhúsaskóla næsta skólaár.
Lesa meiraStærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum.
Lesa meiraÍ morgun fóru 1. bekkingar í vel heppnaða ferð að Miðdal í Kjós. Í myndasafninu okkar eru fjölmargar myndir úr ferðinni.
Lesa meiraÁ morgun, þriðjudaginn 9. maí, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til mánudagsins 22. maí.
Markmið verkefnisins er að:
Lesa meiraRótarýsundmót Grunnskóla Seltjarnarness var haldið í blíðskapar veðri föstudaginn 5. maí. Framkvæmd mótsins tókst vel og keppendur voru allir til fyrirmyndar.
Lesa meiraÍ bliðunni í gær notuðu nemendur og starfsfólk tækifærið og voru sem mest utandyra. Hér eru myndir frá því í gær þar sem nemendur týna rusl og flokka og leika sér í góða veðrinu.
Lesa meiraStærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum.
Lesa meiraNú standa yfir Fjölgreindaleikar í Mýró. Á tveimur dögum fara allir á 24 mismunandi stöðvar. Nemendur þurfa að vinna saman þvert á aldur og reynir þá á samvinnu og samskipti nemenda sem er bæði gefandi og þroskandi og vonandi fá allir tækifæri til að njóta sín á því sviði sem þeir eru skerkastir í.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ í gær, 23. mars.
Keppendur voru tíu talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 23. mars n.k., kl.17:00, í Kirkjuhvoli, Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Lesa meiraDagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Krakkarnir í 6 bekk unnu öll að stærðfræði þennan dag.
Lesa meiraValó-Hagó dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Dagurinn byrjar á keppni í mörgum íþróttagreinum en endar á ræðukeppni og loks sameiginlegu balli.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2017 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 13. febrúar.
Lesa meiraSamræmd próf í 9. og 10. bekk verða haldin dagana 7. - 10. mars næstkomandi. Sjá töflu hér að neðan.
Lesa meiraÍ gær buðu 1. bekkingar foreldrum sínum á álfakynningu. Allir stóðu sig mjög vel. Hér eru myndir.
Lesa meiraRagnheiður Eyjólfsdóttir las fyrir nemendur í 7., 8., 9. og 10.bekk úr nýútkominni bók sinni Undirheimar : Skuggasaga.
Lesa meiraÍ síðustu viku var náttfata og bangsadagur í 5. bekk. Í myndasafninu eru nokkrar fleiri myndir.
Lesa meiraÁ mánudaginn kom slökkviliðið í heimsókn til 3. bekkinga. Þeir fengu að vita allt um eldvarnir og svo var sjúkra og brunabíll skoðaður.
Lesa meiraÍ var morgun ýmislegt í gangi í Mýró. Lotuhópur 5. bekkinga flutti landnámsleikrit undir stjórn Ingu Bjargar tónmenntakennara. Allir leikendur stóðu sig vel og áhorfendur höfðu gaman af . Fleiri lotuhópar munu sýna sama leikrit á næstunni.
Lesa meiraÞetta var í annað sinn sem skólinn tók þátt í þessu verkefni. Nú voru það 4. og 8. bekkingar. Alls tóku 1700 nemendur frá 38 skólum á Íslandi þátt.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Lesa meiraBebras áskorunin 2016 fer fram í skólum landsins vikuna 7. - 11. nóvember. Þetta er annað árið sem við erum með.
Lesa meiraVið viljum minna á að síðastu skiladagar í „Jól í skókassa“ eru í þessari viku. Best er að skila þeim á skrifstofu skólans. Kassarnir verða fluttir úr skólanum föstudaginn 11. nóvember.
Mörg börn hafa fengið skókassa í skólanum til að útbúa gjafir. Fleiri skókassar eru til.
Líkt og undanfarin ár tekur Mýrarhúsaskóli þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa. Hægt er að fá tóma skókassa í skólanum og eru þeir við útgöngudyr skólans á tveim stöðum meðan birgðir endast.
Lesa meiraSöngurinn auðgar og nærir andann og í dag var fyrsti söngfundur vetrarins haldinn á sal skólans. Það var dásamlegt að hefja daginn á ljúfum söng barnanna og að þessu sinni sungum við klassískar íslenskar vísur.
Lesa meiraÍ tilefni af forvarnardeginum heimsótti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Valhúsaskóla í morgun.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram miðvikudaginn 28. september í frábæru hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Lesa meiraMiðvikudaginn. 28. sept. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála. Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins. Ávalt hefur skapast skemmtileg stemning í skólanum þegar haldin hafa verið skólahlaup. Vonumst við til þess að svo verði einnig í ár og að allir mæti með bros á vör.
Lesa meiraÍ tilefni af alþjóðadegi læsis 8. september lásu nemendur úr sjötta bekk bækurnar Greppikló og Múmínsnáðinn og tungskinsævintýrið fyrir nemendur úr fyrsta og öðrum bekk á bókasafni Mýrarhúsaskóla.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars. Skólasetning á nýju skólaári verður miðvikudaginn 24. ágúst og hefst kennsla skv. stundarskrá sama dag. Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 20. júní til 2. ágúst.
Hér er listi yfir námsgögn sem nemendur Mýró þurfa næsta skólaár.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru úrslit í sundmóti Rótarý í Valhúsaskóla.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru nokkrar af mörgum frábærum stuttmyndum og kynningum sem 9. bekkingar unnu í dönsku.
Lesa meiraKrakkarnir í 5. bekk fóru í heimsókn á Þjóðminjasafnið í apríl í tengslum við þemavinnuna Víkingaöld - Landnám Íslands.
Lesa meiraNú er lokið mörgum sýningum í Mýró. Allir árgangar buðu foreldrum sínum á söngleik, ferðalag í tónum undir stjórn Ingu tónmenntakennara.
Lesa meiraÍ morgun heimsóttu Mýrarhúsaskóla félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni á Seltjarnarnesi. Tilgangur heimsóknarinnar var að stilla reiðhjólahjálma nemenda þannig að þeir komi að sem bestum notum.
Lesa meiraBörn hjálpa börnum – er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins. 5. bekkingar gengu í hús á Nesinu og söfnuðu í bauka.
Lesa meiraÞriðjudaginn 26. apríl, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 13. maí.
Markmið verkefnisins er að:
Lesa meiraNú er lokið vel heppnuðum þemadögum um umhverfisvernd og endurvinnslu í Mýró. Í tvo daga unnu nemendur í hópum þvert á árganga að ýmsum verkefnum.
Lesa meiraStærðfræðikeppni grunnskólanemenda var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík þann 8. mars síðast liðinn í fimmtánda sinn. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanemenda á stærðfræði og auka samstarf á milli grunnskóla og framhaldsskóla
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ í gær, 15. mars.
Keppendur voru tólf talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn, 15. mars n.k., kl.17:00, í Kirkjuhvoli, Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Lesa meiraÍ dag komu væntanlegir 1. bekkingar í heimsókn í skólann. Fyrsti viðkomustaður var tónmenntin er þar voru 4. bekkingar að æfa fyrir sýningu.
Lesa meiraKynningarfundur um innritun í framhaldsskóla
verður haldinn í fyrramálið kl. 8:10 á bókasafni Valhúsaskóla.
Foreldrar og forráðamenn 10. bekkinga eru sérstaklega boðnir velkomnir á þessa kynningu.
Krakkarnir í 5.bekk eru einbeittir í hópatímum. Í stærðfræði var spilað mælingabingó, í íslensku eru krakkarnir að skrifa sögu um tímaflakk og hanna tímavélar.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2016 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 22. febrúar.
Lesa meira
Fræðslufundur um örugga netnotkun barna var haldinn 17. febrúar sl. Á fundinn var boðið öllum 4. bekkingum og foreldrum þeirra.
Lesa meiraSetningarhátíð fór fram í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í morgun.
Lesa meiraÍ síðustu viku komu tilvonandi 1. bekkingar í heimsókn Mýró.
Lesa meiraÍ. janúar hófst í annað sinn lestrarátak Ævars vísindamanns. Átakið er hugsað fyrir 1. til 7. bekk og virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þau út lestrarmiða og einhver fullorðinn kvittar fyrir.
Lesa meiraÍ morgun sýndu 4. bekkingar helgileik. Þetta er árlegur viðburður í skólanum. Allir nemendur Mýró komu á 2 sýningar og í gær buðu þau elstu deildinni á leikskólanum að koma í heimsókn og sjá helgileikinn.
Lesa meiraBertha María Ársælsdóttir matvælafræðingur vann nýlega úttekt á matseðlum og framreiðslu máltíða í skólanum.
Lesa meiraÍ vikunni buðu nemendur í 2. bekk foreldrum sínum í heimsókn í skólann og sýndu þeim helgileik.
Lesa meiraÍ morgun heimsótti Þorgrímur Þráinsson rithöfundur 4. -6. bekkinga og las upp úr nýrri bók sinni, sem heitir ,,Ég elska máva".
Lesa meiraÍ síðustu viku buðu 6. bekkingar foreldrum í heimsókn til að sýna þeim Norðurlandaverkefni sín og jólaföndra saman. Það eru margar myndir í myndamöppu á heimasíðunni
Lesa meiraÍ gærmorgun fóru rúmlega 40 börn úr 5. og 6. bekkjum á allar deildir leikskólans til þess að lesa fyrir nemendur þar.
Lesa meiraÍ morgun komu slökkviliðsmenn í skólann til að fræða 3. bekkinga um eldvarnir.
Lesa meiraNemendur í 6. og 7. bekk í Textílmennt, ásamt nemendum í vali í Saumum og hönnun hafa hannað og saumað innkaupatöskur sem við ætlum að vera með til sölu í skólanum þann 18. nóvember, þegar nemendaviðtöl fara fram.
Mörg börn hafa fengið skókassa í skólanum til að útbúa gjafir í „Jól í skókassa“ verkefninu.
Nú þegar eru komnir nokkrir fallegir kassar fullir af gjöfum í skólann og vonandi koma fleiri.
Lesa meiraÍ vikunni heimsóttu okkur fjögur skáld. Þau eru Kristjana Friðbjörnsdóttir, Ævar Þór Benediksson, Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason.
Lesa meiraViltu vita meira um nýja námsmatið í grunnskólum? SAMFOK standa fyrir umræðu- og fræðslufundi um nýtt námsmat þar sem gestum gefst tækifæri til að hlýða á erindi, bera upp fyrirspurnir og taka þátt í umræðum.
Lesa meiraHér eru þeir bekkir sem stóðu sig best þetta haustið í Gengið í skólann.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram síðastliðinn miðvikudag, 30. september. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir þetta skólaárið en nemendur og starfsfólk Valhúsaskóla létu það aldeilis ekki á sig fá.
Lesa meiraMiðvikudaginn. 30.sept. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála.
Lesa meiraSkólastjórnendur voru með kynningarfundi fyrir foreldra í 4., 7. og 10. bekk á ýmsu sem varðar skólastarfið.
Góð mæting var á fundina en áherslan var á lestur/læsi og hlutverk foreldra í lestrarnámi barna sinna og nýtt námsmat í 10. bekk.
24. og 25. ágúst munu nemendur í 1.-10.bekk mæta ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara.
Lesa meiraHér er listi yfir þau námsgögn sem nemendur í 1. -6. bekk Mýró þurfa næsta vetur.
Lesa meiraHið árlega Rótarý-sundmót var haldið síðastliðin föstudag, 29. maí. Mótið heppnaðist afar vel og var veður með besta móti.
Lesa meiraHið árlega Rotarýsundmót Grunnskóla Seltjarnarness var haldið föstudaginn 29. maí í blíðskaparveðri í Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meiraMiðvikudaginn 29. apríl, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 15. maí.
Markmið verkefnisins er að:
Lesa meiraUndanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk lesið og unnið með Íslendingasöguna Njálu. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af sögunni.
Lesa meiraVið unnum okkar riðil 5. mars í Mýrinni Garðabæ. Það á að sýna þáttinn á RUV nk. miðvikudag kl. 20.05.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 18. mars.
Keppendur voru tólf talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin miðvikudaginn, 18. mars n.k., kl.17:00, í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2015 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 17. febrúar.
Lesa meiraÍ vikunni kom hópur leikskólabarna í heimsókn. Þau heilsuðu upp á Rut í Skólaskjólinu, skólastjórnendur og núverandi 1. bekkinga. Þetta er flottur hópur sem við hlökkum til að fá næsta vetur.
Lesa meiraNú er að fara í gang röð fyrirlestra frá SAFT í 6.-10. bekk. Fyrirlestrarnir tengist netnotkun unglina.
Lesa meiraNemendur í fyrsta bekk fóru í vikunni í skemmtilega heimsókn á Árbæjarsafn. Þar fengu þau fræðslu og skoðuðu hús og hluti frá því í gamla daga.
Lesa meiraÚttektarskýrsla vegna mötuneyta skólanna, sem unnin var nú í desember er hér fyrir neðan.
Lesa meiraÍ morgun heimsótti slökkviliðið 3. bekkinga í Mýró. Allir fengu fræðslu um brunavarnir almennt og sérstaklega hvað á að passa um jólin.
Lesa meiraÍ gær fór fram hátíð í Való, en skólinn fékk afhentan grænfána í þriðja sinn. Nemendur Mýró gengu allir saman yfir í Való til að taka þátt í hátíðarhöldum.
Lesa meiraHér eru nokkrar myndir frá 1. KL sem fór að hitta gamla vini á leikskólanum.
Lesa meiraÞað var líf og fjör í dag á bangsa og náttfatadegi skólans. Flestir komu með mjúk dýr og á safninu var sögustund.
Í myndasafninu eru margar myndir.
Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi fagnaði 40 ára afmæli á miðvikudag með fjölbreyttri dagskrá í skólanum þar sem fram komu núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar og slógu á létta strengi.
Lesa meiraÍ vetur hefur 2.bekk verið skipt upp í 5 vinnuhópa nokkra tíma á viku. Í þessum hópum höfum við verið með fjölbreytt verkefni.
Lesa meiraMargar skemmtilegar myndir af 5. bekkingum eru nú komnar í myndasafnið okkar!
Lesa meiraMiðvikudaginn 1. okt. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins. Lesa meiraÍ Valhúsaskóla eru núna þrír kennaranemar frá Háskólanum í Århus, Heidi Lund Pedersen, Laura Nielsen Middelhede og Stephanie Hansen.
Lesa meiraÍ þemanáminu í 8. bekk læra nemendur um eldfjöll og eldgos. Hér koma nýju spjaldtölvurnar að góðum notum.
Lesa meiraFöstudaginn 5. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 25. sept. Þetta er í áttunda sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi.
Lesa meiraÍ 14 ár höfum við átt vinaskóla í Malaví. Síðastliðið haust kom ráðuneytisstjóri menntamála í Malaví í heimsókn til okkar og sagði að það sem allra helst skorti í skóla í Malaví væri lesefni. Við erum svo heppin að undafarin ár hafa DHL hraðflutingar sent fyrir okkur án endurgjalds kassa til Malaví.
Lesa meiraGrunnskóli Seltjarnarness hlaut á dögunum jafnréttisviðurkenningu bæjarins. Jafnréttisviðurkenninguna hlutu einnig Tónlistarskóli bæjarins og Bókasafn.
Lesa meiraFöstudaginn 9. maí var Rotarýsundmót skólans haldið í blíðskapar veðri.
Lesa meiraHér eru próftöflur í 8. - 10. bekk:
Lesa meiraÍ dag komu fulltrúar Kiwaninshreyfingarinnar í skólann og afhentu 1. bekkingum reiðhjólahjálma. Kærar þakkir Kiwanis og Eimskip sem styrkti þessa gjöf.
Lesa meiraTilvonandi nemendur í 1. bekk komu í sína síðustu skólaheimsókn fyrir skólabyrjun í vikunni. Við hlökkum til að fá ykkur í haust. Hér eru nokkrar myndir.
Lesa meiratilbúnar og aðgengilegar á einum stað. Það er Landsbankinn, bakhjarl Skólahreysti, sem stóð fyrir myndatökunni og færir ykkur gæðamyndir í góðri upplausn.
Lesa meiraDagana 13. og 17. mars 2014 var haldin fiskréttakeppni í Valhúsaskóla, fimmtaárið í röð.
Nemendur sem hafa heimilisfræði sem valgrein tóku þátt í keppninni og sýndu þau snilldartilþrif, mikinn metnað og áhuga.
Lesa meiraÍ febrúar voru nemendur 5. bekkjar í ritunarátaki sem lauk með smásagnakeppni. Nemendur fengu tvær vikur til að skrifa smásögu sem þeir skiluðu svo undir dulnefni. Síðastliðinn föstudag var verðlaunaafhending og er óhætt að segja að gífurleg eftirvænting hafi verið í hópnum þegar sigurvegarar voru tilkynntir.
Lesa meiraValhúsaskóli sigraði sinn riðil í Skólahreysti 27.mars 2014 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi
Til hamingju Való :-)
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju, Garðabæ í gær, 26. mars.
Keppendur voru þrettán talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Lesa meiraÍ myndasafninu okkar eru nú fjöldi mynda frá öskudegi bæði úr Mýró og Való,
Lesa meiraÁ öskudag 5. mars ætlum við, nemendur og starfsfólk, að eiga saman skemmtilegan dag í samvinnu við foreldrafélagið og Selið. Vonumst við til að allir sjái sér fært að mæta í grímubúningum eða furðufötum en án vopna.
Í síðustu viku komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn í Mýró. Hér eru myndir af hópunum með Ólínu skólastjóra.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2014 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í gær, 12. febrúar.
Lesa meira
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um námsval næsta skólaár.
Lesa meiraÍ myndasafnið okkar eru nú komnar myndir af 4. bekkingum. Þeir hafa í síðasta mánuði unnið ýmis verkefni og verið með náttfata og spiladag,
Lesa meiraUndanfarna daga hafa nemendur Való undirbúið jólin. Skólinn er skreyttur, bekkirnir með þema þar sem hver bekkur valdi sér land og kynnti jólasiði þess.
Lesa meiraÞessi flotti snjókarl varð til í hádegisfrímínútum í dag. það voru nemendur í 5. og 6. bekk sem bjuggu hann til.
Lesa meiraKrakkarnir í 1.bekk eru alveg svakalega dugleg í skólanum. Þau eru jákvæð, vinnusöm, tilltisöm og hjálpleg. Alveg frábærir krakkar á ferð.
Lesa meiraRithöfundurinn Hilmar Örn Óskarsson kynnti bækurnar sínar um Kamillu vindmyllu fyrir 3. og 4 bekk á bókasafni skólans.
Lesa meiraÍ dag var skreytingadagur í Mýró. Þá hittust vinabekkir og föndruðu jólaskraut sem m.a. er notað til að skreyta jólatré skólans.
Lesa meiraFimmtudaginn 19. des. og föstudaginn 20. des. verður skólahald sem hér segir:
Lesa meiraÞetta flotta frumsamda jólalag á dönsku er samið af nokkrum drengjum úr 9. bekk og einum úr Hlíðaskóla.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert hinn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Lesa meiraKærar þakkir fyrir 110 gjafir í „jól í skókassa“ verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness í ár sem bárust frá nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki skólans. Hver einasta gjöf skiptir máli því hún er gjöf til barns sem býr við mjög erfiðar aðstæður í Úkraínu hvort sem það er munaðarlaust, fatlað, sjúkt eða býr við fátækt. Með þessum gjöfum gleðjum við 110 börn sem fá jólagjöf um þessi jól. Alls söfnuðust 4.586 gjafir á landinu öllu. Innilegar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku.
Hugmynda og teiknisamkeppni fyrir nýtt merki Mýrarhússkóla gekk vonum framar. Margar góðar tillögur bárust en tvær voru valdar og þeim skeitt saman.
Lesa meiraMinnum á foreldra-og nemendaviðtöl þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13.11. Skólaskjólið verður opið.
Bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýró að vanda. Allir mættu í náttföfum með bangsana sína og yngstu bekkirnir fóru á bókasafnið að hlusta á bangsasögu.
Lesa meiraNemendur í 9. og 10. bekk geta farið í efnafræði í vali. Í áfanganum er áhersla lögð á tilraunir og verklega kennslu og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Nemendur hafa t.d. rannsakað suðumark mismunandi vökva, hreyfingu sameinda og lit frumefna við brennslu með svokölluðu logaprófi.
Lesa meiraDagur náms- og starfsráðgjafar var 20. október. Markmið með deginum er m.a. að auka sýnileika stéttarinnar. Ein leið til að bæta þjónustu og aðgengi að námsráðgjafa er að nota samskiptamiðla.
Lesa meiraBleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýrarhúsaskóla í morgun. Nemendur og starfsfólk mætti flest allt í einhverju bleiku.
Lesa meira9. bekkur fór í hina árlegu haustferð dagana 26. og 27. september.
Lagt var af stað frá skólanum á fimmtudagsmorgni og ekið inn í Hvalfjarðarbotn. Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram föstudaginn 1. október í frábæru hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Lesa meiraNámsráðgjöf Valhúsaskóla hefur opnað Facebooksíðu. Síðan er öllum opin. Hún er upplýsingasíða fyrir nemendur og forráðamenn um náms-og starfsráðgjöf skólans.
Við í 3. LAS fórum upp á Valhúsahæð í dag í tilefni af degi íslenskrar náttúru, sem var 16. september.
Lesa meiraForeldrafélag skólans stendur nú fyrir lúsaskoðun allra nemenda Grunnskóla Seltjarnarness.
Lesa meiraMiðvikudaginn 4. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 18. sept. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi. Í fyrra voru 63 skólar á landinu skráðir til leiks.
Lesa meiraHér eru nokkrar myndir teknar í morgun, við skólasetningu og í frímínútum í Mýró.
Lesa meiraÁ lokahátíð skólans fór fram stuttmyndakeppni. Alls komu inn 7 myndir í keppnina. Dómnefnd var sammála um að myndinBlómið væri besta mynd keppninnar. Hún er hér
Lesa meiraÞemadagar í Mýró voru í síðustu viku. Vegna veðurs varð að flytja flestar útistöðvar inn. En allir höfðu gaman af og skemmtu sér vel við þau fjölbreyttu verkefni sem í boði voru. Hér eru margar myndir.
Lesa meiraGrunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan sess í skólastarfinu bæði haust og vor. Komin er nokkur hefð á að gera umferðarfræðslu, ekki síst hjólreiðum og umferðaröryggi hátt undir höfði þessa daga.
Skólasafn Mýró stóð fyrir mjög spennandi spurningakeppni um bækur og höfunda í síðustu viku.
Lesa meiraÁ dögunum fékk hópur nemenda úr 5.LJ það verkefni að taka sér stöðu tímabundinnar ritstjórnar fréttablaðs 5. bekkjar. Á fyrsta ritstjórnarfundi voru efnistök og uppsetning blaðsins skipulögð með hugarkorti. Því næst var verkefnum skipt bróðurlega á milli ritstjórnarmeðlima og hafist handa við að skrifa niður viðtöl, afla efnis og taka ljósmyndir fyrir blaðið.
Lesa meiraNýlega var haldin fiskréttakeppni í Való. Nemendur á námskeiðunum Góða veislu gjöra skal og Heimilisfræði tóku þátt.
Lesa meiraNemendur í 10. bekk hafa verið að vinna stuttmyndir í enskutímum og fengu fræðslu og tilsögn hjá Marteini Sigurgeirssyni um handritagerð og myndatökur.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimilinu í Garðaholti, Garðabæ í gær, 19. mars.
Keppendur voru ellefu talsins. Þeir komu frá Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Lesa meiraNú erum við á fullu að pakka niður í kassa því dóti sem nemendur hafa safnað fyrir vinaskólann okkar.
Lesa meiraÞað er orðin fastur liður í skólastarfinu í Mýrarhúsaskóla að hafa lestrarsprett tvisvar á ári. Annan að hausti og hinn að vori. Vorspretturinn hófst núna sl. mánudag og mun standa fram að páskaleyfi.
Lesa meiraValhúsaskóli stóð sig með prýði í Skólahreysti í gærkveldi. Þau lentu í 3. sæti sem er glæsilegur árangur. Til hamingju krakkar vel gert !
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn, 19. mars n.k., kl.17:00, í Félagsheimilinu í Garðaholti, Garðabæ.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2013 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 5. mars.
Lesa meiraÍ gær fékk Grunnskóli Seltjarnarness Grænfánann afhentan í annað sinn. Af því tilefni var haldin hátíð.
Lesa meiraNú hafa verið valdir fjórir þátttakendur úr hverjum 7. bekk til að keppa í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2013.
Lesa meiraNemendur 4. bekkja sýndu samnemendum sínum og starfsfólki leiksýningu um lífið á Íslandi í gamla daga.
Lesa meiraFramhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu bjóða nemendum í 10. bekk og foreldrum/ forráðamönnum þeirra í opin hús þar sem skólarnir kynna námsframboð og skólastarf. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um dagsetningar opnu húsanna vorið 2013.
Lesa meiraÞað var fjör í Mýró og Való á öskudaginn, eins og sjá má á fjölda mynda sem teknar voru.
Lesa meiraNemendur í 1.bekk buðu foreldrum sínum á álfaskemmtun síðastliðinn fimmtudag. Hér eru nokkrar myndir
Lesa meiraÞessar myndir eru teknar þegar nemendur úr 3.bekk heimsóttu 1.bekk í tilefni af Skákdegi Íslands sem haldinn er 26.janúar.
Lesa meiraÍ síðustu viku fóru nemendur úr 1.-ERK og 1.-KL í álfaleit með vasaljós uppá Valhúsahæð.
Lesa meiraHér fyrir neðan birtast niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskóla Seltjarnarness árið 2012. Gerður er samanburður á meðaltali Grunnskóla Seltjarnarness, Reykjavíkurborgar og landsins alls.
Lesa meiraÁ jólaballi Való 20.des. sl. var tilkynnt um vinningshafa í árlegri smákökusamkeppni skólans.
Lesa meiraEftir að jólaprófum lauk í Valhúsaskóla var skólastarf brotið upp á ýmsan hátt.
Lesa meiraÞað var jólalegt og skemmtilegt á jólaböllum Mýró í gær. Hurðaskellir kom í heimsókn, 6. bekkingar sýndu leikrit og Jói dans stjórnaði dansinum kringum jólatréð vel. Hér eru margar myndir frá jólaböllunum.
Lesa meiraLitlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum í morgun. Hér eru myndir frá Það var lagið , bráðfjörugri og skemmtilegri keppni í Való og frá helgileik 4. bekkinga í kirkjunni.
Lesa meiraSenn líður að jólum og vinsælasti leikur allra tíma "Tarsanleikur" er nú í íþróttum þessa viku.
Lesa meiraAð kvöldi sunnudagsins 2. des. lá leið fjölmargra í kirkjuna á árlegt aðventukvöld. Sr. Karl Sigurbjörnsson flutti hugleiðingu, Litlu snillingarnir og Gömlu meistararnir sungu undir stjórn þeirra Ingu Bjargar Stefánsdóttir tónlistarkennara og organista kirkjunnar og Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, organista og kórstjóra.
Lesa meiraÍ morgun kom rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason í heimsókn og las úr nýju bókinni sinni.
Lesa meiraNemendur í 7. bekk eru að læra um varmaorku þessa dagana. Meðal verkefna sem þau leysa er að framkvæma tilraunir um hreyfingu sameinda við mismunandi hitastig og um endurvarp varmageisla á mismunandi litum og áferðum.
Lesa meiraSíðustu daga hafa nemendur í 5. og 6. bekk farið í leikskólann og lesið fyrir leikskólabörn.
Lesa meiraNemendur og starfsfólk Mýró héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan í morgun. Það var margt skemmtilegt sem boðið var uppá á sýningum á sal skólans.
Lesa meiraNú er hafin sala á nýrri Való peysu. Hún er öll hin glæsilegasta, með nýju merki,hönnuðu af Tómasi Óla í 8. HB.
Lesa meiraInnilegar þakkir fyrir góða þátttöku í ár. Alls söfnuðust 163 skókassar í verkefninu „jól í skókassa“ til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu frá nemendum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki skólans.
Lesa meiraÍ síðustu viku komu systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn í heimsókn til 3. og 4. bekkinga.
Lesa meiraÍ morgun kom Leikhópurinn Kraðak í Mýró og sýndi nemendum skemmtilegt umferðarleikrit.
Lesa meiraNú er fyrstu lotu vetrarins lokið. 5. bekkingar unnu ýmis verkefni í textílmennt.
Lesa meiraÍ dag er norræni bangsadagurinn haldinn hátíðlegur. Nemendur og starfsfólk skólans hafði það huggulegt og mætti í náttfötum með bangsa.
KSÍ, Lyf og heilsa, útvarsstöðin FM 957, rannsóknarstofa Landspítalans í vefjafræði, Leifsstöð, Landhelgisgæslan, World Class/einkaþjálfari, Björnsbakarí, Hljóðverið Stúdío Sýrland, veitingaþjónustan Veislan, Nýherji/TM Software, Borgarleikhúsið, Snyrtistofan Jóna, Íslenski dansflokkurinn, vinnustofa Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu, augnlækningastofan Sjónlag, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Icelandair hótel, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Dýraspítalinn í Víðidal, vinnustofa Brynju Valdísar leikkonu, Nordica Spa, Ikea Landspítalinn/yfirsálfræðingur og veitingastaðirnir Hamborgarafabrikkan, Kolabrautin, Fiskmarkaðurinn/ Grillmarkaðurinn, Ruby Tuesday.
Lesa meiraSíðustu þrjár vikurnar hefur Göngum í skólann átakið okkar verið í gangi. Síðastliðið haust náðum við þeim frábæra árangri að yfir 90% nemenda í 1. – 6. bekk tóku þátt í átakinu og stuðluðu með því að hreinna lofti og minni bílaumferð við skólana.
Í síðustu viku komu iðjuþjálfar frá Landspítala í heimsókn í skólann í tilefni skólatöskudaga. Þeir heimsóttu 1. og 3. bekki.
Lesa meiraSíðastliðinn fimmtudag fóru Litlu snillingarnir í upptökuver í Hafnarfirði til að aðstoða Ásgeir Trausta við lag sem hann er að gefa út.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram föstudaginn 28. september í þokkalegu hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum. Lesa meira1.KL fór í gönguferð um umhverfi skólans og skoðuðu umferðarmerki í tilefni af umhverfis-og umferðarviku.
Lesa meiraFöstudaginn 28.september kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála. Lesa meiraDagana 17. – 18. september fór 9. bekkur í Valhúsaskóla í haustferð í Hvalfjörð í dásamlegu veðri.
Lesa meiraFyrir um ári síðan gaf Anna Birna Jóhannesdóttir kennari skólanum veglegt veggspjald sem hún hefur látið gera með myndum af villtum plöntum á Seltjarnarnesi. Myndirnar hefur hún sjálf tekið og í framhaldinu fór hún að taka saman upplýsingar um jurtir og ekki síst lækningamátt þeirra.
Lesa meiraNú hefur göngum í skólann átakið okkar staðið í rúma viku og þátttakan er mjög góð þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Í velflestum bekkjum er þátttakan eitthvað í kringum 90% og sumir bekkir hafa náð mörgum dögum þar sem allir sem einn koma gangandi eða hjólandi í skólann.
Lesa meiraForeldrafélag skólans hefur gefið skólanum góðar gjafir við margvísleg tækifæri. Nú í vor voru skólanum færð tvö Weber grill sem vígð voru á vorhátíðinni.
Lesa meiraMiðvikudaginn 5. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 26. sept. Þetta er í sjötta sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir mataráskrift og skápalykla inn á rafrænt Seltjarnarness.
Í eftirfarandi skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskóla Seltjarnarness. Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis um úttektir á grunnskólastigi.
Lesa meiraHér eru innkaupalistar fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla skólaárið 2012-2013
Undanfarin ár hafa nokkur félagasamtök, m.a. Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum 1. bekkingum á landinu hjólahjálma.
Lesa meiraNemendur í dönskuvali fóru ásamt kennurum sínum til Kaupmannahafnar í maí mánuði. Heimsóttir
voru tveir skólar, Kildegårdskólinn og íþróttalýðháskólinn í Gerlev , farið í Tívolí, Bakken og kíkt á helstu staði í miðborg Kaupmannahafnar.
Árlegt sundmót Rótarý var haldið í lok maí. Mótið gekk vel og stóðu krakkarnir sig frábærlega.
Lesa meiraVikuna 7.-11. maí 2010 fór 7. bekkur í Valhúsaskóla í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Tveir aðrir skólar voru á sama tíma þannig að hópurinn var rúmlega 100 krakkar. Rakel og Soffía F kennarar fóru með krökkunum.
Lesa meira
Valhúsaskóli fór með sigur af hólmi í Morgron eða Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis. Kepptu Hagaskóli og Valhúsaskóli til úrslita í keppninni. Umræðuefnið var stríð, Hagaskóli var með og Valhúsaskóli á móti.
Lesa meira
Nú hafa nemendur Namazizi fengið kassana tvo sem sendir voru í mars fullir af ritföngum til Malaví.
Lesa meiraMinnum á að föstudaginn 18. maí er starfsdagur og Skólaskjólið er lokað.
30. apríl síðastliðin keppti ræðulið Valhúsaskóla í undanúrslitum MORGRON.
Lesa meiraÍ morun heimsóttu Mýrarhúsaskóla félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni á Seltjarnarnesi. Tilgangur heimsóknarinnar var að stilla reiðhjólahjálma nemenda þannig að þeir komi að sem bestum notum.
Lesa meiraÍ síðustu viku fóru 5. og 6. bekkingar Mýró í Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð nemendum að koma og hlusta á tónverk sem tengjast vorinu.
Lesa meiraNemendur í Mýrarhúsaskóla fögnuðu degi umhverfisins með ýmsum útiverkefnum síðastliðinn miðvikudag..
Lesa meiraMikil þátttaka er í Göngum í skólann sem stendur yfir fram á mánudag. Allt hjólafólkið notar hjálma og raðar hjólunum sínum fallega upp í hjólagrindurnar. Hér eru myndir sem teknar voru í morgun.
Lesa meira
Nemendur sem hafa heimilisfræði sem valgrein tóku þátt í keppninni og sýndu þau snilldartilþrif, mikinn metnað og áhuga.Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða en hana skipuðu þau Jói kokkur, Svala, Helga Kristín og Ella.
Lesa meira
Fimmtudaginn 12. apríl hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 30. apríl. Síðastliðið haust náðum við þeim frábæra árangri að yfir 90% nemenda komu gangandi eða hjólandi í skólann. Kannski tekst okkur að gera betur núna.
Lesa meiraNemendur 4. bekkja spiluðu félagsvist nú í vikunni. Eins og sjá má á myndunum var það hörku fjör.
Krakkarnir í 2. bekk buðu foreldrum sínum í heimsókn í morgun til þess að sýna þeim verkefnin sem hafa verið unnin undanfarnar vikur.
Lesa meira7. bekkingar fóru á skauta í Skautahöllina Laugardal. Nemendur skemmtu sér vel og ferðin gekk vel.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 15. mars.
Keppendur voru tíu talsins. Þeir komu frá Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Lesa meiraÍ dag föstudaginn 16. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr! Starfsfólk skólans brást vel við þessari áskorun eins og myndirnar sýna:
Lesa meiraÁ ráðstefnunni Virkni á efri árum sem haldin var á Grand hóteli í dag sungu kórarnir hennar Ingu tónmenntakennara. Kórarnir Litlu snillingarnir og gömlu meistararnir sungu saman nokkur lög og stóðu sig með prýði.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 15. mars n.k., kl.17:00 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meira
Valhúsaskóli stóð sig með prýði í Skólahreysti. Þau lentu í 4. sæti og voru aðeins hálfu stigi frá bronsmedalíu og ostakörfu.
Til hamingju krakkar þetta er glæsilegur árangur !
Lesa meiraÍ morgun var nemendum í 3. og 4. bekk boðið á tónleika í matsalnum. Tónleikarnir eru á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla.
Lesa meiraHér fyrir neðan getur þú séð fjölda mynda frá öskudeginum í Mýró og Való.
Lesa meiraValó Hagó dagurinn var í gær. Hér eru margar myndir sem teknar voru í íþróttahúsinu.
Lesa meira
Undankeppni fyrir Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2012 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag,15. febrúar.
Ellefu nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði. Lesa meiraMánudaginn 6. febrúar héldu 1. bekkingar upp á að þau voru búin að vera 100 daga í skólanum.
Lesa meiraStrákarnir í 7. ABJ héldu bekkjarskákmót í síðustu viku. Sigurvegarinn var Sveinn Rúnar Másson.
Lesa meiraBörnin í 2. bekk fóru út í dag á Degi stærðfræðinnar og unnu stærðfræðiverkefni.
Lesa meiraFöstudaginn 27. janúar fer fram undankeppni fyrir söngkeppni Samfés í Félagsheimili Seltjarnarness. Undankeppni þessi er landshlutakeppni fyrir „Kragann" svokallaða og verða 9 félagsmiðstöðvar af þessu svæði sem taka þátt.
Lesa meiraSíðdegis í gær fylltist Valhúsaskóli af 10. bekkingum og foreldrum þeirra. Þetta voru nemendur Valhúsaskóla og skólanna í vesturbæ Reykjavíkur.
Lesa meiraUndanfarin tvö ár hefur hópur eldri kynslóðar Nesbúa hist í smíðastofu
Valhúsaskóla. Hópurinn ýmist lagfærir hluti, rennir og sker út.
Í janúar koma elstu nemendur leikskólans í fyrstu heimsókn sína af þremur í Mýrarhúsaskóla. Alls eru þetta tæplega 40 börn sem koma í tveimur hópum. Lesa meira
Nýlega var haldin söngvakeppni Való og Selsins. Það voru sex atriði sem tóku þátt og voru öll atriðin glæsileg.
Lesa meiraTvö jólaböll voru í Mýró þann 20. des. Þar sýndu 6. bekkingar leikrit, Jói dans stjórnaði dansinum og jólasveinninn kom og gaf börununum nammi.
Nemendur 4. bekkja fluttu að venju helgileik fyrir þessi jól. Þau stóðu sig með prýði og allir áttu hátíðlega stund í kirkjunni.
Lesa meiraMánudaginn 19. des. og þriðjudaginn 20. des. verður skólahald með óhefðbundnum hætti.
Lesa meiraÁ degi íslenskrar tónlistar 1. des. sungu allir nemendur Mýró lögin þrjú sem spiluð voru samtímis á öllum útvarpsstöðvum. Þá var skreytingadagur og eru stofurnar nú vel skreyttar.
Lesa meiraHér er stutt myndband af 10. ÞHM á Skólaþingi, en þau heimsóttu Alþingi fyrr í vetur.
Lesa meiraÞað var líf og fjör í Való í morgun. Stofur voru skreyttar, allir komu saman á bókasafni og sungu í tilefni dags ísl. tónlistar og svo verður 1. des. ball 10. bekkinga í kvöld.
Lesa meiraÍ gær komu slökkviliðsmenn í heimsókn í 3. bekk í tilefni af árlegri eldvarnarviku. Þeir ræddu við nemendur og fræddu þá um eldvarnir heimilisins og sýndu þeim búning slökkviliðsmanna.
Lesa meiraSíðastliðinn föstudag var haldið handboltamót innan bekkja skólans. 8.-10.bekkir kepptu hver við annan.
Lesa meiraNemendur í 2.bekk fóru ásamt kennurum sínum í heimsókn á Bókasafn Seltjarnarness s.l. fimmtudag.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Mýrarhúsaskóla í morgun. Allir árgangar komu með skemmtiatriði sem þeir höfðu æft. Tvær skemmtanir voru haldnar fyrir 1.-6. bekk, með atriðum frá öllum árgöngum.
Lesa meiraVerkefnið „Jól í skókassa“ fer vel af stað.
Við söfnum jólagjöfum til bágstaddra barna í Úkraníu og setjum þær í skókassa.
Lesa meiraSkólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir efri bekki grunnskóla. Nemendur svara spurningalista
á netinu og við lok hvers mánaðar fá skólastjórnendur niðurstöður birtar á sínu heimasvæði hjá Skólapúlsinum.
Hér eru nokkrar myndir af hreingerningarfólki og stoltum bökurum í heimilisfræðitímum í Való.
Lesa meiraAnna Birna Jóhannesdóttir kennari við Grunnskóla Seltjarnarnes er mikil áhugamanneskja um náttúru Seltjarnarness. Hún hefur í mörg ár fylgst með gróðurfari og tekið myndir af öllum villtum plöntum sem hér finnast, ásamt því að miðla þekkingu sinni til nemenda.
Lesa meiraSkemmtilegum Afríkudögum er nú lokið. Við fengum heimsókn frá Þróunarsamvinnustofun Íslands. Gunnar Salvarsson sýndi myndir frá skólum í Malaví og Mósambik og fræddi nemendur um líf og starf krakka í Afríku.
Lesa meiraNýverið fóru 6. bekkir á vinnumorgna í Húsdýragarðinum. Krakkarnir fengu að taka þátt í umhirðu dýranna og fengu um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf. Krökkunum var skipt í þrjá hópa sem fengu úthlutað tveimur til þremur dýrategunum hver og sinntu þeim.
Lesa meiraMinnum á að sýningin Stólafjör er opin til 17.október á Bókasafni Seltjarnarness.
Hér eru nokkrar myndir af nemendum í 3. bekk að vinna verkefni í íslensku. Verkefnin eru unnin út frá hugmyndafræði byrjendalæsis og vinna nemendur 4 saman í hópi, en hópaskipting er þvert á bekki.
Lesa meiraNemendur í 3. bekk fóru út í dag að leika sér með tölur. Krakkarnir eru að læra allt um þriggjastafa tölur. Hver nemandi valdi sér eina þriggjastafa tölu og skirfaði á blað.
Lesa meiraNú stendur yfir á Bókasafni Seltjarnarnarness sýningin Stólafjör, sem er hluti af dagskrá Lista- og menningarviku Seltjarnarness.
Lesa meiraÍ morgun, fimmtudaginn 5. okt., var hinn árlegi forvarnardagur haldinn í 5. sinn. Nemendur í 9. bekk Valhúsaskóla söfnuðust af því tilefni saman á bókasafni skólans og tóku virkan þátt í dagskránni.
Lesa meira. Munið að nú þarf að skrá sig inn á myndasíðuna.
Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 29. október í góðu hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum . Lesa meiraHér eru myndir af gull - silfur og brons vinningshöfum. Til hamingju !
Lesa meira
Fimmtudaginn 30. september kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála. Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins.
Lesa meiraÁsta Vilhjálmsdóttir og Móeiður Gunnlaugsdóttir kynntu verkefni nemenda í 7. og 8.bekk á opnu húsi Menntavísindasviðs KHÍ í Kennaraháskólanum laugardaginn 18.september.
Lesa meiraÁ morgun, 1. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 21. sept. eða í þrjár vikur. Þetta er í fimmta sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn.
Lesa meiraÍ 7. – 10. bekk (Valhúsaskóla) geta nemendur verið í áskrift að heitum mat og er gengið frá því á rafrænu formi í gegnum Rafrænt Seltjarnarnes.
Lesa meiraÞað er ánægjulegt að sjá hve mörg börn koma gangandi eða hjólandi í Mýrarhúsaskóla þessa fyrstu daga í fylgd fullorðina.
Lesa meiraVerslunin Hugföng tekur saman pakka með vörum sem nemendur í 1.- 6. bekkjum þurfa að kaupa. Smelltu hér
Hin árlega stuttmyndakeppni, Mýrin fór fram hinn 27, maí s.l. Fjórar myndir tóku þátt að þessu sinni.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness fór í lok maí í námsferð til Minneapolis.
Lesa meiraComenius – Heimsóknir í skóla í Manisa í Tyrklandi í verkefninu „One smile makes all languages sound
the same“ og til bæjarins Kiwióli í Eistlandi í verkefninu „Culture in a box“
Lesa meiraAnna Birna Jóhannesdóttir kennari í 8. bekk hefur undanfarið haldið fyrirlesta um flóru Seltjarnarness.
Lesa meiraNemendur í 8. ABJ lásu Gunnlaussögu í vetur og unnu úr henni á nýstárlegan hátt.
Lesa meiraNemendum í 3. og 6. bekk var boðið að skoða Lögreglustöðina við Hverfisgötu nýlega. Þar fengu þau að skoða mörg tæki og tól sem lögreglan notar til að halda uppi lögum og reglu og fræðast um starfsemina.
Lesa meiraVikuna 9.-13. maí fór 7. bekkur í Valhúsaskóla í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Þar var margt skemmtilegt brallað og margt nýtt lært.
Lesa meiraMikið fjör var í matsal skólans bæði hjá yngri og eldri hóp nemenda í dag. Fimm uppáhalds Eurovisionlögin ómuðu frá breiðtjaldi og allir dilluðu sér og höfðu gaman meðan hádegismaturinn var borðaður.
Lesa meiraMargir bekkir eru með hátt í 100% þátttöku. Hér eru myndir sem teknar voru í morgun í nágrenni Mýrarhúsaskóla af nemendum á leið í skólann.
Lesa meira1. bekkingar fóru í gær í sveitaferð. Að þessu sinni fóru þau að skoða dýrin og njóta náttúrunnar í Miðdal í Kjós.
Lesa meiraHér eru upplýsingar um þau námskeið sem verða í boði fyrir börn og unglinga sumarið 2011.
Lesa meiraÍ dag komu félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni í sína árlegu heimsókn í skólann.
Lesa meiraNemendur úr dönskuvalinu fóru í 6 daga ferð til Kaupmannahafnar í apríl. Þeir heimsóttu 10.bekk úr Rosenlundskóla sem hafði heimsótt Való síðastliðið haust.
Lesa meiraForeldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.
Lesa meira
Veðrið lék við starfsfólk og nemendur á degi umhverfisins í gær þegar allir árgangar Mýrarhúsaskóla fóru út að njóta náttúrunnar og læra undir berum himni.
Lesa meiraGöngum í skólann hefst á fimmtudaginn 28. apríl og stendur til 13. maí. Við keppum um Gullskóinn eins og alltaf.
Lesa meiraÁ morgun, miðvikudaginn 27. apríl er Dagur umhverfisins hjá okkur í Mýró.
Lesa meiraÍ dag fimmtudaginn 14.apríl fóru nokkrir strákar í 8.bekk í göngutúr m.a. til að skoða moltugerð Steinunnar garðyrkjumeistara Seltjarnarness, en hún lumar á ýmsu sem kemur smíðastofum vel.
Lesa meiraÍ morgun fengum við góða gesti í heimsókn sem fluttu okkur dagskránna Raddir þjóðar.
Þetta voru þeir Sigurður Flosason, saxófónleikari og Pétur Grétarsson, tölvuhljómborðsleikari
Á degi barnabókarinnar, þann 31. mars hófst lestrarsprettur í Mýrarhúsaskóla og stendur hann fram að páskafríi. Nemendur keppast við að lesa sem mest á hverjum degi, bæði í skólanum og heima.
Lesa meiradag kom stór hópur væntanlegra sex ára barna í sína þriðju og síðustu heimsókn í skólann. Þau fengu skólabók til að læra í og höfðu með sér nesti.
Lesa meiraValhúsaskóli sigraði sinn riðil í íþróttahúsinu Austurbergi þann 31. 3. síðastliðinn. TIL HAMINGJU VALÓ!!
Lesa meiraKennarar í Valhúsaskóla voru í skólaheimsókn í Mlodóv í Póllandi í síðustu viku en heimsóknin er liður í Evrópusamstarfsverkefni í lífsleikni.
Lesa meiraStyrktartónleikar fyrir krabbameinssjúk börn verða haldnir í Félagsheimili Seltjarnarness þann 27. mars nk.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 24. mars n.k., kl.17:00 í Tónlistarskóla Garðabæjar.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru margar myndir frá heimsókn 5. bekkinga í síðustu viku á Þjóðminjasafnið.
Lesa meiraÍ dag stendur yfir sýning á verkum sem hópur
nemenda hefur unnið í tengslum við Comeniusar verkefnið “Climate and
Energy Awareness”.
Nemendur í 10. bekk fóru í skíðaferð til Dalvíkur 28. febrúar - 2. mars. Það var tekið vel á móti okkur á Dalvík. Við gistum í Pleisinu sem er félgagsmiðstöðin á staðnum.
Lesa meiraMeðfylgjandi er tengill á niðurstöðu rannsóknar á vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi. Um er að ræða niðurstöður rannsókna á meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarsnesi árið 2010.
Lesa meira
Eins og flestum er kunnugt hefur verkefnið barnaföt fyrir barnaheimili í Tógó, sem krakkarnir í 7. og 8. bekk í Való hafa verið að vinna í saumum í samstarfi við Sóley og félaga, gengið frábærlega vel og nú höfum við hafið frekara samstarf.
Lesa meiraDagana 24. og 25. febrúar verða þemadagar hjá 1.-6. bekk hér í skólanum. Hefðbundið skólastarf verður brotið upp og nemendum skipt upp í hópa þvert á árganga.
Lesa meiraSöfnunin Börn hjálpa börnum
Nú stendur yfir söfnunin Börn hjálpa börnum sem ABC barnahjálp stendur fyrir. Söfnunarféð í ár verður notað til þess að kaupa húsgögn í skóla sem samtökin reka í Pakistan, en þar hafa nemendur setið á gólfinu.
Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í gær, 17. febrúar.
Lesa meiraKrakkarnir í 5. bekk nutu góða veðursins á skólavellinum eftir hádegi í dag. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag.
Lesa meiraNú er komið að hinum árlega Való-Hagó degi. Hér er dagskráin.
Lesa meiraNemendur í 4. LAS og 4. SB buðu foreldrum sínum á sýningu í sal skólans. Efni sýningarinnar var líf og störf fólks á árum áður.
Lesa meiraÍ vor fer rúmlega 60 manna hópur frá Grunnskóla Seltjarnarness í námsferð til Minneapolis. Tilgangur ferðarinnar er tveggja daga framhaldsnámskeið í Uppeldi til ábyrgðar (Teaching Restitution in the Classroom). Auk þess verður farið í heimsókn í tvo skóla í borginni, annan fyrir yngri nemendur en hinn fyrir unglingastigið.
Lesa meiraHér eru síðbúnar myndir teknar í desember 2010 af nemendum Való. Þetta eru ferðalagamyndir og frá jólaskemmtun.
Lesa meira1.KL fór í gönguferð í síðustu viku og heimsótti vinnustað móður eins nemanda bekkjarins.
Lesa meiraKennarar hafa nú yfirfarið stefnu heimanáms í framhaldi af tilraun sem gerð var í nóvember sl.
Lesa meiraÍ gær kom hluti elstu nemenda leikskólans í heimsókn í Mýrarhúsaskóla. Þetta var stór hópur, 24 börn og eftir viku kemur hinn hluti árgangsins í heimsókn.
Lesa meira,,Enginn hringur er algjörlega hringlaga, ekkert horn er fullkomlega rétt" er nafn sýningar sem nú stendur yfir á bókasafni Valhúsaskóla.
Lesa meiraÞorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í morgun og las úr bók sinni Þokan. Bókin er mjög spennandi og hlustuðu krakkarnir af athygli.
Lesa meiraÍ gærmorgun buðu 10. bekkingar eldri borgurum á Seltjarnarnesi upp í dans.
Lesa meiraDagana 16. og 17. des. verður hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur gera ýmislegt skemmtilegt með umsjónarkennurum sínum.
Lesa meiraMánudagur 20. des. - Jólaskemmtanir
9:00 – 10:00 1. KL, 2.HG, 3.HF, 5.GUG, 6.GIE.
10:30 – 11:30 1.MKJ, 3.IÓÞ, 4.LAS, 5.HGO, 6.LBÞ.
12:00 – 13:00 1. SIJ, 2.FR, 4.ERK, 6.KH.
Hér eru myndir af jólaundirbúningi í skólanum. Fleiri myndir munu bætast við næstu daga.
Lesa meiraHér er piparkökuuppskrift frá Steinunni heimilisfræðikennara í Való sem nemendur hennar hafa bakað að undanförnu.
Lesa meiraNú hafa borist niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4.,7. og 10.bekk
Lesa meira. Smellið á viðburðir (við hlið frétta) til að sjá viðburði desembermánaðar í Mýró.
Lesa meiraNemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarnar vikur saumað föt sem gefa á börnum sem búa á barnaheimili í Tógó.
Lesa meira
Hinn árlegi laufabrauðsdagur verður haldinn í Mýrarhúsaskóla laugardaginn 4. desember frá kl. 9:30 – 14:00.
Lesa meiraNemandi sá til þeirra og brást rétt við með því að láta Helgu Kristínu vita. Þjófarnir stukku út úr skólanum og í áttina að íþróttahúsinu þegar Helga kom á vettvang.
Lesa meira6. bekkur LBÞ bauð í morgun 1. bekkingum til skemmtunar á sal.
Lesa meiraÍ vikunni fór 4. bekkur í vettvangsferð að Bygggarðsvör, fyrir neðan Ráðagerði, að skoða fornar minjar. Þar má greina gamlar verbúðir, vel sést móta fyrir vörinni þar sem bátarnir voru teknir upp, veggir sem hlaðnir voru þegar verið var að þurrka fisk sjást líka vel sem og hlaðnir sjóvarnargarðar.
Lesa meira
Í morgun fengu nemendur í 2. bekk til sín góðan gest. Guðrún Helgadóttir rithöfundur kom og las fyrir krakkana úr nýjustu barnabókinni sinni Lítil saga um latan unga.
Lesa meiraSlökkviliðið mætti í árlega heimsókn í 3. bekk í gær í tilefni af eldvarnarviku.
Lesa meiraÞað verður jólabókakynning á Bókasafni Seltjarnarness 24. nóvember 2010 kl. 17.
Þorgrímur Þráinsson og Sigrún Eldjárn lesa úr bókum sínum.
Í gær, 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á sal skólans.
Í tilefni dagsins fluttu nemendur, leikrit, sögur og ljóð.
ADHD-samtökin hafa gefið út fróðlegan margmiðlunardisk. Hann var gefinn öllum skólaskrifstofum og grunnskólum í landinu.
Lesa meiraFöstudaginn 12. nóvember kom Ólafur Oddur Sigurðsson formaður Glímusambands Íslands og var með fræðslu og kynningu á glímu hjá 6. bekk. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og sýndu góða takta.
Lesa meiraHér er uppskrift af mjög góðum fiskrétti sem er vinsæll meðal nemenda í Való.
Bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýrarhúsaskóla sl. föstudag. Nemendur mættu með uppáhaldsbangsann sinn í skólann og til þess að gera daginn enn notalegri mættu nemendur sem og flestir kennarar í náttfötunum sínum.
Lesa meiraFimmtudaginn 3. nóvember var sérstök dagskrá á bóksafni Valhúsaskóla, fyrir 9. bekk, í tilefni Forvarnardagsins sem haldinn var um allt land.
Lesa meiraNemendur Mýrarhúsaskóla hafa verið duglegir í ár, eins og undanfarin ár að pakka dóti í skókassa til að gleðja börn í Úkraínu um jólin.
Lesa meiraSíðustu daga hafa verið þemadagar um þarfir. Hér eru nokkrar myndir frá Való sem teknar voru í morgun.
Lesa meira
Út er komið fréttabréf foreldrafélags skólans.
Það má finna hér
Nemendur Valhúsaskóla héldu hátíðlegan alþjóðlegan sparifatadag í gær með því að mæta í sínu fínasta pússi.
Lesa meira
Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram föstudaginn 1. október í góðu hlaupaveðri, en rigningu.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið fram
er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum og kennurum.
Lesa meira
Föstudaginn 1.október kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála.
Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins.
Mjög góð þátttaka var í átakinu - göngum í skólann sem er nýlokið. Í flestum bekkjum tóku þátt milli 80-90 % nemenda.
Lesa meira
Í vikunni voru hér kennarar frá Búlgaríu, Lettlandi og Tyrklandi í heimsókn
. Þeir voru hér vegna samstarfsverkefnis okkar í Comenius
, One smile makes all languages sound the same, en þetta er
verkefni í lífsleikni þar sem meginmarkmiðið er að skapa samstöðu og samlyndi
meðal nemenda, kennara og skólasamfélags viðkomandi landa á jafnréttisgrundvelli
án hvers kyns fordóma.
Lesa meiraÍ dag hófst evrópsk samgönguvika með því að félagskonur í Slysavarnarfélaginu Vörðunni fylgdust með umferðinni við Mýrarhúsaskóla og gáfu vegfarendum góð ráð
Lesa meira
Göngum í skólann“- verkefnið 2010 hefst miðvikudaginn 8. september. Verkefnið er alþjóðlegt og milljónir barna víðs vegar um heiminn taka þátt í því með einum eða öðrum hætti. Þetta er fjórða árið sem Ísland tekur þátt í þessu verkefni og tóku 35 skólar hér á landi þátt á síðasta ári.
Lesa meiraVegna mikils álags á kerfið er erfitt að skrá nemendur í matar og skápaáskrift. Vinsamlegast reynið aftur seinna í dag. Allir nemendur fá mat í dag.
Endurmenntun kennara er veigamikill liður í skólastarfi og jákvæð reynsla af endurmenntunarnámskeiðum mikilvæg. Með það í huga lögðu stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness af stað með nýtt snið af námskeiðum þar sem áhersla var lögð á þátt kennaranna sjálfra í að skipuleggja sína eigin endurmenntun.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru innkaupalistar fyrir nemendur Való skólaárið 2010-2011
Lesa meiraHér er innkaupalisti fyrir nemendur í 1. - 6.bekk skólaárið 2010-2011. Hægt er að kaupa pakkana í versluninni Hugföng á Eiðistorgi.
Lesa meiraÞann 4. júní s.l. kvöddu 6. bekkingar Mýrarhúsaskóla, 10. bekkingar útskrifuðust og Grunnskóla Seltjarnarness var slitið.
Lesa meiraNámsferð frönskunema til Parísar 23.-30. apríl 2010 var ævintýraleg. Vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli lengdist ferðin úr fjórum dögum í átta.
Lesa meiraVelheppnaðir Vorleikar Valhúsaskóla voru haldnir 3. júní sl. Krakkarnir voru frábærir og kennarar léku með af mikilli ánægju. Keppt var í hinum ýmsu greinum sem reyndu á mismunandi þætti svo sem hraða, snerpu, útsjónasemi og sköpunargáfu.
Lesa meiraVið hér á safninu sendum 5. bekk og kennurum okkar bestu kveðjur og þökkum fyrir heimsóknina á safnið.
Lesa meiraNemendur 7.bekkjar unnu verkefni um fjallahringinn sem blasir við okkur frá Valhúsahæðinni.
Lesa meiraHér er dagskrá fyrir fimmtudaginn 3. júní í 1. -6. bekk:
Lesa meira6. bekkur fór í hjólaferð siglingaklúbbinn Siglunes í Nauthólsvík s.l. fimmtudag.
Lesa meira5. bekkur fór á Þingvelli þann 26. maí í frábæru veðri. Sól og blíða allan tímann.
Lesa meira3. bekkur fór í fjallgöngu upp á Úlfarsfell í frábæru veðri. Sól og blíða allan tímann.
Lesa meiraNú standa yfir þemadagar í Való. Hér eru fyrir neðan eru myndir frá ýmsum ferðum og uppákomum síðustu daga.
Lesa meiraUndanfarna daga hafa nemendur verið að fræðast um húsdýrin í náttúrufræði. Lokaverkefnið var vettvangsferð á sveitabæinn Grjóteyri.
Lesa meiraÞar sem misskilnings hefur gætt hjá einhverjum nemendum varðandi skólahald næstu daga viljum við upplýsa um eftirfarandi:
Í tilefni árs líffræðilegs fjölbreytileika ákváðu Umhverfisráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóður – sjóður æskunnar til ræktunar landsins, að efna til viðburða undir merkinu Græna bylgjan, sem er alþjóðlegt verkefni í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika 22. maí.
Lesa meiraSundmót Rótarý var haldið föstudaginn 21.maí. 5. - 10. bekkur kepptu í 25m skriðsundi og 25m bringusundi.
Lesa meiraVikuna 10.-14. maí fór 7. bekkur að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í Reykjaskóla sækja nemendur námskeið frá kl. 9:30 til kl. 17:00 á daginn, en á kvöldin
eru haldnar kvöldvökur með leikjum og skemmtiatriðum.
Sundmót Rotary verður haldið föstudaginn 21. maí. Að þessu sinni keppa nemendur úr 5. og 6. bekk og svo unglingastigið.
Í morgun fóru 2. A og 2.B saman í fjöruferð. þar var unnið verkefnið "Fjársjóðsleit í fjörunni,,.
Lesa meiraVinningshafar í keppninni Göngum í skólann árið 2010 eru 6.A og 8.ÁV.
Lesa meiraMiðvikudaginn 28.apríl fór 2. bekkur í Gróttuferð. Krakkarnir fundu gæsahreiður með 5 eggjum.
Lesa meiraHér er að finna upplýsingar um vorpróf í 8., 9. og 10. bekk.
Lesa meiraFimmtudaginn 29. apríl sungu Magni Ásgeirsson, Eva Björk og Lilja Björk lagið True colors í tilefni útgáfu þess á geisladiski.
Lesa meiraÍ stöðvavinnu í dag skreyttu krakkarnir í 1.B geisladisk með laginu True colours sem sönghópurinn Meistari Jakob gefur út.
Lesa meiraElstu nemendurnir á Sólbrekku settust á skólabekk nýlega. Þeir unnu ýmis skólaverkefni og kynntust krökkunum í 1. bekk.
Lesa meiraFélagar í Slysavarnarfélaginu Vörðunni komu í skólann fimmtudaginn 15. apríl. Þeir töluðu við nemendur í 2. - 7. bekkjum um hjálmanotkun og öryggismál og stilltu hjálmana fyrir börnin.
Lesa meiraÍ dag (27. apríl) héldum við í Grunnskóla Seltjarnarness upp á dag umhverfisins.
Lesa meiraRafræn innritun í framhaldsskóla fer fram í næstu viku, 12.-16. apríl. Nemendur geta endurskoðað val sitt 7.-11. júní.
Lesa meiraHér er bæklingur og valblöð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk skólaárið 2010 - 2011
Lesa meiraSíðasta dag fyrir páskaleyfi nemenda hélt starfsfólk Valhúsaskóla
ljótu-fata keppni.
Nemendaráð Valhúsaskóla stóð fyrir páskabingói í Miðgarði síðasta dag fyrir
páskaleyfi.
Verðlaun voru afhent s.l. föstudag þeim nemendum sem unnu í fiskréttakeppni
Valhúsaskóla.
Árshátíð Valhúsaskóla og Selsins verður fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:00 í félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin er fyrir alla nemendur skólans og stendur til klukkan 23:30.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 23. mars.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn 23. mars n.k., kl.17:00 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meiraSAFT efnir til netspurningakeppni, í samstarfi við Evrópusambandið, ætluð nemendum á aldrinum 9 til 15 ára.
Lesa meiraNú í dag hófst lestarsprettur sem stendur yfir fram að páskaleyfi. Markmiðið er að bæta árangur síðan í haust en þá lásu nemendur 868 bækur eða 53.867 blaðsíður í samskonar spretti.
Lesa meiraNemendur í Valhúsaskóla fjölmenntu í Skólahreysti sl. fimmtudag 25. febrúar kl. 19.00
Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 23. febrúar.
Lesa meiraNæstkomandi fimmtudag, 25.2. mun Valhúsaskóli taka þátt í keppninni Skólahreysti en keppnin fer fram í íþróttahúsinu Austurbergi. Boðið verður upp á rútuferð frá Valhúsaskóla kl. 18:20 og heim aftur að keppni lokinni. Mikilvægt er að þeir sem fara með rútunni skili sér í rútuna strax að keppni lokinni eða láti kennara vita ef breyting verður á áætlun þeirra.
Lesa meiraÍ síðustu viku komu nemendur af Mánabrekku og Sólbrekku í heimsókn í skólann.
Lesa meiraÍ gær, öskudag mættu bæði nemendur og kennarar í búningum og unnu að skemmtilegum verkefnum.
Lesa meiraFimmtudaginn 4. febrúar var Hagó-Való dagurinn svokallaður haldinn hátíðlegur. Hefðbundin kennsla féll niður frá kl. 12:00, en þá lagði skrúðganga af stað frá báðum skólunum að íþróttahúsi Seltjarnarness.
Lesa meiraFimmtudaginn 4. febrúar munu Valhýsingar keppa við Hagaskóla í hinum ýmsu keppnisgreinum. Unglingarnir skipulögðu viðburðinn í samvinnu við nemendur úr Hagaskóla og eiga mikið hrós skilið.
Lesa meiraÍ dag voru birt úrslit í samkeppni um myndefni á skólapeysur fyrir krakka í Mýró. Milli 30 og 40 tillögur bárust og voru sumar þeirra svo vel unnar að erfitt var að velja. Nemendaráðið valdi nokkrar sem komust í úrslit og síðan verðlaunatillöguna út frá því.
2.-A og 2.-B fóru í gönguferð á Valhúsahæð sem er leynistaðurinn þeirra.
Lesa meiraElstu nemendur leikskólanna komu í heimsókn í Mýrarhúsaskóla í gær og í dag. Fjóla deildarstjóri og Rut forstöðumaður Skólaskólsins tóku á móti þeim og spjölluðu við þá.
Lesa meiraMánudaginn 25. janúar byrja nýir hópar í sundi í 5. og 6. bekkjum.
Föstudaginn 29. janúar byrja nýir hópar í sundi í 1. bekkjum.
Þriðjudaginn 9. febrúar verður svo hópaskipting hjá 2., 3. og 4. bekkjum.
Lesa meiraHin árlega þrettándabrenna Grunnskóla Seltjarnarness verður miðvikudaginn 6. janúar. Dagskráin hefst hjá Mýrarhúsaskóla kl. 17.
Lesa meiraNemendur og starfsfólk hefur unnið að því að laga ýmislegt sem betur hefur mátt fara í umhverfismálum skólans síðasta eina og hálfa árið.
Lesa meiraÞað voru glæsilegir 10. bekkingar sem í morgun buðu eldri borgurum á Seltjarnarnesi til sannkallaðrar dansveislu.
Lesa meiraÞað var fjör í samsöng í dag hjá 1. og 3. bekkingum sem sungu jólalögin af miklum móð undir stjórn Ingu tónmenntakennara.
Lesa meiraÞað var jólalegt yfirbragð á veitingum og fólki í samstöðukaffinu í gær.
Lesa meira10. bekkingar héldu sína árlegu 1. des. hátíð með miklum ágætum. Krakkarnir sýndu söngleikinn Chicago, í leikstjórn Uglu Egilsdóttur og var sýningin hjá þeim frábær.
Lesa meiraÁ yngsta stigi og miðstigi var hefðbundið skólastarf brotið upp og vinabekkir unnu saman í hópum.
Lesa meiraNemendur í 3., 4. og 6. bekk fengu á dögunum kynningu á hláturjóga í leiklistartíma.
Lesa meiraNú stendur yfir eldvarnarvika í grunnskólum landsins. Í tilefni af því fengum við slökkviliðið í heimsókn og í morgun var haldin brunaæfing í skólanum.
Lesa meiraMánudaginn 23. nóvember voru árlegir tónleikar Tónlistarskólans hjá 1. bekk undir stjórn þeirra Ólafar Maríu og Sigríðar Friðjónsdóttur.
Lesa meiraHin árlega bókakynning fyrir börnin verður á Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17:00.
Í tilefni Dags íslenskrar tungu fór stór hópur 5. og 6. bekkinga í heimsókn á leikskólana, Sólbrekku og Mánabrekku, í morgun, til að lesa fyrir börnin
þar.
Dagur íslenskrar tungu var að venju haldinn hátíðlegur með ýmsu móti.
Lesa meiraÁ Seltjarnarnesi er mjög víðsýnt og fjallahringurinn fallegur. Börnin fóru upp á Valhúsahæð að útsýnisskífunni og var fjallahringurinn skoðaður og örnefni rifjuð upp.
Lesa meira8. RMÓ og 8. ÁV unnu verk sem nú eru til sýnis á bókasafninu í Való.
Lesa meiraÍ dag mætti starfsfólk og flestir nemendur skólans í grænum fötum í tilefni af umhverfisviku skólans.
Lesa meiraNemendur í Grunnskóla Seltjarnarness-Mýrarhúsaskóla tóku þátt í söfnuninni Jól í skókassa eins og undanfarin ár. Söfnunin gekk mjög vel og það tókst að safna 160 kössum, sem sendir verða Úkraínu.
Lesa meiraHér eru nokkrar myndir af áhugasömum nemendum í náttúrufræðivali í 10. bekk
að gera tilraunir.
Í dag fengu 10. bekkingar tannfræðing í heimsókn. Guðrún tannfræðingur fræddi nemendur og mikilvægi þess að bursta tennur reglulega og nota tannþráð.
Lesa meiraSAFT- Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.
Lesa meiraFöstudaginn 30. október verður alþjóðlegi bangsadagurinn haldin hátíðlegur á skólabókasafni Mýrarhúsaskóla.
Lesa meiraNemendur í 5. bekk hafa verið að lesa smásögur eftir fjóra íslenska rithöfunda. Eftir hverja sögu var unnið verkefni inni í verkefnabók sem nemendur saumuðu saman í upphafi skólagöngu.
Lesa meiraBörnin í 3. bekk fengu að hafa með sér spil í skólann föstudaginn 9. október. Í síðasta tímanum spiluðu börnin svo saman og fengu að ganga á milli stofa, skoða og spila hin ýmsu spil.
Lesa meiraSinfóníuhljómsveit Íslands bauð grunnskólanemendum á tónleika 8. október. Flutt var svíta úr balletti Ígors Stravinskíj við gamalt rússneskt ævintýri um Eldfuglinn.
Lesa meiraNæstu tvær vikurnar (7. – 21. október) verður lestrarsprettur í skólanum á yngsta og miðstigi.
Það var svo sannarlega örtröð á bókasafninu þegar nemendur voru að ná sér í bækur til þess að lesa. Allir lesa a.m.k. 15 mínútur á dag í skólanum og einnig heima.
Nýir skólaráðgjafar hafa verið kosnir í 6. bekkjunum fyrir yfirstandandi skólaár.
Lesa meiraFöstudaginn síðasta var kosið í nemendaráð skólans fyrir komandi vetur. Hlutverk nemendaráðs er að stýra félagsstarfi félagsmiðstöðvarinnar og skólans í samráði við nemendur- og stjórnendur skólans og stjórnendur félagsmiðstöðvarinnar.
Lesa meiraGöngum í skólann átakinu okkar lauk í síðustu viku og á föstudaginn komu úrslitin í ljós. Þátttakan var með eindæmum góð og hefur aukist frá síðasta skólaári.
Það voru einbeittir krakkar sem við hittum fyrir í heimilisfræðistofunni á föstudaginn.
Lesa meiraÁvaxtastundin hefur tekist vel. Mjög margir eru í áskrift og nemendur virðast ánægðir með úrvalið. Hver nemandi fær litla litríka skál með nokkrum ávaxtabitum, mismunandi hverju sinni.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram miðvikudaginn 9. september í blíðskaparveðri. Nemendur voru jákvæðir og kátir og stóðu sig almennt með prýði. Eins og áður hefur komið fram er holl hreyfing og samvera í fallegu umhverfi aðalmarkmið hlaupsins.
Lesa meiraVegna mikillar umferðar við byggingar grunnskólans höfum við áhyggjur af öryggi nemenda á leið til og frá skóla. Þröngt er við skólana og aðstæður til að keyra nemendur ekki eins og best verður á kosið.
Lesa meiraÞriðjudaginn 8. september kl. 19:00 – 21:30
Stjórnandi: Fjóla Höskuldsdóttir deildarstjóri
Ávarp:
Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri
Lesa meiraAlþjóðadagur læsis er 8. september ár hvert, af því tilefni var yngri bekkjum Mýrarhúsaskóla boðið á bókasafnið í sögustund.
Lesa meiraUmferðarátakið ,,Göngum í skólann" hefur farið vel af stað. Þátttaka er góð.
Sú breyting verður nú á að leiga á skápalyklum fer fram í gegnum Rafrænt Seltjarnarnes.
Lesa meiraBendum á að innkaupapakkar fyrir nemendur eru til sölu hjá versluninni Hugföng Eiðistorgi eins og undanfarin ár.
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður ekki hægt að skrá rafrænt matar/ávaxtaáskrift fyrr en 24. ágúst, skólasetningardaginn.
Nú býðst nemendum að fá ávexti í áskrift í skólanum í vetur. Ávextirnir verða bornir fram um 9:30, eða fyrir frímínútur. Ávextirnir verða í skálum, 200-250 grömm af ávöxtum í hverri skál, tilbúnir til neyslu. Hver skammtur kostar 60 krónur. Gengið er frá áskrift á sama hátt og mataráskriftinni, í gegnum rafrænt Seltjarnarnes.
Lesa meira
Skólinn verður settur að morgni 24. ágúst. Tekið verður á móti nemendum í sal skólans.
kl. 9:30 4., 5. og 6. bekkur (salur Mýrarhúsaskóla)
kl. 10:00 2. og 3. bekkur (salur Mýrarhúsaskóla)
kl. 11:00 7. – 10. bekkur
(í Miðgarði Valhúsaskóla)
Nemendur og foreldrar 1. bekkja verða boðaðir skriflega til viðtals við kennara.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.
Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi. Stjórnendur skólans eru mættir og hafa hafið undirbúning að skólastarfi vetrarins. Kennarar og annað starfsfólk mæta síðan í lok næstu viku. Skólasetning er mánudaginn 24.ágúst og skóli hefst þriðjudaginn 25.ágúst. Opnað verður fyrir mataráskrift 17. ágúst. Við viljum vekja athygli á nýju símanúmeri skólans, síminn er 5959 200. Nánari upplýsingar um innkaupalista og fleira munu birtast hér á síðunni í næstu viku
Lesa meiraVið óskum nemendum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars - með þökk fyrir samstarfið í vetur.
Lesa meiraStuttmyndakeppni skólans fór fram í byrjun júní. Alls tóku þátt í keppninni 5 myndir. Það var myndin ..Ránið" sem sigraði. Myndina má sjá hér.
Lesa meiraSkólinn opnar að loknum sumarfríi 4.ágúst
Lesa meiraDagur stærðfræðinnar er í dag. Þemað í ár er þríhyrningar og í öllum bekkjum voru gerðar athuganir á þríhyrningsforminu og unnin margvísleg verkefni.
Lesa meiraS | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Enginn viðburður fannst skráður.
Nemendur í 7.- 9.bekk verða að skila námsvali fyrir næsta skólaár í síðasta lagi 4.apríl.
Við minnum á að á morgun miðvikudaginn 16. febrúar er starfsdagur starfsfólks og á fimmtudag 17. febrúar og föstudag 18. febrúar er vetrarfrí.
Lesa meiraBleiki dagurinn hér í dag. Í íþróttum endaði fimleikatíminn með að skapa bleiku slaufuna.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 30. september í mildu og góðu veðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum. Lesa meiraÞá er komið að lokum skólaársins og verður dagskráin 9. og 10. júní eftirfarandi:
Miðvikudagur 9. júní : Vorhátíð Mýró frá 9:00 – 12:30. Foreldrafélagið sér um hoppukastala og fjör á skólalóðinni og grillar pylsur fyrir nemendur og starfsfólk.
Fimmtudagur 10. júní: Skólaslit
Lesa meiraVið minnum á að á föstudaginn 14. maí er starfsdagur Í Grunnskóla Seltjarnarness og því fellur kennsla niður þann dag.
Lesa meiraHið árlega Rótarý sundmót var haldið í blíðskapar veðri í dag.
Við í Valhúsaskóla vorum í lestrarátaki í febrúar og mars og endaði átakið á spurningakeppni.
Nú er komið að því að velja valgreinar fyrir næsta skólaár. Hér að neðan eru ýmsar upplýsingar vegna valsins.
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum verða allir grunnskólar lokaðir frá og með morgundeginum til 1. apríl. Nemendur eru því komnir í páskafrí og við vonumst til þess að hitta alla hressa eftir páska en munum að sjálfsögðu senda upplýsingar um leið og þær berast okkur. Bestu kveðjur stjórnendur
Lesa meiraVið minnum á að á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar er starfsdagaur og engin kennsla. Á föstudag eru nemenda- og foreldrasamtöl og hefðbundin kennsla fellur því niður. Mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar er svo vetrarfrí. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. febrúar.
Lesa meiraÍ Valhúsaskóla erum við svo heppin að hafa kennaranema frá Danmörku. Þetta er hún Sidsel Dunkan Witt, 27 ára frá
Lára Jónatansdóttir, nemandi í 1 – KL, er ungur og upprennandi rithöfundur sem gaf nýverið út bók. Bókin heitir Smásögur Láru og inniheldur hún fjórar smásögur eftir Láru en hún teiknar líka myndirnar í bókinni. Við í Mýró erum rosalega stolt af þessari flottu stelpu og skólinn tryggði sér að sjálfsögðu áritað eintak.
Lesa meiraÍ Valhúsaskóla vorum við með keppni milli bekkja í hurðaskreytingum
Lesa meiraÍ dag var tilkynnt hver er vinningshafi í jólamyndasamkeppni fyrir jólakort Gróttu. Þetta er í 2. skiptið sem nemendur í 4. bekk í Mýró taka þátt í þessu verkefni með Gróttu.
Lesa meiraKærar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku í „jól í skókassa" verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness. Í ár söfnuðu nemendur, foreldrar þeirra og starfsfólk skólans 122 gjöfum og með þessum gjöfum gleðjum við 122 börn sem fá jólagjöf um þessi jól.
Við minnum á að engin kennsla verður á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember og fimmtudaginn 12. nóvember vegna nemenda- og foreldraviðtala.
Lesa meira
Nemendur og starfsfólk skólans þakkar foreldrafélaginu fyrir nammið og bollakökurnar sem gerðu hræðilega kósídaginn í Mýró var alveg hryllilega huggulegan. Takk fyrir góðan dag allir saman!
Lesa meiraLaugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott".
Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við foreldra og forráðamenn að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár
Lesa meiraVið minnum á að vetrarleyfi hefst á morgun fimmtudag 22.okt.
Þriðjudaginn 27.okt. er starfsdagur þannig að kennsla hefst að
nýju miðvikudaginn 28.okt. Vonum að þið njótið leyfisins.
Líkt og undanfarin ár tekur skólinn þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa.
Lesa meiraDagur íslenskrar náttúru var 16. september sl. og í tengslum við daginn unnu nemendur í 5. bekk með loftslagsbreytingar og hvað hver og einn getur gert til að leggja sitt af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
Lesa meiraGöngum í skólann verkefnið okkar hefst á morgun, fimmtudaginn 3. september, og stendur til 16. september.
Lesa meiraÁgætu foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness
Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs skólaárið 2020-2021. Vegna COVID19 munum við ekki boða til nemenda- og foreldraviðtala í byrjun skólaárs eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár nema í 1.bekk. Skólastjórnendur hafa sent póst með nánari upplýsingum um hvernig þessu verður háttað.
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1. – 6. bekk
Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs og hér er skipulag fyrir 8. og 9. júní, sem verða með nokkuð öðru sniði en venjulega vegna Covid-19. Okkur þykir það leitt en vegna Covid-19 getum við því miður ekki boðið aðstandendum að taka þátt í vorhátíðinni eða vera viðstaddir skólaslit í ár, hvorki í 1.-5. bekk né í kveðjuathöfn 6. bekkinga.
Lesa meiraVæntanlegir nemendur okkar í 1. bekk komu í sína þriðju heimsókn í vikunni. Flottir krakkar sem við hlökkum til að fá næsta vetur.
Fimmtudagur 7. maí
1. – 3. bekkur
1. bekkur
1. FR – stofa 208
1. HG – stofa 209
1. LJ – stofa 210
Engar breytingar á stundaskrá
Lesa meiraÁgætu foreldrar/ forráðamenn nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness
Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að búið sé að fresta verkfalli Eflingar frá miðnætti í kvöld.
Lesa meiraEins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Lesa meiraÍ myndasafni á heimasíðu skólans eru margar myndir frá öskudeginum.
Bolludagurinn er á mánudag, 24. febrúar. Þann dag er nemendum frjálst að koma með bollur með sér í nesti eða annað sparinesti ef nemendur borða ekki bollur (bara passa að það innihaldi ekki hnetur).
Á öskudag verður óhefðbundið skipulag í gangi.
Lesa meiraKomin er út handbók um notkun Mentors upplýsingakerfisins fyrir aðstandendur nemenda.
Í gær fóru 1. bekkingar í Þjóðminjasafnið.
Undanfarnar vikur hafa 6. bekkingar farið í árlega heimsókn í Húsdýragarðinn.
Lesa meiraÍ tilefni af degi íslenskrar tungu lásu krakkar í 5.og 6. bekk í Mýrarhúsaskóla sögur fyrir börn.
Lesa meiraÍ gær kom slökkviliðið í heimsókn. Nemendur í 3. bekk fengu fræðslu um eldvarnir og slökkvibíllinn vakti mikla lukku.
Laugardaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu.
Í morgun kom Bjarni Fritzson rithöfundur og las upp úr bók sinni Orri óstöðvandi og hefnd glæponanna.
Í haust hafa allir bekkir í Mýró útbúið bekkjarsáttmála. Hér eru myndir af þeim.
Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram fim. 3. október í töluverðu roki og rigningu.
Lesa meiraÁgætu foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness
Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs skólaárið 2019-2020. Skólaárið byrjar sem fyrr með viðtölum við nemendur og foreldra.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness óskar ykkur öllum gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans er nú lokuð en opnar á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst.
3AMS og 3ALS fóru með kennurum sínum Aðalheiði og Lilju Sif að týna rusl í náttúrurfræði. Nemendurnir eru búnir að vera læra um flokkun á rusli bæði í náttúrufræði og einnig í heimilisfræði í vetur og hafa sýnt þessu mikinn áhuga.
Lesa meiraÞriðjudag og miðvikudag verða fjölgreindarleikar í Mýró.
Lesa meiraÁgætu foreldrar
Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatali 2018-2019 að skólaslit hafa verið flutt fram um einn dag hjá 1.-9. bekk. Lesa meiraNemendur í 9. og 10. bekk Valhúsaskóla tóku fyrir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna út frá lögmálum nýsköpunar. Krakkarnir fóru í hugmyndavinnu þar sem þeir fundu nýjar lausnir á ólíkum umhverfisvandamálum og bjuggu þannig til vöru, þjónustu eða verkferli sem stuðlar að sjálfbærri þróun.
Lesa meiraÁ morgun, föstudaginn 3. maí, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 17. maí.
Valhúsaskóli tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskóla þann 5. mars síðast liðinn. Í ár voru þátttakendur keppninnar 330 talsins og komu frá 20 skólum.
Lesa meiraÍ tilefni dagsins gaf IBBY á Íslandi öllum grunnskólabörnum smásögu að gjöf.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ 27. mars.
Keppendur voru tólf talsins. Lesa meira5. bekkingar hafa í vetur spilað bingó við eldri borgara á Seltjarnarnesi.
Nú er komið að því að nemendur velji sér valgreinar fyrir næsta skólaár.
Lesa meiraLestrarátaki Ævars vísindamanns er lokið og lásu nemendur Mýrarhúsaskóla 1293 bækur og foreldrar sem tóku þátt 33.
Lesa meiraÍ morgun buðu nemendur 1. bekkja foreldrum sínum í skólann. Þar fluttu þeir verkefni um Benedikt búálf.
Í morgun fengu 6. bekkingar fræðslu um netöryggi. Sigurður frá samtökunum Heimili og skóli kom og spjallaði við nemendur.
Í dag komu leikskólabörn í aðra heimsókn sína í skólann. Þau hittu skólastjórana og fóru í smíði og Skólaskjólið.
Í morgun heimsóttu væntanlegir 1. bekkingar Mýró.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar gömlu árin.
Lesa meiraHér er skipulag Mýrarhúsaskóla í jólamánuðinum.
Lesa meiraÍ síðustu viku voru þemadagar í Mýró þar sem fjallað var um fullveldið.
Lesa meiraFöstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur að vanda og sýningar settar upp í salnum.
Lesa meiraÍ síðustu viku fengum við góða heimsókn frá konum í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi sem gáfu öllum nemendum í 1. - 6. bekk endurskinsmerki.
Lesa meiraKomið er nýtt app fyrir nemendur og aðstandendur sem gefur þeim kost á að fá allar nýjar skráningar frá skólanum beint í símann sinn.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 4.október þar sem lognið fór hratt yfir.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum. Lesa meiraSkrifstofa skólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og starfsfólk farið að hefja undirbúning fyrir nýtt skólaár.
Lesa meira
Skrifstofa skólans lokar vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 25. júní og verður lokuð til þriðjudagsins 7. ágúst.
Mýrin, árleg stuttmyndakeppni nemenda í 5. og 6. bekk var haldin nýlega. Að þessu sinni bárust 3 myndir, allar frá 5. bekkingum.
Lesa meiraLaugardaginn 26.5. voru veitt í Háskólanum í Reykjavík hvatningarverðlaun Kóðans en þau eru hluti af Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Grunnskóla Seltjarnarness og Seljaskóla.
Lesa meiraKennsla verður samkvæmt stundaskrá fram að mánaðarmótum með nokkrum undartekningum.
Lesa meiraHér kom úrslit frá Rótarýsundmótinu sem haldið var 4. maí síðastliðinn. Margar myndir frá verðlaunaafhendingunni eru í myndasafninu á heimasíðu skólans.
Lesa meiraGöngum í skólann verkefnið okkar hefst á morgun, þriðjudaginn 24. apríl, og stendur til 8. maí. Þetta er í 11. sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi. Í fyrra voru yfir 60 skólar á landinu skráðir til leiks.
Lesa meiraStærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í sautjánda sinn í Menntaskólanum í Reykjavík þann 13. mars síðast liðinn. Verðlaunaafhending fór fram á hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 8. apríl.
Lesa meiraNú er komið að því að nemendur í 7.-9. bekk velji sér valgreinar fyrir næsta skólaár. Hér er valbæklingur þar sem hægt er að finna lýsingar á því námsvali sem í boði er og hvetjum við fólk til að kynna sér inntak bæklingsins mjög vel.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Seltjarnarneskirkju í gær, 19. mars.
Lesa meiraHér fyrir neðan er skífurit þar sem við sjáum þátttöku eftir árgöngum í lestrarátaki Ævars vísindamanns.
Það var líf og fjör í morgun á öskudegi í Mýró.
Lesa meiraÍ vikunni kom til okkar Pálmar Ragnarsson og hélt fyrirlestra um jákvæð viðhorf og samskipti fyrir nemendur í 4. - 10. bekk.
Lesa meiraÍ nóvember hafa nokkrir rithöfundar heimsótt Mýró og lesið fyrir nemendur. Foreldrafélag skólans gaf skólanum veglega peningaupphæð til að kosta þessar heimsóknir.
Lesa meiraSíðastliðinn þriðjudag varð óvænt uppákoma á sal skólans, en þar voru allir nemendur í 4.-6. bekk samankomnir að hlýða á upplestur Gunnars Helgasonar.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Mýrarhúsaskóla. Sérstakir gestir voru elstu nemendur leikskólans.
Lesa meiraNú stendur yfir Bebrasáskorun og tökum við þátt í þriðja sinn. Í ár eru það 5. og 8. bekkir.
Lesa meiraVið viljum minna á að síðustu skiladagar í „Jól í skókassa“ eru í þessari viku. Best er að skila þeim á skrifstofu skólans. Kassarnir verða fluttir úr skólanum föstudaginn 10. nóvember.
Lesa meiraHér fyrir neðan er listi yfir námsgögn nemenda Valhúsaskóla næsta skólaár.
Lesa meiraStærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum.
Lesa meiraÍ morgun fóru 1. bekkingar í vel heppnaða ferð að Miðdal í Kjós. Í myndasafninu okkar eru fjölmargar myndir úr ferðinni.
Lesa meiraÁ morgun, þriðjudaginn 9. maí, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til mánudagsins 22. maí.
Markmið verkefnisins er að:
Lesa meiraRótarýsundmót Grunnskóla Seltjarnarness var haldið í blíðskapar veðri föstudaginn 5. maí. Framkvæmd mótsins tókst vel og keppendur voru allir til fyrirmyndar.
Lesa meiraÍ bliðunni í gær notuðu nemendur og starfsfólk tækifærið og voru sem mest utandyra. Hér eru myndir frá því í gær þar sem nemendur týna rusl og flokka og leika sér í góða veðrinu.
Lesa meiraDagur umhverfis er haldinn hátíðlegur þann 25.apríl ár hvert.
Lesa meiraStærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum.
Lesa meiraNú standa yfir Fjölgreindaleikar í Mýró. Á tveimur dögum fara allir á 24 mismunandi stöðvar. Nemendur þurfa að vinna saman þvert á aldur og reynir þá á samvinnu og samskipti nemenda sem er bæði gefandi og þroskandi og vonandi fá allir tækifæri til að njóta sín á því sviði sem þeir eru skerkastir í.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ í gær, 23. mars.
Keppendur voru tíu talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 23. mars n.k., kl.17:00, í Kirkjuhvoli, Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Lesa meiraDagur stærðfræðinnar er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Krakkarnir í 6 bekk unnu öll að stærðfræði þennan dag.
Lesa meiraValó-Hagó dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Dagurinn byrjar á keppni í mörgum íþróttagreinum en endar á ræðukeppni og loks sameiginlegu balli.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2017 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 13. febrúar.
Lesa meiraSamræmd próf í 9. og 10. bekk verða haldin dagana 7. - 10. mars næstkomandi. Sjá töflu hér að neðan.
Lesa meiraÍ gær buðu 1. bekkingar foreldrum sínum á álfakynningu. Allir stóðu sig mjög vel. Hér eru myndir.
Lesa meiraRagnheiður Eyjólfsdóttir las fyrir nemendur í 7., 8., 9. og 10.bekk úr nýútkominni bók sinni Undirheimar : Skuggasaga.
Lesa meiraÍ síðustu viku var náttfata og bangsadagur í 5. bekk. Í myndasafninu eru nokkrar fleiri myndir.
Lesa meiraÁ mánudaginn kom slökkviliðið í heimsókn til 3. bekkinga. Þeir fengu að vita allt um eldvarnir og svo var sjúkra og brunabíll skoðaður.
Lesa meiraÍ var morgun ýmislegt í gangi í Mýró. Lotuhópur 5. bekkinga flutti landnámsleikrit undir stjórn Ingu Bjargar tónmenntakennara. Allir leikendur stóðu sig vel og áhorfendur höfðu gaman af . Fleiri lotuhópar munu sýna sama leikrit á næstunni.
Lesa meiraÞetta var í annað sinn sem skólinn tók þátt í þessu verkefni. Nú voru það 4. og 8. bekkingar. Alls tóku 1700 nemendur frá 38 skólum á Íslandi þátt.
Lesa meiraÞessir flottu krakkar í 7. bekk njóta þess að sauma og spjalla.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Lesa meiraBebras áskorunin 2016 fer fram í skólum landsins vikuna 7. - 11. nóvember. Þetta er annað árið sem við erum með.
Lesa meiraVið viljum minna á að síðastu skiladagar í „Jól í skókassa“ eru í þessari viku. Best er að skila þeim á skrifstofu skólans. Kassarnir verða fluttir úr skólanum föstudaginn 11. nóvember.
Mörg börn hafa fengið skókassa í skólanum til að útbúa gjafir. Fleiri skókassar eru til.
Líkt og undanfarin ár tekur Mýrarhúsaskóli þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa. Hægt er að fá tóma skókassa í skólanum og eru þeir við útgöngudyr skólans á tveim stöðum meðan birgðir endast.
Lesa meiraSöngurinn auðgar og nærir andann og í dag var fyrsti söngfundur vetrarins haldinn á sal skólans. Það var dásamlegt að hefja daginn á ljúfum söng barnanna og að þessu sinni sungum við klassískar íslenskar vísur.
Lesa meiraÍ tilefni af forvarnardeginum heimsótti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Valhúsaskóla í morgun.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram miðvikudaginn 28. september í frábæru hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Lesa meiraMiðvikudaginn. 28. sept. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála. Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins. Ávalt hefur skapast skemmtileg stemning í skólanum þegar haldin hafa verið skólahlaup. Vonumst við til þess að svo verði einnig í ár og að allir mæti með bros á vör.
Lesa meiraÍ tilefni af alþjóðadegi læsis 8. september lásu nemendur úr sjötta bekk bækurnar Greppikló og Múmínsnáðinn og tungskinsævintýrið fyrir nemendur úr fyrsta og öðrum bekk á bókasafni Mýrarhúsaskóla.
Lesa meiraSkrifstofa skólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars. Skólasetning á nýju skólaári verður miðvikudaginn 24. ágúst og hefst kennsla skv. stundarskrá sama dag. Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 20. júní til 2. ágúst.
Hér er listi yfir námsgögn sem nemendur Mýró þurfa næsta skólaár.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru úrslit í sundmóti Rótarý í Valhúsaskóla.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru nokkrar af mörgum frábærum stuttmyndum og kynningum sem 9. bekkingar unnu í dönsku.
Lesa meiraKrakkarnir í 5. bekk fóru í heimsókn á Þjóðminjasafnið í apríl í tengslum við þemavinnuna Víkingaöld - Landnám Íslands.
Lesa meiraNú er lokið mörgum sýningum í Mýró. Allir árgangar buðu foreldrum sínum á söngleik, ferðalag í tónum undir stjórn Ingu tónmenntakennara.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru próftöflur nemenda í 8.,9. og 10. bekk.
Lesa meiraÍ morgun heimsóttu Mýrarhúsaskóla félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni á Seltjarnarnesi. Tilgangur heimsóknarinnar var að stilla reiðhjólahjálma nemenda þannig að þeir komi að sem bestum notum.
Lesa meiraBörn hjálpa börnum – er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins. 5. bekkingar gengu í hús á Nesinu og söfnuðu í bauka.
Lesa meiraÞriðjudaginn 26. apríl, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 13. maí.
Markmið verkefnisins er að:
Lesa meiraNú er lokið vel heppnuðum þemadögum um umhverfisvernd og endurvinnslu í Mýró. Í tvo daga unnu nemendur í hópum þvert á árganga að ýmsum verkefnum.
Lesa meiraÍ fjórða bekk hafa nemendur verið að gera skemmtilega hluti.
Lesa meiraStærðfræðikeppni grunnskólanemenda var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík þann 8. mars síðast liðinn í fimmtánda sinn. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanemenda á stærðfræði og auka samstarf á milli grunnskóla og framhaldsskóla
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Garðabæ í gær, 15. mars.
Keppendur voru tólf talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn, 15. mars n.k., kl.17:00, í Kirkjuhvoli, Safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Lesa meiraÍ dag komu væntanlegir 1. bekkingar í heimsókn í skólann. Fyrsti viðkomustaður var tónmenntin er þar voru 4. bekkingar að æfa fyrir sýningu.
Lesa meiraKynningarfundur um innritun í framhaldsskóla
verður haldinn í fyrramálið kl. 8:10 á bókasafni Valhúsaskóla.
Foreldrar og forráðamenn 10. bekkinga eru sérstaklega boðnir velkomnir á þessa kynningu.
Krakkarnir í 5.bekk eru einbeittir í hópatímum. Í stærðfræði var spilað mælingabingó, í íslensku eru krakkarnir að skrifa sögu um tímaflakk og hanna tímavélar.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2016 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 22. febrúar.
Lesa meira
Fræðslufundur um örugga netnotkun barna var haldinn 17. febrúar sl. Á fundinn var boðið öllum 4. bekkingum og foreldrum þeirra.
Lesa meiraSetningarhátíð fór fram í Íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í morgun.
Lesa meiraÍ síðustu viku komu tilvonandi 1. bekkingar í heimsókn Mýró.
Lesa meiraÍ. janúar hófst í annað sinn lestrarátak Ævars vísindamanns. Átakið er hugsað fyrir 1. til 7. bekk og virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þau út lestrarmiða og einhver fullorðinn kvittar fyrir.
Lesa meiraÍ morgun sýndu 4. bekkingar helgileik. Þetta er árlegur viðburður í skólanum. Allir nemendur Mýró komu á 2 sýningar og í gær buðu þau elstu deildinni á leikskólanum að koma í heimsókn og sjá helgileikinn.
Lesa meiraBertha María Ársælsdóttir matvælafræðingur vann nýlega úttekt á matseðlum og framreiðslu máltíða í skólanum.
Lesa meiraÍ vikunni buðu nemendur í 2. bekk foreldrum sínum í heimsókn í skólann og sýndu þeim helgileik.
Lesa meiraÍ morgun heimsótti Þorgrímur Þráinsson rithöfundur 4. -6. bekkinga og las upp úr nýrri bók sinni, sem heitir ,,Ég elska máva".
Lesa meiraÍ síðustu viku buðu 6. bekkingar foreldrum í heimsókn til að sýna þeim Norðurlandaverkefni sín og jólaföndra saman. Það eru margar myndir í myndamöppu á heimasíðunni
Lesa meiraÍ gærmorgun fóru rúmlega 40 börn úr 5. og 6. bekkjum á allar deildir leikskólans til þess að lesa fyrir nemendur þar.
Lesa meiraÍ morgun komu slökkviliðsmenn í skólann til að fræða 3. bekkinga um eldvarnir.
Lesa meiraNemendur í 6. og 7. bekk í Textílmennt, ásamt nemendum í vali í Saumum og hönnun hafa hannað og saumað innkaupatöskur sem við ætlum að vera með til sölu í skólanum þann 18. nóvember, þegar nemendaviðtöl fara fram.
Mörg börn hafa fengið skókassa í skólanum til að útbúa gjafir í „Jól í skókassa“ verkefninu.
Nú þegar eru komnir nokkrir fallegir kassar fullir af gjöfum í skólann og vonandi koma fleiri.
Lesa meiraÍ vikunni heimsóttu okkur fjögur skáld. Þau eru Kristjana Friðbjörnsdóttir, Ævar Þór Benediksson, Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason.
Lesa meiraViltu vita meira um nýja námsmatið í grunnskólum? SAMFOK standa fyrir umræðu- og fræðslufundi um nýtt námsmat þar sem gestum gefst tækifæri til að hlýða á erindi, bera upp fyrirspurnir og taka þátt í umræðum.
Lesa meiraHér eru þeir bekkir sem stóðu sig best þetta haustið í Gengið í skólann.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram síðastliðinn miðvikudag, 30. september. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir þetta skólaárið en nemendur og starfsfólk Valhúsaskóla létu það aldeilis ekki á sig fá.
Lesa meiraMiðvikudaginn. 30.sept. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála.
Lesa meiraSkólastjórnendur voru með kynningarfundi fyrir foreldra í 4., 7. og 10. bekk á ýmsu sem varðar skólastarfið.
Góð mæting var á fundina en áherslan var á lestur/læsi og hlutverk foreldra í lestrarnámi barna sinna og nýtt námsmat í 10. bekk.
Í gær var undirritaður í Valhúsaskóla Þjóðarsáttmáli um læsi.
Lesa meira24. og 25. ágúst munu nemendur í 1.-10.bekk mæta ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara.
Lesa meiraHér er listi yfir þau námsgögn sem nemendur í 1. -6. bekk Mýró þurfa næsta vetur.
Lesa meiraHið árlega Rótarý-sundmót var haldið síðastliðin föstudag, 29. maí. Mótið heppnaðist afar vel og var veður með besta móti.
Lesa meiraHið árlega Rotarýsundmót Grunnskóla Seltjarnarness var haldið föstudaginn 29. maí í blíðskaparveðri í Sundlaug Seltjarnarness.
Lesa meira1. bekkur fór í skemmtilega sveitaferð í morgun að Miðdal í Kjós.
Lesa meiraMiðvikudaginn 29. apríl, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til föstudagsins 15. maí.
Markmið verkefnisins er að:
Lesa meiraUndanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk lesið og unnið með Íslendingasöguna Njálu. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af sögunni.
Lesa meiraVið unnum okkar riðil 5. mars í Mýrinni Garðabæ. Það á að sýna þáttinn á RUV nk. miðvikudag kl. 20.05.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 18. mars.
Keppendur voru tólf talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla, tveir keppendur frá hverjum skóla.
Lesa meiraHér eru upplýsingar vegna vals í 8.-10.bekk
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin miðvikudaginn, 18. mars n.k., kl.17:00, í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meiraInnritun er hafin í Grunnskóla Seltjanarness.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2015 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 17. febrúar.
Lesa meiraÍ vikunni kom hópur leikskólabarna í heimsókn. Þau heilsuðu upp á Rut í Skólaskjólinu, skólastjórnendur og núverandi 1. bekkinga. Þetta er flottur hópur sem við hlökkum til að fá næsta vetur.
Lesa meiraNú er að fara í gang röð fyrirlestra frá SAFT í 6.-10. bekk. Fyrirlestrarnir tengist netnotkun unglina.
Lesa meiraNemendur í fyrsta bekk fóru í vikunni í skemmtilega heimsókn á Árbæjarsafn. Þar fengu þau fræðslu og skoðuðu hús og hluti frá því í gamla daga.
Lesa meiraÚttektarskýrsla vegna mötuneyta skólanna, sem unnin var nú í desember er hér fyrir neðan.
Lesa meiraÍ morgun heimsótti slökkviliðið 3. bekkinga í Mýró. Allir fengu fræðslu um brunavarnir almennt og sérstaklega hvað á að passa um jólin.
Lesa meiraÍ gær fór fram hátíð í Való, en skólinn fékk afhentan grænfána í þriðja sinn. Nemendur Mýró gengu allir saman yfir í Való til að taka þátt í hátíðarhöldum.
Lesa meiraHér eru nokkrar myndir frá 1. KL sem fór að hitta gamla vini á leikskólanum.
Lesa meiraÞað var líf og fjör í dag á bangsa og náttfatadegi skólans. Flestir komu með mjúk dýr og á safninu var sögustund.
Í myndasafninu eru margar myndir.
Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi fagnaði 40 ára afmæli á miðvikudag með fjölbreyttri dagskrá í skólanum þar sem fram komu núverandi og fyrrverandi nemendur og kennarar og slógu á létta strengi.
Lesa meiraÍ vetur hefur 2.bekk verið skipt upp í 5 vinnuhópa nokkra tíma á viku. Í þessum hópum höfum við verið með fjölbreytt verkefni.
Lesa meiraMargar skemmtilegar myndir af 5. bekkingum eru nú komnar í myndasafnið okkar!
Lesa meiraMiðvikudaginn 1. okt. kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins. Lesa meiraÍ Valhúsaskóla eru núna þrír kennaranemar frá Háskólanum í Århus, Heidi Lund Pedersen, Laura Nielsen Middelhede og Stephanie Hansen.
Lesa meiraÍ þemanáminu í 8. bekk læra nemendur um eldfjöll og eldgos. Hér koma nýju spjaldtölvurnar að góðum notum.
Lesa meiraFöstudaginn 5. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 25. sept. Þetta er í áttunda sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi.
Lesa meiraKynningar á starfi skólans í vetur verða sem hér segir:
Lesa meiraInnkaupalista skólans er nú að finna hér fyrir neðan.
Lesa meiraÍ 14 ár höfum við átt vinaskóla í Malaví. Síðastliðið haust kom ráðuneytisstjóri menntamála í Malaví í heimsókn til okkar og sagði að það sem allra helst skorti í skóla í Malaví væri lesefni. Við erum svo heppin að undafarin ár hafa DHL hraðflutingar sent fyrir okkur án endurgjalds kassa til Malaví.
Lesa meiraGrunnskóli Seltjarnarness hlaut á dögunum jafnréttisviðurkenningu bæjarins. Jafnréttisviðurkenninguna hlutu einnig Tónlistarskóli bæjarins og Bókasafn.
Lesa meiraFöstudaginn 9. maí var Rotarýsundmót skólans haldið í blíðskapar veðri.
Lesa meiraHér eru próftöflur í 8. - 10. bekk:
Lesa meiraÍ dag komu fulltrúar Kiwaninshreyfingarinnar í skólann og afhentu 1. bekkingum reiðhjólahjálma. Kærar þakkir Kiwanis og Eimskip sem styrkti þessa gjöf.
Lesa meiraTilvonandi nemendur í 1. bekk komu í sína síðustu skólaheimsókn fyrir skólabyrjun í vikunni. Við hlökkum til að fá ykkur í haust. Hér eru nokkrar myndir.
Lesa meiratilbúnar og aðgengilegar á einum stað. Það er Landsbankinn, bakhjarl Skólahreysti, sem stóð fyrir myndatökunni og færir ykkur gæðamyndir í góðri upplausn.
Lesa meiraDagana 13. og 17. mars 2014 var haldin fiskréttakeppni í Valhúsaskóla, fimmtaárið í röð.
Nemendur sem hafa heimilisfræði sem valgrein tóku þátt í keppninni og sýndu þau snilldartilþrif, mikinn metnað og áhuga.
Lesa meiraÍ febrúar voru nemendur 5. bekkjar í ritunarátaki sem lauk með smásagnakeppni. Nemendur fengu tvær vikur til að skrifa smásögu sem þeir skiluðu svo undir dulnefni. Síðastliðinn föstudag var verðlaunaafhending og er óhætt að segja að gífurleg eftirvænting hafi verið í hópnum þegar sigurvegarar voru tilkynntir.
Lesa meiraValhúsaskóli sigraði sinn riðil í Skólahreysti 27.mars 2014 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi
Til hamingju Való :-)
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju, Garðabæ í gær, 26. mars.
Keppendur voru þrettán talsins. Þeir komu frá Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla,Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Lesa meiraÍ myndasafninu okkar eru nú fjöldi mynda frá öskudegi bæði úr Mýró og Való,
Lesa meiraÁ öskudag 5. mars ætlum við, nemendur og starfsfólk, að eiga saman skemmtilegan dag í samvinnu við foreldrafélagið og Selið. Vonumst við til að allir sjái sér fært að mæta í grímubúningum eða furðufötum en án vopna.
Í síðustu viku komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn í Mýró. Hér eru myndir af hópunum með Ólínu skólastjóra.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2014 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í gær, 12. febrúar.
Lesa meira
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um námsval næsta skólaár.
Lesa meiraÍ myndasafnið okkar eru nú komnar myndir af 4. bekkingum. Þeir hafa í síðasta mánuði unnið ýmis verkefni og verið með náttfata og spiladag,
Lesa meiraUndanfarna daga hafa nemendur Való undirbúið jólin. Skólinn er skreyttur, bekkirnir með þema þar sem hver bekkur valdi sér land og kynnti jólasiði þess.
Lesa meiraÞessi flotti snjókarl varð til í hádegisfrímínútum í dag. það voru nemendur í 5. og 6. bekk sem bjuggu hann til.
Lesa meiraKrakkarnir í 1.bekk eru alveg svakalega dugleg í skólanum. Þau eru jákvæð, vinnusöm, tilltisöm og hjálpleg. Alveg frábærir krakkar á ferð.
Lesa meiraRithöfundurinn Hilmar Örn Óskarsson kynnti bækurnar sínar um Kamillu vindmyllu fyrir 3. og 4 bekk á bókasafni skólans.
Lesa meiraÍ dag var skreytingadagur í Mýró. Þá hittust vinabekkir og föndruðu jólaskraut sem m.a. er notað til að skreyta jólatré skólans.
Lesa meiraFimmtudaginn 19. des. og föstudaginn 20. des. verður skólahald sem hér segir:
Lesa meiraÞetta flotta frumsamda jólalag á dönsku er samið af nokkrum drengjum úr 9. bekk og einum úr Hlíðaskóla.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert hinn 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Lesa meiraKærar þakkir fyrir 110 gjafir í „jól í skókassa“ verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness í ár sem bárust frá nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki skólans. Hver einasta gjöf skiptir máli því hún er gjöf til barns sem býr við mjög erfiðar aðstæður í Úkraínu hvort sem það er munaðarlaust, fatlað, sjúkt eða býr við fátækt. Með þessum gjöfum gleðjum við 110 börn sem fá jólagjöf um þessi jól. Alls söfnuðust 4.586 gjafir á landinu öllu. Innilegar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku.
Hugmynda og teiknisamkeppni fyrir nýtt merki Mýrarhússkóla gekk vonum framar. Margar góðar tillögur bárust en tvær voru valdar og þeim skeitt saman.
Lesa meiraMinnum á foreldra-og nemendaviðtöl þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13.11. Skólaskjólið verður opið.
Bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýró að vanda. Allir mættu í náttföfum með bangsana sína og yngstu bekkirnir fóru á bókasafnið að hlusta á bangsasögu.
Lesa meiraNemendur í 9. og 10. bekk geta farið í efnafræði í vali. Í áfanganum er áhersla lögð á tilraunir og verklega kennslu og viðfangsefnin eru fjölbreytt. Nemendur hafa t.d. rannsakað suðumark mismunandi vökva, hreyfingu sameinda og lit frumefna við brennslu með svokölluðu logaprófi.
Lesa meiraDagur náms- og starfsráðgjafar var 20. október. Markmið með deginum er m.a. að auka sýnileika stéttarinnar. Ein leið til að bæta þjónustu og aðgengi að námsráðgjafa er að nota samskiptamiðla.
Lesa meiraBleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýrarhúsaskóla í morgun. Nemendur og starfsfólk mætti flest allt í einhverju bleiku.
Lesa meira9. bekkur fór í hina árlegu haustferð dagana 26. og 27. september.
Lagt var af stað frá skólanum á fimmtudagsmorgni og ekið inn í Hvalfjarðarbotn. Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram föstudaginn 1. október í frábæru hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Lesa meiraNámsráðgjöf Valhúsaskóla hefur opnað Facebooksíðu. Síðan er öllum opin. Hún er upplýsingasíða fyrir nemendur og forráðamenn um náms-og starfsráðgjöf skólans.
Hér eru nokkrar myndir frá daglegu starfi í 4. LBR í september.
Lesa meiraVið í 3. LAS fórum upp á Valhúsahæð í dag í tilefni af degi íslenskrar náttúru, sem var 16. september.
Lesa meiraForeldrafélag skólans stendur nú fyrir lúsaskoðun allra nemenda Grunnskóla Seltjarnarness.
Lesa meiraMiðvikudaginn 4. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 18. sept. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi. Í fyrra voru 63 skólar á landinu skráðir til leiks.
Lesa meiraHér eru nokkrar myndir teknar í morgun, við skólasetningu og í frímínútum í Mýró.
Lesa meiraHér eru innkaupalistar fyrir skólaárið 2013 - 2014
Lesa meiraÁ lokahátíð skólans fór fram stuttmyndakeppni. Alls komu inn 7 myndir í keppnina. Dómnefnd var sammála um að myndinBlómið væri besta mynd keppninnar. Hún er hér
Lesa meiraÞemadagar í Mýró voru í síðustu viku. Vegna veðurs varð að flytja flestar útistöðvar inn. En allir höfðu gaman af og skemmtu sér vel við þau fjölbreyttu verkefni sem í boði voru. Hér eru margar myndir.
Lesa meiraGrunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í verkefninu Göngum í skólann frá upphafi og hefur það nú öðlast fastan sess í skólastarfinu bæði haust og vor. Komin er nokkur hefð á að gera umferðarfræðslu, ekki síst hjólreiðum og umferðaröryggi hátt undir höfði þessa daga.
Hér fyrir neðan eru próftöflur nemenda í 8.,9. og 10.bekk.
Lesa meiraSkólasafn Mýró stóð fyrir mjög spennandi spurningakeppni um bækur og höfunda í síðustu viku.
Lesa meiraÁ dögunum fékk hópur nemenda úr 5.LJ það verkefni að taka sér stöðu tímabundinnar ritstjórnar fréttablaðs 5. bekkjar. Á fyrsta ritstjórnarfundi voru efnistök og uppsetning blaðsins skipulögð með hugarkorti. Því næst var verkefnum skipt bróðurlega á milli ritstjórnarmeðlima og hafist handa við að skrifa niður viðtöl, afla efnis og taka ljósmyndir fyrir blaðið.
Lesa meiraNýlega var haldin fiskréttakeppni í Való. Nemendur á námskeiðunum Góða veislu gjöra skal og Heimilisfræði tóku þátt.
Lesa meiraNemendur í 10. bekk hafa verið að vinna stuttmyndir í enskutímum og fengu fræðslu og tilsögn hjá Marteini Sigurgeirssyni um handritagerð og myndatökur.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimilinu í Garðaholti, Garðabæ í gær, 19. mars.
Keppendur voru ellefu talsins. Þeir komu frá Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Vífilsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Lesa meiraNú erum við á fullu að pakka niður í kassa því dóti sem nemendur hafa safnað fyrir vinaskólann okkar.
Lesa meiraÞað er orðin fastur liður í skólastarfinu í Mýrarhúsaskóla að hafa lestrarsprett tvisvar á ári. Annan að hausti og hinn að vori. Vorspretturinn hófst núna sl. mánudag og mun standa fram að páskaleyfi.
Lesa meiraValhúsaskóli stóð sig með prýði í Skólahreysti í gærkveldi. Þau lentu í 3. sæti sem er glæsilegur árangur. Til hamingju krakkar vel gert !
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn, 19. mars n.k., kl.17:00, í Félagsheimilinu í Garðaholti, Garðabæ.
Lesa meiraUndankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2013 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 5. mars.
Lesa meiraÍ gær fékk Grunnskóli Seltjarnarness Grænfánann afhentan í annað sinn. Af því tilefni var haldin hátíð.
Lesa meiraNú hafa verið valdir fjórir þátttakendur úr hverjum 7. bekk til að keppa í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar 2013.
Lesa meiraNemendur 4. bekkja sýndu samnemendum sínum og starfsfólki leiksýningu um lífið á Íslandi í gamla daga.
Lesa meiraFramhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu bjóða nemendum í 10. bekk og foreldrum/ forráðamönnum þeirra í opin hús þar sem skólarnir kynna námsframboð og skólastarf. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um dagsetningar opnu húsanna vorið 2013.
Lesa meiraÞað var fjör í Mýró og Való á öskudaginn, eins og sjá má á fjölda mynda sem teknar voru.
Lesa meiraNemendur í 1.bekk buðu foreldrum sínum á álfaskemmtun síðastliðinn fimmtudag. Hér eru nokkrar myndir
Lesa meiraÞessar myndir eru teknar þegar nemendur úr 3.bekk heimsóttu 1.bekk í tilefni af Skákdegi Íslands sem haldinn er 26.janúar.
Lesa meiraÍ síðustu viku fóru nemendur úr 1.-ERK og 1.-KL í álfaleit með vasaljós uppá Valhúsahæð.
Lesa meiraHér fyrir neðan birtast niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskóla Seltjarnarness árið 2012. Gerður er samanburður á meðaltali Grunnskóla Seltjarnarness, Reykjavíkurborgar og landsins alls.
Lesa meiraÁ jólaballi Való 20.des. sl. var tilkynnt um vinningshafa í árlegri smákökusamkeppni skólans.
Lesa meiraEftir að jólaprófum lauk í Valhúsaskóla var skólastarf brotið upp á ýmsan hátt.
Lesa meiraÞað var jólalegt og skemmtilegt á jólaböllum Mýró í gær. Hurðaskellir kom í heimsókn, 6. bekkingar sýndu leikrit og Jói dans stjórnaði dansinum kringum jólatréð vel. Hér eru margar myndir frá jólaböllunum.
Lesa meiraLitlu jólin voru haldin hátíðleg í skólanum í morgun. Hér eru myndir frá Það var lagið , bráðfjörugri og skemmtilegri keppni í Való og frá helgileik 4. bekkinga í kirkjunni.
Lesa meiraSenn líður að jólum og vinsælasti leikur allra tíma "Tarsanleikur" er nú í íþróttum þessa viku.
Lesa meiraAð kvöldi sunnudagsins 2. des. lá leið fjölmargra í kirkjuna á árlegt aðventukvöld. Sr. Karl Sigurbjörnsson flutti hugleiðingu, Litlu snillingarnir og Gömlu meistararnir sungu undir stjórn þeirra Ingu Bjargar Stefánsdóttir tónlistarkennara og organista kirkjunnar og Kammerkór Seltjarnarneskirkju söng undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, organista og kórstjóra.
Lesa meiraÍ morgun kom rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason í heimsókn og las úr nýju bókinni sinni.
Lesa meiraNemendur í 7. bekk eru að læra um varmaorku þessa dagana. Meðal verkefna sem þau leysa er að framkvæma tilraunir um hreyfingu sameinda við mismunandi hitastig og um endurvarp varmageisla á mismunandi litum og áferðum.
Lesa meiraSíðustu daga hafa nemendur í 5. og 6. bekk farið í leikskólann og lesið fyrir leikskólabörn.
Lesa meiraNemendur og starfsfólk Mýró héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan í morgun. Það var margt skemmtilegt sem boðið var uppá á sýningum á sal skólans.
Lesa meiraNú er hafin sala á nýrri Való peysu. Hún er öll hin glæsilegasta, með nýju merki,hönnuðu af Tómasi Óla í 8. HB.
Lesa meiraInnilegar þakkir fyrir góða þátttöku í ár. Alls söfnuðust 163 skókassar í verkefninu „jól í skókassa“ til munaðarlausra og fátækra barna í Úkraínu frá nemendum, fjölskyldum þeirra og starfsfólki skólans.
Lesa meiraÍ síðustu viku komu systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn í heimsókn til 3. og 4. bekkinga.
Lesa meiraÍ morgun kom Leikhópurinn Kraðak í Mýró og sýndi nemendum skemmtilegt umferðarleikrit.
Lesa meiraNú er fyrstu lotu vetrarins lokið. 5. bekkingar unnu ýmis verkefni í textílmennt.
Lesa meiraÍ dag er norræni bangsadagurinn haldinn hátíðlegur. Nemendur og starfsfólk skólans hafði það huggulegt og mætti í náttfötum með bangsa.
KSÍ, Lyf og heilsa, útvarsstöðin FM 957, rannsóknarstofa Landspítalans í vefjafræði, Leifsstöð, Landhelgisgæslan, World Class/einkaþjálfari, Björnsbakarí, Hljóðverið Stúdío Sýrland, veitingaþjónustan Veislan, Nýherji/TM Software, Borgarleikhúsið, Snyrtistofan Jóna, Íslenski dansflokkurinn, vinnustofa Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu, augnlækningastofan Sjónlag, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Icelandair hótel, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Dýraspítalinn í Víðidal, vinnustofa Brynju Valdísar leikkonu, Nordica Spa, Ikea Landspítalinn/yfirsálfræðingur og veitingastaðirnir Hamborgarafabrikkan, Kolabrautin, Fiskmarkaðurinn/ Grillmarkaðurinn, Ruby Tuesday.
Lesa meiraSíðustu þrjár vikurnar hefur Göngum í skólann átakið okkar verið í gangi. Síðastliðið haust náðum við þeim frábæra árangri að yfir 90% nemenda í 1. – 6. bekk tóku þátt í átakinu og stuðluðu með því að hreinna lofti og minni bílaumferð við skólana.
Í síðustu viku komu iðjuþjálfar frá Landspítala í heimsókn í skólann í tilefni skólatöskudaga. Þeir heimsóttu 1. og 3. bekki.
Lesa meiraSíðastliðinn fimmtudag fóru Litlu snillingarnir í upptökuver í Hafnarfirði til að aðstoða Ásgeir Trausta við lag sem hann er að gefa út.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram föstudaginn 28. september í þokkalegu hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum. Lesa meira1.KL fór í gönguferð um umhverfi skólans og skoðuðu umferðarmerki í tilefni af umhverfis-og umferðarviku.
Lesa meiraFöstudaginn 28.september kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála. Lesa meiraDagana 17. – 18. september fór 9. bekkur í Valhúsaskóla í haustferð í Hvalfjörð í dásamlegu veðri.
Lesa meiraFyrir um ári síðan gaf Anna Birna Jóhannesdóttir kennari skólanum veglegt veggspjald sem hún hefur látið gera með myndum af villtum plöntum á Seltjarnarnesi. Myndirnar hefur hún sjálf tekið og í framhaldinu fór hún að taka saman upplýsingar um jurtir og ekki síst lækningamátt þeirra.
Lesa meiraNú hefur göngum í skólann átakið okkar staðið í rúma viku og þátttakan er mjög góð þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Í velflestum bekkjum er þátttakan eitthvað í kringum 90% og sumir bekkir hafa náð mörgum dögum þar sem allir sem einn koma gangandi eða hjólandi í skólann.
Lesa meiraForeldrafélag skólans hefur gefið skólanum góðar gjafir við margvísleg tækifæri. Nú í vor voru skólanum færð tvö Weber grill sem vígð voru á vorhátíðinni.
Lesa meiraMiðvikudaginn 5. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 26. sept. Þetta er í sjötta sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir mataráskrift og skápalykla inn á rafrænt Seltjarnarness.
Í eftirfarandi skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskóla Seltjarnarness. Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis um úttektir á grunnskólastigi.
Lesa meiraHér eru innkaupalistar fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla skólaárið 2012-2013
Innkaupalistar fyrir nemendur í 7. - 10. bekk skólaárið 2012-2013
Lesa meiraUndanfarin ár hafa nokkur félagasamtök, m.a. Eimskip og Kiwanishreyfingin gefið öllum 1. bekkingum á landinu hjólahjálma.
Lesa meiraNemendur í dönskuvali fóru ásamt kennurum sínum til Kaupmannahafnar í maí mánuði. Heimsóttir
voru tveir skólar, Kildegårdskólinn og íþróttalýðháskólinn í Gerlev , farið í Tívolí, Bakken og kíkt á helstu staði í miðborg Kaupmannahafnar.
Árlegt sundmót Rótarý var haldið í lok maí. Mótið gekk vel og stóðu krakkarnir sig frábærlega.
Lesa meiraVikuna 7.-11. maí 2010 fór 7. bekkur í Valhúsaskóla í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Tveir aðrir skólar voru á sama tíma þannig að hópurinn var rúmlega 100 krakkar. Rakel og Soffía F kennarar fóru með krökkunum.
Lesa meira
Valhúsaskóli fór með sigur af hólmi í Morgron eða Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis. Kepptu Hagaskóli og Valhúsaskóli til úrslita í keppninni. Umræðuefnið var stríð, Hagaskóli var með og Valhúsaskóli á móti.
Lesa meira
Nú hafa nemendur Namazizi fengið kassana tvo sem sendir voru í mars fullir af ritföngum til Malaví.
Lesa meiraMinnum á að föstudaginn 18. maí er starfsdagur og Skólaskjólið er lokað.
30. apríl síðastliðin keppti ræðulið Valhúsaskóla í undanúrslitum MORGRON.
Lesa meiraÍ morun heimsóttu Mýrarhúsaskóla félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni á Seltjarnarnesi. Tilgangur heimsóknarinnar var að stilla reiðhjólahjálma nemenda þannig að þeir komi að sem bestum notum.
Lesa meiraÍ síðustu viku fóru 5. og 6. bekkingar Mýró í Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð nemendum að koma og hlusta á tónverk sem tengjast vorinu.
Lesa meiraNemendur í Mýrarhúsaskóla fögnuðu degi umhverfisins með ýmsum útiverkefnum síðastliðinn miðvikudag..
Lesa meiraMikil þátttaka er í Göngum í skólann sem stendur yfir fram á mánudag. Allt hjólafólkið notar hjálma og raðar hjólunum sínum fallega upp í hjólagrindurnar. Hér eru myndir sem teknar voru í morgun.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru próftöflur í 8., 9. og 10. bekk
Lesa meira
Nemendur sem hafa heimilisfræði sem valgrein tóku þátt í keppninni og sýndu þau snilldartilþrif, mikinn metnað og áhuga.Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða en hana skipuðu þau Jói kokkur, Svala, Helga Kristín og Ella.
Lesa meira
Fimmtudaginn 12. apríl hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 30. apríl. Síðastliðið haust náðum við þeim frábæra árangri að yfir 90% nemenda komu gangandi eða hjólandi í skólann. Kannski tekst okkur að gera betur núna.
Lesa meiraNemendur 4. bekkja spiluðu félagsvist nú í vikunni. Eins og sjá má á myndunum var það hörku fjör.
Krakkarnir í 2. bekk buðu foreldrum sínum í heimsókn í morgun til þess að sýna þeim verkefnin sem hafa verið unnin undanfarnar vikur.
Lesa meira7. bekkingar fóru á skauta í Skautahöllina Laugardal. Nemendur skemmtu sér vel og ferðin gekk vel.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 15. mars.
Keppendur voru tíu talsins. Þeir komu frá Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Lesa meiraÍ dag föstudaginn 16. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr! Starfsfólk skólans brást vel við þessari áskorun eins og myndirnar sýna:
Lesa meiraÁ ráðstefnunni Virkni á efri árum sem haldin var á Grand hóteli í dag sungu kórarnir hennar Ingu tónmenntakennara. Kórarnir Litlu snillingarnir og gömlu meistararnir sungu saman nokkur lög og stóðu sig með prýði.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 15. mars n.k., kl.17:00 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meira
Valhúsaskóli stóð sig með prýði í Skólahreysti. Þau lentu í 4. sæti og voru aðeins hálfu stigi frá bronsmedalíu og ostakörfu.
Til hamingju krakkar þetta er glæsilegur árangur !
Lesa meiraÍ morgun var nemendum í 3. og 4. bekk boðið á tónleika í matsalnum. Tónleikarnir eru á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla.
Lesa meiraHér fyrir neðan getur þú séð fjölda mynda frá öskudeginum í Mýró og Való.
Lesa meiraValó Hagó dagurinn var í gær. Hér eru margar myndir sem teknar voru í íþróttahúsinu.
Lesa meira
Undankeppni fyrir Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2012 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag,15. febrúar.
Ellefu nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði. Lesa meiraMánudaginn 6. febrúar héldu 1. bekkingar upp á að þau voru búin að vera 100 daga í skólanum.
Lesa meiraStrákarnir í 7. ABJ héldu bekkjarskákmót í síðustu viku. Sigurvegarinn var Sveinn Rúnar Másson.
Lesa meiraBörnin í 2. bekk fóru út í dag á Degi stærðfræðinnar og unnu stærðfræðiverkefni.
Lesa meiraFöstudaginn 27. janúar fer fram undankeppni fyrir söngkeppni Samfés í Félagsheimili Seltjarnarness. Undankeppni þessi er landshlutakeppni fyrir „Kragann" svokallaða og verða 9 félagsmiðstöðvar af þessu svæði sem taka þátt.
Lesa meiraSíðdegis í gær fylltist Valhúsaskóli af 10. bekkingum og foreldrum þeirra. Þetta voru nemendur Valhúsaskóla og skólanna í vesturbæ Reykjavíkur.
Lesa meiraUndanfarin tvö ár hefur hópur eldri kynslóðar Nesbúa hist í smíðastofu
Valhúsaskóla. Hópurinn ýmist lagfærir hluti, rennir og sker út.
Í janúar koma elstu nemendur leikskólans í fyrstu heimsókn sína af þremur í Mýrarhúsaskóla. Alls eru þetta tæplega 40 börn sem koma í tveimur hópum. Lesa meira
Nýlega var haldin söngvakeppni Való og Selsins. Það voru sex atriði sem tóku þátt og voru öll atriðin glæsileg.
Lesa meiraTvö jólaböll voru í Mýró þann 20. des. Þar sýndu 6. bekkingar leikrit, Jói dans stjórnaði dansinum og jólasveinninn kom og gaf börununum nammi.
Nemendur 4. bekkja fluttu að venju helgileik fyrir þessi jól. Þau stóðu sig með prýði og allir áttu hátíðlega stund í kirkjunni.
Lesa meiraMánudaginn 19. des. og þriðjudaginn 20. des. verður skólahald með óhefðbundnum hætti.
Lesa meiraÁ degi íslenskrar tónlistar 1. des. sungu allir nemendur Mýró lögin þrjú sem spiluð voru samtímis á öllum útvarpsstöðvum. Þá var skreytingadagur og eru stofurnar nú vel skreyttar.
Lesa meiraHér er stutt myndband af 10. ÞHM á Skólaþingi, en þau heimsóttu Alþingi fyrr í vetur.
Lesa meiraÞað var líf og fjör í Való í morgun. Stofur voru skreyttar, allir komu saman á bókasafni og sungu í tilefni dags ísl. tónlistar og svo verður 1. des. ball 10. bekkinga í kvöld.
Lesa meiraÍ gær komu slökkviliðsmenn í heimsókn í 3. bekk í tilefni af árlegri eldvarnarviku. Þeir ræddu við nemendur og fræddu þá um eldvarnir heimilisins og sýndu þeim búning slökkviliðsmanna.
Lesa meiraSíðastliðinn föstudag var haldið handboltamót innan bekkja skólans. 8.-10.bekkir kepptu hver við annan.
Lesa meiraNemendur í 2.bekk fóru ásamt kennurum sínum í heimsókn á Bókasafn Seltjarnarness s.l. fimmtudag.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Mýrarhúsaskóla í morgun. Allir árgangar komu með skemmtiatriði sem þeir höfðu æft. Tvær skemmtanir voru haldnar fyrir 1.-6. bekk, með atriðum frá öllum árgöngum.
Lesa meiraVerkefnið „Jól í skókassa“ fer vel af stað.
Við söfnum jólagjöfum til bágstaddra barna í Úkraníu og setjum þær í skókassa.
Lesa meiraSkólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir efri bekki grunnskóla. Nemendur svara spurningalista
á netinu og við lok hvers mánaðar fá skólastjórnendur niðurstöður birtar á sínu heimasvæði hjá Skólapúlsinum.
Hér eru nokkrar myndir af hreingerningarfólki og stoltum bökurum í heimilisfræðitímum í Való.
Lesa meiraAnna Birna Jóhannesdóttir kennari við Grunnskóla Seltjarnarnes er mikil áhugamanneskja um náttúru Seltjarnarness. Hún hefur í mörg ár fylgst með gróðurfari og tekið myndir af öllum villtum plöntum sem hér finnast, ásamt því að miðla þekkingu sinni til nemenda.
Lesa meiraSkemmtilegum Afríkudögum er nú lokið. Við fengum heimsókn frá Þróunarsamvinnustofun Íslands. Gunnar Salvarsson sýndi myndir frá skólum í Malaví og Mósambik og fræddi nemendur um líf og starf krakka í Afríku.
Lesa meiraNýverið fóru 6. bekkir á vinnumorgna í Húsdýragarðinum. Krakkarnir fengu að taka þátt í umhirðu dýranna og fengu um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf. Krökkunum var skipt í þrjá hópa sem fengu úthlutað tveimur til þremur dýrategunum hver og sinntu þeim.
Lesa meiraMinnum á að sýningin Stólafjör er opin til 17.október á Bókasafni Seltjarnarness.
Hér eru nokkrar myndir af nemendum í 3. bekk að vinna verkefni í íslensku. Verkefnin eru unnin út frá hugmyndafræði byrjendalæsis og vinna nemendur 4 saman í hópi, en hópaskipting er þvert á bekki.
Lesa meiraNemendur í 3. bekk fóru út í dag að leika sér með tölur. Krakkarnir eru að læra allt um þriggjastafa tölur. Hver nemandi valdi sér eina þriggjastafa tölu og skirfaði á blað.
Lesa meiraNú stendur yfir á Bókasafni Seltjarnarnarness sýningin Stólafjör, sem er hluti af dagskrá Lista- og menningarviku Seltjarnarness.
Lesa meiraÍ morgun, fimmtudaginn 5. okt., var hinn árlegi forvarnardagur haldinn í 5. sinn. Nemendur í 9. bekk Valhúsaskóla söfnuðust af því tilefni saman á bókasafni skólans og tóku virkan þátt í dagskránni.
Lesa meira. Munið að nú þarf að skrá sig inn á myndasíðuna.
Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram fimmtudaginn 29. október í góðu hlaupaveðri.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið
fram er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum
og kennurum . Lesa meiraHér eru myndir af gull - silfur og brons vinningshöfum. Til hamingju !
Lesa meira
Fimmtudaginn 30. september kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála. Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins.
Lesa meiraÁsta Vilhjálmsdóttir og Móeiður Gunnlaugsdóttir kynntu verkefni nemenda í 7. og 8.bekk á opnu húsi Menntavísindasviðs KHÍ í Kennaraháskólanum laugardaginn 18.september.
Lesa meiraÁ morgun, 1. september, hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 21. sept. eða í þrjár vikur. Þetta er í fimmta sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn.
Lesa meiraÍ 7. – 10. bekk (Valhúsaskóla) geta nemendur verið í áskrift að heitum mat og er gengið frá því á rafrænu formi í gegnum Rafrænt Seltjarnarnes.
Lesa meiraSkólakynningar verða kl. 16:30 eftirfarandi daga:
Lesa meiraÞað er ánægjulegt að sjá hve mörg börn koma gangandi eða hjólandi í Mýrarhúsaskóla þessa fyrstu daga í fylgd fullorðina.
Lesa meiraVerslunin Hugföng tekur saman pakka með vörum sem nemendur í 1.- 6. bekkjum þurfa að kaupa. Smelltu hér
Hin árlega stuttmyndakeppni, Mýrin fór fram hinn 27, maí s.l. Fjórar myndir tóku þátt að þessu sinni.
Lesa meiraStarfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness fór í lok maí í námsferð til Minneapolis.
Lesa meiraComenius – Heimsóknir í skóla í Manisa í Tyrklandi í verkefninu „One smile makes all languages sound
the same“ og til bæjarins Kiwióli í Eistlandi í verkefninu „Culture in a box“
Lesa meiraAnna Birna Jóhannesdóttir kennari í 8. bekk hefur undanfarið haldið fyrirlesta um flóru Seltjarnarness.
Lesa meiraNemendur í 8. ABJ lásu Gunnlaussögu í vetur og unnu úr henni á nýstárlegan hátt.
Lesa meiraNemendum í 3. og 6. bekk var boðið að skoða Lögreglustöðina við Hverfisgötu nýlega. Þar fengu þau að skoða mörg tæki og tól sem lögreglan notar til að halda uppi lögum og reglu og fræðast um starfsemina.
Lesa meiraVikuna 9.-13. maí fór 7. bekkur í Valhúsaskóla í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Þar var margt skemmtilegt brallað og margt nýtt lært.
Lesa meiraMikið fjör var í matsal skólans bæði hjá yngri og eldri hóp nemenda í dag. Fimm uppáhalds Eurovisionlögin ómuðu frá breiðtjaldi og allir dilluðu sér og höfðu gaman meðan hádegismaturinn var borðaður.
Lesa meiraMargir bekkir eru með hátt í 100% þátttöku. Hér eru myndir sem teknar voru í morgun í nágrenni Mýrarhúsaskóla af nemendum á leið í skólann.
Lesa meira1. bekkingar fóru í gær í sveitaferð. Að þessu sinni fóru þau að skoða dýrin og njóta náttúrunnar í Miðdal í Kjós.
Lesa meiraHér eru upplýsingar um þau námskeið sem verða í boði fyrir börn og unglinga sumarið 2011.
Lesa meiraÍ dag komu félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni í sína árlegu heimsókn í skólann.
Lesa meiraNemendur úr dönskuvalinu fóru í 6 daga ferð til Kaupmannahafnar í apríl. Þeir heimsóttu 10.bekk úr Rosenlundskóla sem hafði heimsótt Való síðastliðið haust.
Lesa meiraForeldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.
Lesa meira
Veðrið lék við starfsfólk og nemendur á degi umhverfisins í gær þegar allir árgangar Mýrarhúsaskóla fóru út að njóta náttúrunnar og læra undir berum himni.
Lesa meiraGöngum í skólann hefst á fimmtudaginn 28. apríl og stendur til 13. maí. Við keppum um Gullskóinn eins og alltaf.
Lesa meiraÁ morgun, miðvikudaginn 27. apríl er Dagur umhverfisins hjá okkur í Mýró.
Lesa meiraÍ dag fimmtudaginn 14.apríl fóru nokkrir strákar í 8.bekk í göngutúr m.a. til að skoða moltugerð Steinunnar garðyrkjumeistara Seltjarnarness, en hún lumar á ýmsu sem kemur smíðastofum vel.
Lesa meiraÍ morgun fengum við góða gesti í heimsókn sem fluttu okkur dagskránna Raddir þjóðar.
Þetta voru þeir Sigurður Flosason, saxófónleikari og Pétur Grétarsson, tölvuhljómborðsleikari
Á degi barnabókarinnar, þann 31. mars hófst lestrarsprettur í Mýrarhúsaskóla og stendur hann fram að páskafríi. Nemendur keppast við að lesa sem mest á hverjum degi, bæði í skólanum og heima.
Lesa meiradag kom stór hópur væntanlegra sex ára barna í sína þriðju og síðustu heimsókn í skólann. Þau fengu skólabók til að læra í og höfðu með sér nesti.
Lesa meiraValhúsaskóli sigraði sinn riðil í íþróttahúsinu Austurbergi þann 31. 3. síðastliðinn. TIL HAMINGJU VALÓ!!
Lesa meiraKennarar í Valhúsaskóla voru í skólaheimsókn í Mlodóv í Póllandi í síðustu viku en heimsóknin er liður í Evrópusamstarfsverkefni í lífsleikni.
Lesa meiraStyrktartónleikar fyrir krabbameinssjúk börn verða haldnir í Félagsheimili Seltjarnarness þann 27. mars nk.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 24. mars n.k., kl.17:00 í Tónlistarskóla Garðabæjar.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru margar myndir frá heimsókn 5. bekkinga í síðustu viku á Þjóðminjasafnið.
Lesa meiraÍ dag stendur yfir sýning á verkum sem hópur
nemenda hefur unnið í tengslum við Comeniusar verkefnið “Climate and
Energy Awareness”.
Nemendur í 10. bekk fóru í skíðaferð til Dalvíkur 28. febrúar - 2. mars. Það var tekið vel á móti okkur á Dalvík. Við gistum í Pleisinu sem er félgagsmiðstöðin á staðnum.
Lesa meiraHér eru margar myndir sem teknar voru á öskudag í Való.
Lesa meiraMeðfylgjandi er tengill á niðurstöðu rannsóknar á vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi. Um er að ræða niðurstöður rannsókna á meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarsnesi árið 2010.
Lesa meira
Eins og flestum er kunnugt hefur verkefnið barnaföt fyrir barnaheimili í Tógó, sem krakkarnir í 7. og 8. bekk í Való hafa verið að vinna í saumum í samstarfi við Sóley og félaga, gengið frábærlega vel og nú höfum við hafið frekara samstarf.
Lesa meiraDagana 24. og 25. febrúar verða þemadagar hjá 1.-6. bekk hér í skólanum. Hefðbundið skólastarf verður brotið upp og nemendum skipt upp í hópa þvert á árganga.
Lesa meiraSöfnunin Börn hjálpa börnum
Nú stendur yfir söfnunin Börn hjálpa börnum sem ABC barnahjálp stendur fyrir. Söfnunarféð í ár verður notað til þess að kaupa húsgögn í skóla sem samtökin reka í Pakistan, en þar hafa nemendur setið á gólfinu.
Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í gær, 17. febrúar.
Lesa meiraKrakkarnir í 5. bekk nutu góða veðursins á skólavellinum eftir hádegi í dag. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag.
Lesa meiraNú er komið að hinum árlega Való-Hagó degi. Hér er dagskráin.
Lesa meiraNemendur í 4. LAS og 4. SB buðu foreldrum sínum á sýningu í sal skólans. Efni sýningarinnar var líf og störf fólks á árum áður.
Lesa meiraÍ vor fer rúmlega 60 manna hópur frá Grunnskóla Seltjarnarness í námsferð til Minneapolis. Tilgangur ferðarinnar er tveggja daga framhaldsnámskeið í Uppeldi til ábyrgðar (Teaching Restitution in the Classroom). Auk þess verður farið í heimsókn í tvo skóla í borginni, annan fyrir yngri nemendur en hinn fyrir unglingastigið.
Lesa meiraHér eru síðbúnar myndir teknar í desember 2010 af nemendum Való. Þetta eru ferðalagamyndir og frá jólaskemmtun.
Lesa meira1.KL fór í gönguferð í síðustu viku og heimsótti vinnustað móður eins nemanda bekkjarins.
Lesa meiraKennarar hafa nú yfirfarið stefnu heimanáms í framhaldi af tilraun sem gerð var í nóvember sl.
Lesa meiraÍ gær kom hluti elstu nemenda leikskólans í heimsókn í Mýrarhúsaskóla. Þetta var stór hópur, 24 börn og eftir viku kemur hinn hluti árgangsins í heimsókn.
Lesa meira,,Enginn hringur er algjörlega hringlaga, ekkert horn er fullkomlega rétt" er nafn sýningar sem nú stendur yfir á bókasafni Valhúsaskóla.
Lesa meiraÞorgrímur Þráinsson rithöfundur kom í morgun og las úr bók sinni Þokan. Bókin er mjög spennandi og hlustuðu krakkarnir af athygli.
Lesa meiraÍ gærmorgun buðu 10. bekkingar eldri borgurum á Seltjarnarnesi upp í dans.
Lesa meiraDagana 16. og 17. des. verður hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur gera ýmislegt skemmtilegt með umsjónarkennurum sínum.
Lesa meiraMánudagur 20. des. - Jólaskemmtanir
9:00 – 10:00 1. KL, 2.HG, 3.HF, 5.GUG, 6.GIE.
10:30 – 11:30 1.MKJ, 3.IÓÞ, 4.LAS, 5.HGO, 6.LBÞ.
12:00 – 13:00 1. SIJ, 2.FR, 4.ERK, 6.KH.
Mikið kapp hljóp í 4. LAS í músastigagerð.
Lesa meiraHér eru myndir af jólaundirbúningi í skólanum. Fleiri myndir munu bætast við næstu daga.
Lesa meiraHér er piparkökuuppskrift frá Steinunni heimilisfræðikennara í Való sem nemendur hennar hafa bakað að undanförnu.
Lesa meiraNú hafa borist niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4.,7. og 10.bekk
Lesa meira. Smellið á viðburðir (við hlið frétta) til að sjá viðburði desembermánaðar í Mýró.
Lesa meiraNemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarnar vikur saumað föt sem gefa á börnum sem búa á barnaheimili í Tógó.
Lesa meira
Hinn árlegi laufabrauðsdagur verður haldinn í Mýrarhúsaskóla laugardaginn 4. desember frá kl. 9:30 – 14:00.
Lesa meiraNemandi sá til þeirra og brást rétt við með því að láta Helgu Kristínu vita. Þjófarnir stukku út úr skólanum og í áttina að íþróttahúsinu þegar Helga kom á vettvang.
Lesa meira6. bekkur LBÞ bauð í morgun 1. bekkingum til skemmtunar á sal.
Lesa meiraÍ vikunni fór 4. bekkur í vettvangsferð að Bygggarðsvör, fyrir neðan Ráðagerði, að skoða fornar minjar. Þar má greina gamlar verbúðir, vel sést móta fyrir vörinni þar sem bátarnir voru teknir upp, veggir sem hlaðnir voru þegar verið var að þurrka fisk sjást líka vel sem og hlaðnir sjóvarnargarðar.
Lesa meira
Í morgun fengu nemendur í 2. bekk til sín góðan gest. Guðrún Helgadóttir rithöfundur kom og las fyrir krakkana úr nýjustu barnabókinni sinni Lítil saga um latan unga.
Lesa meiraSlökkviliðið mætti í árlega heimsókn í 3. bekk í gær í tilefni af eldvarnarviku.
Lesa meiraÞað verður jólabókakynning á Bókasafni Seltjarnarness 24. nóvember 2010 kl. 17.
Þorgrímur Þráinsson og Sigrún Eldjárn lesa úr bókum sínum.
Í gær, 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á sal skólans.
Í tilefni dagsins fluttu nemendur, leikrit, sögur og ljóð.
ADHD-samtökin hafa gefið út fróðlegan margmiðlunardisk. Hann var gefinn öllum skólaskrifstofum og grunnskólum í landinu.
Lesa meiraFöstudaginn 12. nóvember kom Ólafur Oddur Sigurðsson formaður Glímusambands Íslands og var með fræðslu og kynningu á glímu hjá 6. bekk. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og sýndu góða takta.
Lesa meiraHér er uppskrift af mjög góðum fiskrétti sem er vinsæll meðal nemenda í Való.
Bangsadagurinn var haldinn hátíðlegur í Mýrarhúsaskóla sl. föstudag. Nemendur mættu með uppáhaldsbangsann sinn í skólann og til þess að gera daginn enn notalegri mættu nemendur sem og flestir kennarar í náttfötunum sínum.
Lesa meiraFimmtudaginn 3. nóvember var sérstök dagskrá á bóksafni Valhúsaskóla, fyrir 9. bekk, í tilefni Forvarnardagsins sem haldinn var um allt land.
Lesa meiraNemendur Mýrarhúsaskóla hafa verið duglegir í ár, eins og undanfarin ár að pakka dóti í skókassa til að gleðja börn í Úkraínu um jólin.
Lesa meiraSíðustu daga hafa verið þemadagar um þarfir. Hér eru nokkrar myndir frá Való sem teknar voru í morgun.
Lesa meira
Út er komið fréttabréf foreldrafélags skólans.
Það má finna hér
6. bekkingar fóru í árlega heimsókn í Húsdýragarðinn nýlega.
Lesa meiraNemendur Valhúsaskóla héldu hátíðlegan alþjóðlegan sparifatadag í gær með því að mæta í sínu fínasta pússi.
Lesa meiraBörnin 1.KL fóru í heimsókn á Mánabrekku og Sólbrekku s.l. fimmtudag.
Lesa meira
Skólahlaup Valhúsaskóla fór fram föstudaginn 1. október í góðu hlaupaveðri, en rigningu.
Nemendur stóðu sig almennt með prýði, voru jákvæðir og kátir. Eins og áður hefur komið fram
er aðalmarkmið hlaupsins holl hreyfing í fallegu umhverfi, samvera úti með skólafélögum og kennurum.
Lesa meiraNemendaráð skólaársins 2010-2011 skipa:
Lesa meira
Föstudaginn 1.október kl. 9.00 verður Skólahlaup Valhúsaskóla haldið.
Þá hlaupa allir nemendur skólans frá gervigrasi að bílastæði Golfskála.
Starfsfólk skólans aðstoðar íþróttakennara við að halda utan um framkvæmd hlaupsins.
Mjög góð þátttaka var í átakinu - göngum í skólann sem er nýlokið. Í flestum bekkjum tóku þátt milli 80-90 % nemenda.
Lesa meira
Í vikunni voru hér kennarar frá Búlgaríu, Lettlandi og Tyrklandi í heimsókn
. Þeir voru hér vegna samstarfsverkefnis okkar í Comenius
, One smile makes all languages sound the same, en þetta er
verkefni í lífsleikni þar sem meginmarkmiðið er að skapa samstöðu og samlyndi
meðal nemenda, kennara og skólasamfélags viðkomandi landa á jafnréttisgrundvelli
án hvers kyns fordóma.
Lesa meiraÍ dag hófst evrópsk samgönguvika með því að félagskonur í Slysavarnarfélaginu Vörðunni fylgdust með umferðinni við Mýrarhúsaskóla og gáfu vegfarendum góð ráð
Lesa meira4. bekkur í stafaleikjum! og 4. bekkur út í Gróttu.
Lesa meira
Göngum í skólann“- verkefnið 2010 hefst miðvikudaginn 8. september. Verkefnið er alþjóðlegt og milljónir barna víðs vegar um heiminn taka þátt í því með einum eða öðrum hætti. Þetta er fjórða árið sem Ísland tekur þátt í þessu verkefni og tóku 35 skólar hér á landi þátt á síðasta ári.
Lesa meiraVegna mikils álags á kerfið er erfitt að skrá nemendur í matar og skápaáskrift. Vinsamlegast reynið aftur seinna í dag. Allir nemendur fá mat í dag.
Endurmenntun kennara er veigamikill liður í skólastarfi og jákvæð reynsla af endurmenntunarnámskeiðum mikilvæg. Með það í huga lögðu stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness af stað með nýtt snið af námskeiðum þar sem áhersla var lögð á þátt kennaranna sjálfra í að skipuleggja sína eigin endurmenntun.
Lesa meiraHér fyrir neðan eru innkaupalistar fyrir nemendur Való skólaárið 2010-2011
Lesa meiraHér er innkaupalisti fyrir nemendur í 1. - 6.bekk skólaárið 2010-2011. Hægt er að kaupa pakkana í versluninni Hugföng á Eiðistorgi.
Lesa meiraÞann 4. júní s.l. kvöddu 6. bekkingar Mýrarhúsaskóla, 10. bekkingar útskrifuðust og Grunnskóla Seltjarnarness var slitið.
Lesa meiraNámsferð frönskunema til Parísar 23.-30. apríl 2010 var ævintýraleg. Vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli lengdist ferðin úr fjórum dögum í átta.
Lesa meiraVelheppnaðir Vorleikar Valhúsaskóla voru haldnir 3. júní sl. Krakkarnir voru frábærir og kennarar léku með af mikilli ánægju. Keppt var í hinum ýmsu greinum sem reyndu á mismunandi þætti svo sem hraða, snerpu, útsjónasemi og sköpunargáfu.
Lesa meiraVið hér á safninu sendum 5. bekk og kennurum okkar bestu kveðjur og þökkum fyrir heimsóknina á safnið.
Lesa meiraNemendur 7.bekkjar unnu verkefni um fjallahringinn sem blasir við okkur frá Valhúsahæðinni.
Lesa meiraHér er dagskrá fyrir fimmtudaginn 3. júní í 1. -6. bekk:
Lesa meira6. bekkur fór í hjólaferð siglingaklúbbinn Siglunes í Nauthólsvík s.l. fimmtudag.
Lesa meira5. bekkur fór á Þingvelli þann 26. maí í frábæru veðri. Sól og blíða allan tímann.
Lesa meira3. bekkur fór í fjallgöngu upp á Úlfarsfell í frábæru veðri. Sól og blíða allan tímann.
Lesa meiraNú standa yfir þemadagar í Való. Hér eru fyrir neðan eru myndir frá ýmsum ferðum og uppákomum síðustu daga.
Lesa meiraUndanfarna daga hafa nemendur verið að fræðast um húsdýrin í náttúrufræði. Lokaverkefnið var vettvangsferð á sveitabæinn Grjóteyri.
Lesa meiraÞar sem misskilnings hefur gætt hjá einhverjum nemendum varðandi skólahald næstu daga viljum við upplýsa um eftirfarandi:
Í tilefni árs líffræðilegs fjölbreytileika ákváðu Umhverfisráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóður – sjóður æskunnar til ræktunar landsins, að efna til viðburða undir merkinu Græna bylgjan, sem er alþjóðlegt verkefni í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika 22. maí.
Lesa meiraSundmót Rótarý var haldið föstudaginn 21.maí. 5. - 10. bekkur kepptu í 25m skriðsundi og 25m bringusundi.
Lesa meiraVikuna 10.-14. maí fór 7. bekkur að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í Reykjaskóla sækja nemendur námskeið frá kl. 9:30 til kl. 17:00 á daginn, en á kvöldin
eru haldnar kvöldvökur með leikjum og skemmtiatriðum.
Sundmót Rotary verður haldið föstudaginn 21. maí. Að þessu sinni keppa nemendur úr 5. og 6. bekk og svo unglingastigið.
Í morgun fóru 2. A og 2.B saman í fjöruferð. þar var unnið verkefnið "Fjársjóðsleit í fjörunni,,.
Lesa meiraSíðastliðin föstudag fóru 5 bekkirnir í hjólaferð í Gróttu.
Lesa meiraVinningshafar í keppninni Göngum í skólann árið 2010 eru 6.A og 8.ÁV.
Lesa meiraMiðvikudaginn 28.apríl fór 2. bekkur í Gróttuferð. Krakkarnir fundu gæsahreiður með 5 eggjum.
Lesa meiraHér er að finna upplýsingar um vorpróf í 8., 9. og 10. bekk.
Lesa meiraFimmtudaginn 29. apríl sungu Magni Ásgeirsson, Eva Björk og Lilja Björk lagið True colors í tilefni útgáfu þess á geisladiski.
Lesa meiraÍ stöðvavinnu í dag skreyttu krakkarnir í 1.B geisladisk með laginu True colours sem sönghópurinn Meistari Jakob gefur út.
Lesa meiraElstu nemendurnir á Sólbrekku settust á skólabekk nýlega. Þeir unnu ýmis skólaverkefni og kynntust krökkunum í 1. bekk.
Lesa meiraFélagar í Slysavarnarfélaginu Vörðunni komu í skólann fimmtudaginn 15. apríl. Þeir töluðu við nemendur í 2. - 7. bekkjum um hjálmanotkun og öryggismál og stilltu hjálmana fyrir börnin.
Lesa meiraÍ dag (27. apríl) héldum við í Grunnskóla Seltjarnarness upp á dag umhverfisins.
Lesa meiraMiðvikudaginn 21. apríl var Hipp Hopp dagur hér í Valhúsaskóla.
Lesa meiraRafræn innritun í framhaldsskóla fer fram í næstu viku, 12.-16. apríl. Nemendur geta endurskoðað val sitt 7.-11. júní.
Lesa meiraHér er bæklingur og valblöð fyrir nemendur í 9. og 10. bekk skólaárið 2010 - 2011
Lesa meiraSíðasta dag fyrir páskaleyfi nemenda hélt starfsfólk Valhúsaskóla
ljótu-fata keppni.
Nemendaráð Valhúsaskóla stóð fyrir páskabingói í Miðgarði síðasta dag fyrir
páskaleyfi.
Verðlaun voru afhent s.l. föstudag þeim nemendum sem unnu í fiskréttakeppni
Valhúsaskóla.
Árshátíð Valhúsaskóla og Selsins verður fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:00 í félagsheimili Seltjarnarness. Árshátíðin er fyrir alla nemendur skólans og stendur til klukkan 23:30.
Lesa meira
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 23. mars.
Lesa meiraAllt gekk samkvæmt áætlun við brunaæfingu í Való í morgun.
Lesa meiraLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn 23. mars n.k., kl.17:00 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Lesa meiraSAFT efnir til netspurningakeppni, í samstarfi við Evrópusambandið, ætluð nemendum á aldrinum 9 til 15 ára.
Lesa meiraNýlega var haldin fiskréttakeppni í heimilisfræðivali í 9. og 10.bekk.
Lesa meiraNú í dag hófst lestarsprettur sem stendur yfir fram að páskaleyfi. Markmiðið er að bæta árangur síðan í haust en þá lásu nemendur 868 bækur eða 53.867 blaðsíður í samskonar spretti.
Lesa meiraNemendur í Valhúsaskóla fjölmenntu í Skólahreysti sl. fimmtudag 25. febrúar kl. 19.00
Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 23. febrúar.
Lesa meiraNæstkomandi fimmtudag, 25.2. mun Valhúsaskóli taka þátt í keppninni Skólahreysti en keppnin fer fram í íþróttahúsinu Austurbergi. Boðið verður upp á rútuferð frá Valhúsaskóla kl. 18:20 og heim aftur að keppni lokinni. Mikilvægt er að þeir sem fara með rútunni skili sér í rútuna strax að keppni lokinni eða láti kennara vita ef breyting verður á áætlun þeirra.
Lesa meiraÞað var fjör á öskudaginn í Mýró
Lesa meiraÍ síðustu viku komu nemendur af Mánabrekku og Sólbrekku í heimsókn í skólann.
Lesa meiraÍ gær, öskudag mættu bæði nemendur og kennarar í búningum og unnu að skemmtilegum verkefnum.
Lesa meiraHér fyrir neðan er skipulag öskudags á yngsta og miðstigi:
Lesa meiraFimmtudaginn 4. febrúar var Hagó-Való dagurinn svokallaður haldinn hátíðlegur. Hefðbundin kennsla féll niður frá kl. 12:00, en þá lagði skrúðganga af stað frá báðum skólunum að íþróttahúsi Seltjarnarness.
Lesa meiraFimmtudaginn 4. febrúar munu Valhýsingar keppa við Hagaskóla í hinum ýmsu keppnisgreinum. Unglingarnir skipulögðu viðburðinn í samvinnu við nemendur úr Hagaskóla og eiga mikið hrós skilið.
Lesa meiraÍ dag voru birt úrslit í samkeppni um myndefni á skólapeysur fyrir krakka í Mýró. Milli 30 og 40 tillögur bárust og voru sumar þeirra svo vel unnar að erfitt var að velja. Nemendaráðið valdi nokkrar sem komust í úrslit og síðan verðlaunatillöguna út frá því.
2.-A og 2.-B fóru í gönguferð á Valhúsahæð sem er leynistaðurinn þeirra.
Lesa meiraElstu nemendur leikskólanna komu í heimsókn í Mýrarhúsaskóla í gær og í dag. Fjóla deildarstjóri og Rut forstöðumaður Skólaskólsins tóku á móti þeim og spjölluðu við þá.
Lesa meiraMánudaginn 25. janúar byrja nýir hópar í sundi í 5. og 6. bekkjum.
Föstudaginn 29. janúar byrja nýir hópar í sundi í 1. bekkjum.
Þriðjudaginn 9. febrúar verður svo hópaskipting hjá 2., 3. og 4. bekkjum.
Lesa meiraHin árlega þrettándabrenna Grunnskóla Seltjarnarness verður miðvikudaginn 6. janúar. Dagskráin hefst hjá Mýrarhúsaskóla kl. 17.
Lesa meiraNemendur og starfsfólk hefur unnið að því að laga ýmislegt sem betur hefur mátt fara í umhverfismálum skólans síðasta eina og hálfa árið.
Lesa meiraÞað voru glæsilegir 10. bekkingar sem í morgun buðu eldri borgurum á Seltjarnarnesi til sannkallaðrar dansveislu.
Lesa meiraNemendur í 7. bekk eru að vinna verkefni um liðnar aldir í sögu.
Lesa meiraÞað var fjör í samsöng í dag hjá 1. og 3. bekkingum sem sungu jólalögin af miklum móð undir stjórn Ingu tónmenntakennara.
Lesa meiraÞað var jólalegt yfirbragð á veitingum og fólki í samstöðukaffinu í gær.
Lesa meira10. bekkingar héldu sína árlegu 1. des. hátíð með miklum ágætum. Krakkarnir sýndu söngleikinn Chicago, í leikstjórn Uglu Egilsdóttur og var sýningin hjá þeim frábær.
Lesa meiraÁ yngsta stigi og miðstigi var hefðbundið skólastarf brotið upp og vinabekkir unnu saman í hópum.
Lesa meiraNemendur í 3., 4. og 6. bekk fengu á dögunum kynningu á hláturjóga í leiklistartíma.
Lesa meiraNú stendur yfir eldvarnarvika í grunnskólum landsins. Í tilefni af því fengum við slökkviliðið í heimsókn og í morgun var haldin brunaæfing í skólanum.
Lesa meiraMánudaginn 23. nóvember voru árlegir tónleikar Tónlistarskólans hjá 1. bekk undir stjórn þeirra Ólafar Maríu og Sigríðar Friðjónsdóttur.
Lesa meiraNemendur í 3. bekk fengu í morgun góða heimsókn.
Lesa meiraHin árlega bókakynning fyrir börnin verður á Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17:00.
Í tilefni Dags íslenskrar tungu fór stór hópur 5. og 6. bekkinga í heimsókn á leikskólana, Sólbrekku og Mánabrekku, í morgun, til að lesa fyrir börnin
þar.
Dagur íslenskrar tungu var að venju haldinn hátíðlegur með ýmsu móti.
Lesa meiraNemendur í 5. bekk unnu verkefni um Völuspá.
Lesa meiraÁ Seltjarnarnesi er mjög víðsýnt og fjallahringurinn fallegur. Börnin fóru upp á Valhúsahæð að útsýnisskífunni og var fjallahringurinn skoðaður og örnefni rifjuð upp.
Lesa meira8. RMÓ og 8. ÁV unnu verk sem nú eru til sýnis á bókasafninu í Való.
Lesa meiraÍ dag mætti starfsfólk og flestir nemendur skólans í grænum fötum í tilefni af umhverfisviku skólans.
Lesa meiraNemendur í Grunnskóla Seltjarnarness-Mýrarhúsaskóla tóku þátt í söfnuninni Jól í skókassa eins og undanfarin ár. Söfnunin gekk mjög vel og það tókst að safna 160 kössum, sem sendir verða Úkraínu.
Lesa meiraHér eru nokkrar myndir af áhugasömum nemendum í náttúrufræðivali í 10. bekk
að gera tilraunir.
Í dag fengu 10. bekkingar tannfræðing í heimsókn. Guðrún tannfræðingur fræddi nemendur og mikilvægi þess að bursta tennur reglulega og nota tannþráð.
Lesa meiraSAFT- Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.
Lesa meiraFöstudaginn 30. október verður alþjóðlegi bangsadagurinn haldin hátíðlegur á skólabókasafni Mýrarhúsaskóla.
Lesa meiraNemendur í 5. bekk hafa verið að lesa smásögur eftir fjóra íslenska rithöfunda. Eftir hverja sögu var unnið verkefni inni í verkefnabók sem nemendur saumuðu saman í upphafi skólagöngu.
Lesa meiraHin árlega heimsókn bónda í 7. bekki var í síðustu viku
Lesa meiraBörnin í 3. bekk fengu að hafa með sér spil í skólann föstudaginn 9. október. Í síðasta tímanum spiluðu börnin svo saman og fengu að ganga á milli stofa, skoða og spila hin ýmsu spil.
Lesa meiraSinfóníuhljómsveit Íslands bauð grunnskólanemendum á tónleika 8. október. Flutt var svíta úr balletti Ígors Stravinskíj við gamalt rússneskt ævintýri um Eldfuglinn.
Lesa meiraNæstu tvær vikurnar (7. – 21. október) verður lestrarsprettur í skólanum á yngsta og miðstigi.
Það var svo sannarlega örtröð á bókasafninu þegar nemendur voru að ná sér í bækur til þess að lesa. Allir lesa a.m.k. 15 mínútur á dag í skólanum og einnig heima.
Nýir skólaráðgjafar hafa verið kosnir í 6. bekkjunum fyrir yfirstandandi skólaár.
Lesa meiraFöstudaginn síðasta var kosið í nemendaráð skólans fyrir komandi vetur. Hlutverk nemendaráðs er að stýra félagsstarfi félagsmiðstöðvarinnar og skólans í samráði við nemendur- og stjórnendur skólans og stjórnendur félagsmiðstöðvarinnar.
Lesa meiraGöngum í skólann átakinu okkar lauk í síðustu viku og á föstudaginn komu úrslitin í ljós. Þátttakan var með eindæmum góð og hefur aukist frá síðasta skólaári.
Það voru einbeittir krakkar sem við hittum fyrir í heimilisfræðistofunni á föstudaginn.
Lesa meiraÁvaxtastundin hefur tekist vel. Mjög margir eru í áskrift og nemendur virðast ánægðir með úrvalið. Hver nemandi fær litla litríka skál með nokkrum ávaxtabitum, mismunandi hverju sinni.
Lesa meiraSkólahlaup Valhúsaskóla fór fram miðvikudaginn 9. september í blíðskaparveðri. Nemendur voru jákvæðir og kátir og stóðu sig almennt með prýði. Eins og áður hefur komið fram er holl hreyfing og samvera í fallegu umhverfi aðalmarkmið hlaupsins.
Lesa meiraVegna mikillar umferðar við byggingar grunnskólans höfum við áhyggjur af öryggi nemenda á leið til og frá skóla. Þröngt er við skólana og aðstæður til að keyra nemendur ekki eins og best verður á kosið.
Lesa meiraÞriðjudaginn 8. september kl. 19:00 – 21:30
Stjórnandi: Fjóla Höskuldsdóttir deildarstjóri
Ávarp:
Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri
Lesa meiraAlþjóðadagur læsis er 8. september ár hvert, af því tilefni var yngri bekkjum Mýrarhúsaskóla boðið á bókasafnið í sögustund.
Lesa meiraUmferðarátakið ,,Göngum í skólann" hefur farið vel af stað. Þátttaka er góð.
Sú breyting verður nú á að leiga á skápalyklum fer fram í gegnum Rafrænt Seltjarnarnes.
Lesa meiraBendum á að innkaupapakkar fyrir nemendur eru til sölu hjá versluninni Hugföng Eiðistorgi eins og undanfarin ár.
Innkaupalisti fyrir 7. - 10.bekk skólaárið 2009 - 2010
Lesa meiraVegna óviðráðanlegra orsaka verður ekki hægt að skrá rafrænt matar/ávaxtaáskrift fyrr en 24. ágúst, skólasetningardaginn.
Nú býðst nemendum að fá ávexti í áskrift í skólanum í vetur. Ávextirnir verða bornir fram um 9:30, eða fyrir frímínútur. Ávextirnir verða í skálum, 200-250 grömm af ávöxtum í hverri skál, tilbúnir til neyslu. Hver skammtur kostar 60 krónur. Gengið er frá áskrift á sama hátt og mataráskriftinni, í gegnum rafrænt Seltjarnarnes.
Lesa meira
Skólinn verður settur að morgni 24. ágúst. Tekið verður á móti nemendum í sal skólans.
kl. 9:30 4., 5. og 6. bekkur (salur Mýrarhúsaskóla)
kl. 10:00 2. og 3. bekkur (salur Mýrarhúsaskóla)
kl. 11:00 7. – 10. bekkur
(í Miðgarði Valhúsaskóla)
Nemendur og foreldrar 1. bekkja verða boðaðir skriflega til viðtals við kennara.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.
Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi. Stjórnendur skólans eru mættir og hafa hafið undirbúning að skólastarfi vetrarins. Kennarar og annað starfsfólk mæta síðan í lok næstu viku. Skólasetning er mánudaginn 24.ágúst og skóli hefst þriðjudaginn 25.ágúst. Opnað verður fyrir mataráskrift 17. ágúst. Við viljum vekja athygli á nýju símanúmeri skólans, síminn er 5959 200. Nánari upplýsingar um innkaupalista og fleira munu birtast hér á síðunni í næstu viku
Lesa meiraVið óskum nemendum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars - með þökk fyrir samstarfið í vetur.
Lesa meiraStuttmyndakeppni skólans fór fram í byrjun júní. Alls tóku þátt í keppninni 5 myndir. Það var myndin ..Ránið" sem sigraði. Myndina má sjá hér.
Lesa meiraSkólinn opnar að loknum sumarfríi 4.ágúst
Lesa meiraDagur stærðfræðinnar er í dag. Þemað í ár er þríhyrningar og í öllum bekkjum voru gerðar athuganir á þríhyrningsforminu og unnin margvísleg verkefni.
Lesa meira